Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 14

Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 14
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar rýnt er í nýbirtan ársreikning Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. má finna ýmis merki þess að um- skipti eigi sér stað í rekstrinum. „Það eru skýrar vísbendingar um að þær aðgerðir sem við réðumst í um mitt síðasta ár séu að skila árangri,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir sem tók við forstjórastarfinu fyrir réttu ári. „Við höfum velt við hverjum steini til að reyna að koma böndum á kostnaðinn og bæta reksturinn. Verður samt að fara varlega þegar dregnar eru ályktanir af ársreikn- ingnum því starfsemi af þessu tagi getur verið mjög sveiflukennd og má ekki mikið út af að bera.“ Vakið hefur athygli að í fyrra var EBITDA Hörpu jákvæð í fyrsta skipti frá opnun hússins en það skýr- ist þó einkum af 450 miljóna króna viðbótarframlagi ríkis og borgar til félagsins. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að starfsemi Hörpu muni einn daginn geta staðið undir sér án meðgjafar frá hinu opinbera, segir Svanhildur það ólíklegt ef miðað er við óbreytt rekstrarmódel þar sem fasteignin er inni: „Hins vegar ger- um við allt sem í okkar valdi stendur til þess að félagið sé rekið á sem hag- kvæmastan hátt. Raunveruleikinn er samt sá að útleiga á sölum og menn- ingarrekstur eru ekki svo arðbær starfsemi, ef horft er bara í krónur og aura, að hún geti staðið undir því að reka þessa dýru fasteign. Svo seg- ir það sig líka sjálft að við getum ekki hækkað verðskrána upp úr öllu valdi því það myndi hvorki ferðaþjónustan og því síður tónlistin þola,“ segir hún. „Í mínum huga snýst þetta líka um það að meta hvers konar menn- ingarleg, efnahagsleg og samfélags- leg verðmæti við erum að fá fyrir þá fjármuni sem settir eru í reksturinn. Raunar þekki ég ekkert einasta sam- bærilegt hús erlendis sem þjónar sama hlutverki og er rekið án opin- bers stuðnings.“ Afskriftir bjaga myndina Eigið fé samstæðunnar var nei- kvætt á síðasta ári og segir í árs- reikningi að þrátt fyrir batnandi rekstur sé fyrirsjáanlegt að eigið fé muni verða sífellt neikvæðara, eink- um vegna verðbótahækkunar lána, hárra afskrifta og fjármagnskostn- aðar. Svanhildur segir áhyggjuefni að eigið fé Hörpu sé neikvætt, en ef að er gáð er fyrst og fremst um bók- haldslegt atriði að ræða sem þurfi, strangt til tekið, ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur félagsins. „Við þurfum náttúrlega að afskrifa hluta af verðmæti hússins ár hvert. Af- skriftirnar eru gríðarlega háar og námu rúmlega 340 milljónum á síð- asta rekstrarári. Við bætist fjár- magnskostnaður vegna lántöku sem ráðist var í til að fjármagna bygg- ingu hússins og kaup á búnaði. Sam- an þurrkar þetta upp eigið fé Hörpu en þeir fjármunir sem eigendur Hörpu, ríki og borg, greiða árlega til endurgreiðslu á stofnkostnaðinum, vega á móti háum afskriftum og fjár- magnskostnaði. Þessi framlög eig- enda koma ekki inn í rekstur Hörpu en renna í raun beint í það að kaupa húsið á 35 ára afborgunum. Það var sú leið sem farin var þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir eftir hrun og koma þessar gríðarlegu stærðir inn í reikninga Hörpu. Þetta hefur iðulega gert myndina af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu villandi. Við erum í mjög góðu samtali við eigendur um að endurskoða þetta módel og koma rekstrinum þar með á heilbrigðari grunn.“ Bættu vinnufyrirkomulagið Að þessu sögðu er margt jákvætt í síðasta ársreikningi félagsins. Til dæmis stendur launakostnaður í stað á milli ára þrátt fyrir almennar launahækkanir um 8% en stöðugild- um var fækkað um tvö á milli ára. „Við erum að endurskoða rækilega skipulagið hjá okkur og m.a. fyrir- komulag vinnunnar til að nýta sem best það sem við höfum úr að spila,“ segir Svanhildur. Einnig var sparað í húsnæðis- kostnaði, sem vegur þungt í rekstr- inum. Munaði þar mest um frestun á viðhaldi og segir Svanhildur að nú þurfi að taka á þeim málum af festu og eigendur að „horfast í augu við nauðsynlega viðhaldsþörf á þessu verðmæta húsi sem þjóðin á. Húsið verður sjö ára núna í maí og er í fínu standi þótt auðvitað sé farið að sjá á ýmsu innanstokks eftir allan þann fjölda sem heimsækir húsið á ári hverju,“ segir hún en áréttar að nauðsynlegt hafi verið að stíga fast á bremsuna á þessu sviði eins og mörgum öðrum. Svanhildur er vongóð um að rekst- ur Hörpu muni geta haldið áfram á sömu braut. „Við munum gera okkar besta og sjáum fram á að nánasta umhverfi Hörpu muni breytast mik- ið á næstunni sem skapar örugglega jákvæð samlegðaráhrif, t.a.m. þegar nýtt og glæsilegt hótel verður opnað við hlið hússins.“ „Ekkert sambærilegt hús rekið án opinbers stuðnings“ Tölur Svanhildur segir neikvætt eigið fé ekki snerta daglegan rekstur.  Háar afskriftir af húsinu og fjármagnskostnaður þurrka upp eigið fé Hörpu 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds 30. apríl 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 101.16 101.64 101.4 Sterlingspund 139.42 140.1 139.76 Kanadadalur 78.52 78.98 78.75 Dönsk króna 16.408 16.504 16.456 Norsk króna 12.64 12.714 12.677 Sænsk króna 11.612 11.68 11.646 Svissn. franki 102.13 102.71 102.42 Japanskt jen 0.9247 0.9301 0.9274 SDR 145.37 146.23 145.8 Evra 122.26 122.94 122.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.9892 Hrávöruverð Gull 1317.7 ($/únsa) Ál 2203.5 ($/tonn) LME Hráolía 74.72 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Saudi Aramco, ríkisolíufélag Sádi-Arabíu, hef- ur valið fimm nýja meðlimi í stjórn félagsins, og þar af eina konu. Lynn La- verty Elsenhans, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri bandaríska olíuhreinsunarfyrir- tækisins Sunoco, mun taka sæti í stjórninni ásamt Peter Cella, fyrr- verandi forstjóra Chevron Phillips Chemical, og Andrew Liveris, stjórnanda DowDuPont. Að auki koma inn í stjórnina Mohammed al- Jaddaan, fjármálaráðherra Sádi- Arabíu, og viðskiptaráðherrann Mohammed al-Tuwaijri. Sex aðrir stjórnarmeðlimir halda sætum sín- um, að sögn Reuters. ai@mbl.is Fyrsta konan tekur sæti í stjórn Aramco Viðræður eru langt á veg komnar um að matvöruverslanakeðjan Sains- bury‘s kaupi rekstur Asda af banda- ríska verslanarisanum Walmart. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmanni að ef kaupin gangi eftir verði verslanir Asda reknar undir merkjum Sainsbury‘s. Mike Coupe, forstjóri Sainsbury‘s, myndi stýra hinu sameinaða fyrir- tæki en hann vann á sínum tíma hjá Asda og ætti því að vera þar öllum hnútum kunnugur. Sainsbury‘s og Asda eru í dag 2. og 3. stærstu matvöruverslanakeðj- ur Bretlands á eftir Tesco en ef fyr- irtækin sameinast myndi það velta Tesco úr toppsætinu. Samanlagt er rekstur Sainsbury‘s og Asda metinn á um 15 milljarða punda, jafnvirði nærri 2.090 milljarða króna. Stærsti hluthafi Sainsbury‘s, Qat- ar Investment Authority, þjóðarfjár- festingasjóður Katar, á 22% hlut í verslanakeðjunni og hefur lýst yfir stuðningi sínum við fyrirhugaðan samruna. Heimildarmenn Reuters vænta mikilla samlegðaráhrifa af sameiningu Sainsbury‘s og Asda, og telja að það myndi hjálpa þeim að bregðast betur við harðri samkeppni frá þýsku lágverðsverslununum Aldi og Lidl, sem og anna betur eftir- spurn neytenda eftir því að fá mat- inn sendan heim að dyrum. ai@mbl.is AFP Slagur Samkeppnin á breskum matvörumarkaði hefur harðnað mikið. Sainsbury‘s vill kaupa Asda  Yrði stærsta matvörukeðja Bretlands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.