Morgunblaðið - 30.04.2018, Page 23
hann lést 1998 og hefur síðan staðið
fyrir búinu ásamt fjölskyldu sinni.
Guðbrandur sat í sveitarstjórn
Hraunhrepps 1978-90 og var þá
oddviti hreppsnefndar og sat í
bæjarstjórn Borgarbyggðar 1998-
2002. Hann var formaður Bún-
aðarsambands Borgarfjarðar 1993-
98, hefur setið í stjórn Veiðifélags
Álftár á Mýrum frá 1976, hefur
starfað mikið í Svínaræktarfélagi
Íslands frá um 1980 og sat þar í
stjórn og félagsráði um árabil.
Guðbrandur var gjaldkeri Skóg-
ræktarfélags Borgarfjarðar frá
1989 til 2009, í stjórn Skógræktar-
félags Íslands frá 2002, hefur setið
í stjórn Landgræðslusjóðs og verið
formaður hans frá 2003. Ég er
fæddur með skógræktaráhuga,
fékk hann með móðurmjólkinni en
móðir mín var mikil rækt-
unarkona.“
Guðbrandur hefur verið stjórnar-
formaður Minningarsjóðs Hjálmars
R. Bárðarsonar og Else S. Bárð-
arson frá 2010. Hann starfaði í Al-
þýðubandalaginu um skeið og hefur
sinnt trúnaðarstörfum á vegum
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs.
Fjölskylda
Eiginkona Guðbrands er Snjó-
laug Guðmundsdóttir, f. 14.11.
1945, veflistakona. Hún er dóttir
Guðmundar Bárðarsonar vélstjóra
og Margrétar Ingibjargar Bjarna-
dóttur vefnaðarkennara.
Synir Guðbrands og Snjólaugar
eru 1) Brynjúlfur Steinar, f. 27.2.
1973, bóndi á Brúarlandi, en kona
hans er Theresa Vilstrup Olesen og
eiga þau eina dóttur, Dóru Karól-
ínu; 2) Guðmundur Ingi, f. 28.3.
1977, líffræðingur og umhverf-
isstjórnunarfræðingur, nú um-
hverfis- og auðlindaráðherra í rík-
isstjórn Íslands.
Systkini Guðbrands: Helga, f.
20.10. 1936, húsmóðir í Reykjavík,
var gift Borge Jónssyni sem er lát-
inn og eiga þau tvær dætur; Ólöf, f.
7.6. 1938, húsfreyja í Haukatungu,
var gift Páli Sigurbergssyni sem er
látinn og eiga þau sex börn; Ragn-
heiður Hrönn, f. 2.8. 1939, fv.
bankastarfsmaður í Borgarnesi,
gift Hauki Arinbjarnarsyni og eiga
þau fjögur börn; Eiríkur Ágúst, f.
15.1. 1942, d. 25.5. 1998, bóndi á
Brúarlandi; Halldór, f. 20.6. 1943,
d. 18.10. 2007, bifreiðastjóri í Borg-
arnesi. Kona hans var Ásta Sigurð-
ardóttir, sem einnig er látin, og
eignuðust þau þrjú börn en tvö eru
á lífi; Brynjólfur, f. 25.3. 1945, d.
6.9. 2016, bifvélavirki í Kópavogi,
var kvæntur Fanneyju Ein-
arsdóttur og eiga þau þrjá syni;
Guðmundur Þór, f. 12.12. 1950,
pípulagningameistari og starfs-
maður Orkuveitu Reykjavíkur í
Borgarnesi, kvæntur Ásdísi Bald-
vinsdóttur og eiga þau þrjú börn.
Foreldrar Guðbrands voru
Brynjúlfur Eiríkssonar, f. 21.12.
1910, d. 12.1. 1976, bóndi og bifreið-
arstjóri á Brúarlandi í Hraun-
hreppi á Mýrum, og Halldóra Guð-
brandsdóttir, f. 15.5. 1911, d. 7.12.
2000, húsfreyja. Guðbrandur verð-
ur að heiman á afmælisdaginn.
Guðbrandur
Brynjúlfsson
Guðrún Andrésdóttir
húsfr., frá Seljum á Mýrum
Gils Sigurðsson
b. í Krossnesi á Mýrum
Ólöf Gilsdóttir
húsfr. á Hrafnkelsstöðum
Guðbrandur Sigurðsson
b. á Hrafnkelsstöðum
Halldóra Guðbrandsdóttir
húsfr. á Brúarlandi í Hraunhr.,Mýr.
Halldóra Jónsdóttir
húsfr., f. á Kirkjubóli í
Hvítársíðu
Sigurður Brandsson
b. á Miðhúsum á Mýrum
Stefanía
Guðbrandsdóttir
húsfr. í Borgarnesi
Pétur Geirsson
hóteleigandi í Borgarnesi
Sigurður
Guðbrands-
son mjólkur-
bússtjóri í
Borgarnesi
Ólöf
Sigurðar-
dóttir
húsfr. í
Garðabæ
Ólöf Rún
Skúladóttir fv.
fjölmiðlakona
Þórður Eiríksson b. í Hömrum
í Hraunhr., síðast bús. í Rvík
uðmundur Þórðarson
b. í Álftártungukoti
GHólmfríður Þórdísuðmundsdóttir húsfr.
á Urriðaá á Mýrum
GGuðrún Sigurðardóttirb. á Leirulæk á Mýrum
Hólmfríður Sigurðardóttir
húsfr., f. á Hítardalsvöllum
Þórður Sigurðsson
b. í Skíðsholtum og á Hrafnkelsstöðum
Helga Þórðardóttir
húsfr. á Hamraendum
Eiríkur Ágúst Jóhannesson
b. á Hamraendum,Hraunhr.
Ingibjörg Runólfsdóttir
húsfr., frá Höll í Þverárhlíð
Jóhannes Guðmundsson
b. á Hrafnkelsstöðum,Hraunhr.
Úr frændgarði Guðbrands Brynjúlfssonar
Brynjúlfur Eiríksson
b. og bifreiðarstjóri á Brúarlandi
Smári Kristjánsson
hljómlistamaður á Selfossi
Ása Eiríksdóttir
húsfr. í Reykjavík
Við Álftá Guðbrandur, Snjólaug og
barnabarn þeirra, Dóra Karólína.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018
Bragð af
vináttu
• Hágæða gæludýrafóður
framleitt í Þýskalandi
• Bragðgott og auðmeltanlegt
• Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.
95 ára
Ástráður I.H. Björnsson
90 ára
Ólafur Magnússon
Sigrún Magnúsdóttir
85 ára
Olav F. Ellerup
80 ára
Björg Þórðardóttir
Erlingur Ólafsson
Stella J. Þorvaldsdóttir
75 ára
Ásta Gísladóttir
Ellen Huldís Ólafsdóttir
Leif Lykke Mikkelsen
Lilja Ingibjörg
Jóhannsdóttir
Zygmunt Pawlik
70 ára
Ágúst Guðmundsson
Benedikt Ólafsson
Fjóla Hafdís Kristjánsdóttir
Guðbrandur Brynjúlfsson
Helga Guðmundsdóttir
Jónína Haraldsdóttir
Karl Magnús Kristjánsson
Sigmundur Sigurðsson
Sigurberg Ólafsson
Þórður M. Sigurðsson
60 ára
Elín Guðjónsdóttir
Elín Guðmundsdóttir
Friðrik Valgeir
Guðmundsson
Guðbjörn Sigvaldason
Halldóra Björnsdóttir
Hringur Sigurðsson
Jón Ebbi Halldórsson
Jón Ólafsson
Jón Þór Þorgrímsson
Pétur Stefán Bjarnason
Rafn Sigurgeir Sigurðsson
Sigfús Jón Helgason
Sigrún Ásta
Gunnlaugsdóttir
Sigurður Karl Karlsson
Þórey Birna Ásgeirsdóttir
50 ára
Baldur Magni Bragason
Berglind Soffía Björnsdóttir
Gunnar Ólafur Haraldsson
Helena Þ. Bergmann
Hildur Ágústa Ólafsdóttir
Jón Aðalsteinn
Brynjólfsson
Jón Garðar Guðmundsson
Jón Karlsson
Jón Þór Friðgeirsson
Katrín Heiðar
Ólafur Sigvaldason
Sigfríður Sigurjónsdóttir
40 ára
Arkadiusz Pawel Grzelczak
Benedikt Sigurbjörnsson
Birna Hlín Káradóttir
Gunnlaugur Þorgeirsson
Halla Stefánsdóttir
Ingunn Eir Eyjólfsdóttir
Marta Belecciu
Narong Wisetrit
Natalia Yukhnovskaya
Sasa Stegnjaic
30 ára
Alexandra-Elena
Brasoveanu
Benedikt Valsson
Erna Karen Þórarinsdóttir
Haukur Heimisson
Jón Benediktsson
Noe Angel Platas Perez
Sveindís Ósk Ólafsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Ingunn býr á Akur-
eyri og er félagsráðgjafi á
Öldrunarheimili Akureyrar.
Maki: Jón Arnar Emilsson,
f. 1977, vélstjóri hjá Lands-
virkjun.
Börn: Viktor Bjarkar, f.
2008, Egill Örn, f. 2010, og
Katrín Sara, f. 2015.
Foreldrar: Eyjólfur Finns-
son, f. 1957, bóndi á Una-
læk á Fljótsdalshéraði, og
Guðný Erla Guðmunds-
dóttir, f. 1954, píanókenn-
ari á Akureyri.
Ingunn Eir
Eyjólfsdóttir
30 ára Haukur ólst upp í
Breiðholti en býr í Kópa-
vogi. Hann smíðar sjókví-
ar fyrir laxeldi hjá fyrir-
tækinu PVA.
Systkini: Baldur Búi,
Hilmir Freyr, Ásta Lovísa
Heimisbörn, og Elín Alex-
andra og Tristan Snær
Björnsbörn.
Foreldrar: Heimir Guð-
jónsson, f. 1969, fótbolta-
þjálfari í Færeyjum, og
Guðrún Rósa Hauksdóttir,
f. 1969, bús. í Rvík.
Haukur
Heimisson
30 ára Jón er Reykvík-
ingur, er með BS í hug-
búnaðarverkfræði og
starfar við ráðgjöf hjá
Talnakönnun.
Maki: Þórunn Elísabet
Bogadóttir, f. 1986, kynn-
ingarstjóri hjá Veröld –
húsi Vigdísar.
Foreldrar: Benedikt Jó-
hannesson, f. 1955,
stærðfræðingur, og Vigdís
Jónsdóttir, f. 1955, að-
stoðarskrifstofustjóri Al-
þingis, búsett í Reykjavík.
Jón
Benediktsson
Daniel Juncu hefur varið doktors-
ritgerð sína í jarðeðlisfræði við Há-
skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið
Jarðskorpuhreyfingar á jarðhita-
svæðum: Rannsóknir á Hengils-
svæðinu með gervitunglamælingum.
Leiðbeinandi var dr. Þóra Árnadóttir,
vísindamaður á Jarðvísindastofnun
Háskólans.
Doktorsverkefnið fjallar um jarð-
skorpuhreyfingar og líkangerð á
Hengilssvæðinu, sér í lagi á vinnslu-
svæðum fyrir virkjanirnar tvær:
Hellisheiði og Nesjavelli. Landmæl-
ingar með gervitunglum (GPS og
radarmælingar) á tímabilinu 2012-
2015, sýna hreyfingar á stóru svæði
vegna landreks og sig í austurhluta
Hengilssvæðisins. Eftir að leiðrétt
hefur verið fyrir landreki þá sýnir lík-
angerð að staðbundið sig á vinnslu-
svæðum við Hellisheiði og Nesjavelli
sé í samræmi við mælingar á þrýst-
ingslækkun í jarðhitageymunum. Í
öðrum kafla ritgerðarinnar er greint
frá landrisi sem mælist við Húsmúla
á tímabilinu 2011-2012. Landrisið
hófst á sama tíma og niðurdæling á
jarðhitavökva og aukinnar smá-
skjálftavirkni varð vart í september
2011. Líkangerð á
landmælingunum
bendir til að
hreyfingarnar
(landris og
þensla) og jarð-
skjálftavirknina
megi skýra með
auknum poru-
þrýstingi í berg-
inu þar sem jarðhitavökvanum er
dælt niður. Þriðji kafli ritgerðarinnar
kannar tengsl jarðskorpuhreyfinga
við magn jarðhitavökva sem dælt er
upp úr jarðhitasvæðum. Oftast er
gert ráð fyrir að mat á rúmmáls-
breytingum með líkangerð á
jarðskorpuhreyfingum samsvari
magni af jarðhitavökva sem tekið er
úr kerfinu og mismun megi skýra
með flæði vökva inn í kerfið. Sam-
anburður mælinga á þremur hita-
svæðum sýndi allt að tífaldan mun á
rúmmáli, sem metinn er út frá jarð-
skorpuhreyfingum, og rúmmáli/
massa vökvans, sem tekinn er upp.
Við teljum að þennan mun megi
skýra með ástandi jarðhitavökvans á
hverju svæði þ.e. hve stórt hlutfall er
vökvi og hve mikið er gufa.
Daniel Juncu
Daniel Juncu er fæddur í borginni Mflheim an der Ruhr í Þýskalandi árið 1987.
Hann lauk BS-prófi í jarðvísindum frá RWTH Aachen í Þýskalandi árið 2010 og
mastersnámi í jarðvísindum frá ETH Zürich í Sviss, árið 2012. Daniel hóf nám í
jarðeðlisfræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands haustið 2013. Auk doktors-
námsins hefur Daniel tekið nokkur námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Daniel
starfar núna sem nýdoktor við Jarðvísindastofnun Háskólans.
Doktor