Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 11

Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND HERRASKÓR SKECHERS FLEX ADVANTAGE HERRASKÓR MEÐ STÖMUM BOTNI SEM HENTAR VEL TIL VINNU Á SLEIPU OG HÁLU GÓLFI. STÆRÐIR 41-47,5 ERUM EINNIG MEÐ DÖMUTÝPUR MEÐ SAMA BOTNI. VERÐ: 12.995 Hafþór Hreiðarsson Húsavík Á laugardag voru 100 ár síðan Verkakvennafélagið Von var stofnað á Húsavík og af því tilefni stóð Framsýn stéttarfélag fyrir afmælisfögnuði í Menningar- miðstöð Þingeyinga á Húsavík. Aðalsteinn Á. Baldursson, for- maður Framsýnar, opnaði hátíð- ina með stuttu ávarpi og Ósk Helgadóttir, varaformaður Fram- sýnar, flutti síðan ávarp þar sem hún fór yfir aðdragandann að stofnun Vonar og rakti hún um leið sögu félagsins. Björg Pétursdóttir var ein af stofnendum Vonar og á afmælis- daginn kom út ljóðabókin „Tvennir tímar“ með ljóðum eftir hana, en Framsýn gefur bókina út í samstarfi við afkomendur Bjargar. Sérstakur gestur hátíðarinnar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra, fékk afhent fyrsta eintakið og flutti hún stutt ávarp við það tækifæri auk þess sem hún las upp tvö ljóð Bjargar. Boðið var upp á tónlistaratriði á samkomunni sem var fjölmenn og að dagskrá lokinni var opnuð ljósmyndasýning með myndum af konum við störf á tímum Verka- kvennafélagsins Vonar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fjölmenni á 100 ára afmælishátíð Vonar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hægt er að kaupa aðgang til að hlusta á nærri 40 hljóðbækur í nýju smáfor- riti sem Forlagið hefur tekið í notkun. Bækurnar eru seldar á sérstöku kynningarverði út maímánuð. Öðrum útgefendum gefst kostur á að selja bækur sínar í gegnum sölukerfi For- lagsins og er eitt þegar byrjað að nýta sér þennan möguleika. Ekki eru sömu vandamál gagnvart höfundum og komu upp í áskriftarveitunni Story- tel. Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins, segir að miðlun hljóðbóka hafi verið vandamál og þess vegna hafi verið unnið að hljóðbókaappi. Vilja nota snjalltækin „Hljóðbækur hafa átt erfitt upp- dráttar á íslenskum bókamarkaði, ekki síst vegna þess að notkun á geisladiskum og Mp3-diskum hefur dregist mikið saman. Hljóðbókaappið gerir öllum sem eru nettengdir kleift að hlusta á hljóðbækur með einföld- um hætti,“ segir Egill Örn. Smáfor- ritið sjálft er ókeypis og til að gefa sem flestum kost á að prófa þessa nýj- ung eru allar bækur seldar á 990 krónur í maí. „Við trúum því að ef fólk fæst til að prófa að hlusta á hljóðbæk- ur þá hætti það ekki að hlusta, ánetj- ist þessu. Það á bæði við börn og full- orðna,“ segir hann. Egill Örn segir að reynslan erlend- is sýni að notkun hljóðbóka aukist verulega á meðan sala á rafbókum dalar eða í besta falli stendur í stað. „Ljóst er að allur almenningur vill nota sér snjalltækin, meðal annars til þess að hlusta á hljóðbækur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Íslend- ingar munu taka þessu framtaki okk- ar fagnandi og tel reyndar að þegar séu tugir þúsunda áskrifenda á au- dible.com sem er í eigu Amazon.“ Munurinn á hljóðbók og rafbók er eins og heitin gefa til kynna sá að hljóðbók er upptaka af bók sem lesin hefur verið inn á hljóðskrá en rafbók er rafræn útgáfa af prentaðri bók. Forlagið mun að sögn Egils Arnar bjóða upp á bækur frá öðrum forlög- um. „Við viljum að allir sem vilja senda frá sér hljóðbækur geti sett efni inn á appið. Þú þegar eru komnar einhverjar bækur frá Hljóðbók ehf. Höfundar og útgefendur semja Egill Örn segir að höfundar efnis í hljóðbókanna fái greiðslur miðað við notkun. Réttur þeirra sé því gegn- særri í þessu fyrirkomulagi en áskriftarfyrirkomulagi eins og Story- tel. Rithöfundasamband Íslands gerði athugasemdir við það í febrúar þegar áskriftarveitan Storytel hóf að miðla efni íslenskra höfunda sem ekki höfðu veit leyfi fyrir því. Kristín Helga Gunnarsdóttir, sem lét af embætti formanns Rithöfundasambands Ís- lands í síðustu viku, segir að áskrift- arveitan sé ný tegund af þjónustu og ekki sambærileg við hljóðbókaapp eins og Forlagið er með. Í síðar- nefndu þjónustunni sé greitt fyrir hvert eintak, eins og almennt í hljóð- bókasölu og Forlagið hafi um það samninga við höfunda sína. Rithöfundasamband Íslands og Fé- lag íslenskra bókaútgefenda hafa átt í viðræðum um viðauka við útgáfu- samninga sem á að ná yfir afsal rétt- inda til þriðja aðila, eins og til dæmis Storytel. Kristín Helga segir viðræð- um ekki lokið. Höfundar sem ekki vissu af sínu eftir inni á Storytel hafi getað afturkallað það í gegnum sína útgefendur. Forlagið með nýtt hljóðbókaapp  Hljóðbækurnar á tilboðsverði út maímánuð  Ekki sömu vandamál við uppgjör og hjá áskriftarveitum Getty Images/iStockphoto Þægindi Sífellt fleiri velja að hlusta á bækurnar í stað þess að lesa. „Þetta gekk mjög vel og það var ótrúlega skemmtilegt að sjá hvað var margt fólk og gott veður,“ segir Hildur Magnúsdóttir, doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, í samtali við Morg- unblaðið, en hún leiddi fjöruferð í Gróttu sl. laugardag. „Við fundum fullt af litlum kuð- ungakröbbum. Það var einna helst það sem heillaði, svo fundum við sprettfiska og marhnút. Þarna er mikið lífríki,“ segir Hildur. Hún seg- ir börnin hafa verið mjög spennt yfir þessu öllu saman og að þau hafi ver- ið dugleg að koma til hennar og spyrja spurninga. Hildur fræddi unga sem aldna um lífríkið í fjörunni í Gróttu á Seltjarn- arnesi, en segja má að þetta hafi ver- ið síðustu forvöð til að skoða sig um á svæðinu þar sem varptími er í nánd. Verður svæðinu því lokað fyr- ir mannaumferð frá 1. maí og fram í miðjan júlí. Ferðin er í röðinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem hófst á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 en hefur verið haldið áfram með fullum þrótti vegna vaxandi vinsælda. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskóla Ís- lands og Ferðafélags Íslands og er áherslan á að uppfræða börn og ungmenni. thorgerdur@mbl.is Kuðungakrabbar heilluðu krakkana  Lífríki fjörunnar í Gróttu spennandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Fararnesti Gestir fjöruferðarinnar voru hvattir til þess að mæta í stígvélum og jafnvel með fötu og skóflu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.