Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú áleist þig vita hvernig þú vilt láta koma fram við þig, en ert ekki alveg viss. En þú kemur málunum á hreint með lagni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert fær í flestan sjó svo þér er óhætt að vera stórtækur. Þú vinnur ótrúlega vel með þeim sem eru jafn skipulagðir og þú. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að sýna samstarfsfólki þínu þolinmæði og gættu þess að segja ekkert í fljótfærni sem þú munt sjá eftir síð- ar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of með þín mál. Óvæntur gestur veitir þér nýja sýn á mál sem þú hefur lengi verið að glíma við. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt öðrum þyki ekki mikið til þess koma sem þú hefur fram að færa, þá skalt þú halda þínu striki. Sá sem segir fátt kjaft- ar ekki af sér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér býðst einstakt tækifæri sem freistar þín svo þú skalt leggja þig allan fram um að grípa það. Hvers kyns peninga- viðræður ganga að líkindum að óskum og koma þér til góða. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir fengið það á tilfinninguna að einhver sé að fara á bak við þig. Allir þurfa endrum og eins að fá að vera óþekkir, og nú er þinn tími kominn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Orkan sem þú leggur í það sem þú fæst við er líf þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú skalt forðast það í lengstu lög að viðra þær skoðanir þínar sem kunna að stangast á við stefnu yfirmanna þinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir lent í erfiðum sam- skiptum við fólk í valdastöðum í dag. Vertu raunsær með væntingar þínar og áttaðu þig á því að hin manneskjan hefur líka sínar væntingar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert glaðlyndur og öll sam- skipti ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Notaðu næstu fjórar vikurnar til að rækta nánustu sambönd þín og bæta það sem betur má fara. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allir eru að reyna að sanna að þeir hafi rétt fyrir sér. Það þýðir ekkert annað en sækja málin af festu og láta hvergi deigan síga þótt eitthvað blási á móti. Guðmundur Arnfinnsson yrkir áBoðnarmiði hringhendu um kvennamann og skautakappa: Ástarbrautin oft er hál, ýmsa hlaut því skelli, er hann þaut með eld í sál á því skautasvelli. Gunnar J. Straumland orti á miðvikudag: Við tíðinni mér hugur hrýs, hér er ekki laust við sorgir þegar saman frýs svikavor og haustið. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir sagði hið sjálfsagða: „Tíðina tem- ur enginn, og ekki þú og ég“ og orti: Batnar tíð og bregst nú við berst nú vor að hausti. Bátar hverfa á betra svið en byrgjast ekki í nausti. Magnús Halldórsson kvað: Alveg rakin eðaltíð, yljar geði manna, vorið milt og veður blíð, vekja gleði sanna. Og að síðustu orti Friðrik Erl- ingsson: Freðinn er í fönninni farið traustið. Þetta vorið bar að brátt bölvað haustið. Þórarinn M. Baldursson talar um „vorkvöld í Vesturbænum“: Aftansól á sundin skín, sær við Skjólin merlar. Skáldvatnsbólin menga mín melankólígerlar. Ármann Þorgrímsson skrifaði í Leirinn fyrir viku: „Samkvæmt fréttum á móðurfyrirtækið 20 milljarða, skuldar 30 milljarða, er að fjárfesta upp á 22 milljarða og gæti þurft að auka það um 40 milljarða vegna laga um yfirtöku. Þetta kalla ég fjármálasnilld. Leikur að kvóta og leikur oft grátt leikur að annarra krónum, spilar oft mikið og spilar þá hátt og spilar sig oft upp úr skónum.“ Ólöf Andrésdóttir orti: Ennþá hafa örlögin á mig smokkað belju-klafa. Skyldi ég aldrei skerfinn minn af skítverkunum fengið hafa? Og að lokum „Meyjargrátur“: Hvenær skyldi hlotnast mér að heita kona? Ætli ég verði alltaf svona? Ónei, – ég skal biðja og vona! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort um ástir, tíðarfarið og fjármálasnsilld „ÞÚ ERT SÁ SEM SELDI MÉR ALLSHERJARFJARSTÝRINGUNA.“ „ÍMYNDAÐU ÞÉR BARA AÐ ÞÚ SVÍFIR NIÐUR GANGSTÉTTINA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bíða í rigningunni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HEFURÐU PRÓFAÐ AÐ GERA MAGA ÆFINGAR? ÞAÐ VERÐUR SLANGA Í MATINN! ÆTLI ÞAÐ SÉ SATT AÐ SNÁKAR BRAGÐIST EINS OG KJÚKLINGAR? ÞESSI GERIR ÞAÐ! BVAA BVAA Á Degi bókarinnar sem var í síð-ustu viku, 23. apríl, sem einnig er fæðingardagur Halldórs Kiljan Lax- ness, fór af stað umræða á félags- miðlum hvort einhver læsi lengur bækur Nóbelsskáldsins. Í stuttu mál sagt var niðurstaðan af rabbi fólks sú að verk þessa mesta rithöfundar Ís- lendinga á síðari tímum virðast eiga mjög undir högg að sækja. Þau þykja vera tyrfin svo sem mállýskan, sögu- þráðurinn flókinn og aðstæður þann- ig að nýjar kynslóðir tengja sig ekki við umhverfið, enda gerast sögurnar í löngu horfinni veröld. x x x Sjálfsagt er þetta allt satt og rétt ogmjög skiljanlegt; lesendur þurfa oft að þekkja býsna vel til sögu og samfélags fyrri tíma til þess að bók- staflega skilja hvað Laxnes á við. Flestar þær bækur skáldsins sem mesta athygli vöktu komu líka út fyr- ir 1950. Hitt vitum við þó að sumar setningar úr bókum skáldsins og sögupersónur eru enn á sveimi og eru allt að því ljóslifandi. En svo er líka rétt að spyrja hvort það séu ekki ör- lög flestra rithöfunda að verk þeirra að gleymast. Eða hver les lengur Guðmund G. Hagalín, Kristmann Guðmundsson eða Guðmund Daní- elsson svo einhverjir séu nefndir. Sennilega er Guðrún frá Lundi sá höfundur íslenskur frá fyrri tíð sem helst er veitt athygli í dag. x x x Þar sem Víkverji kemur á bæi brýstfram í honum sú venja að renna augum yfir hillurnar í stofunni, enda segir bókakosturinn mikið um hús- ráðendur svo sem áhugamál þeirra og stjórnmálaskoðanir. Er þjóðráð að brydda upp á umræðuefnum í sam- ræmi við bókakostinn. Nú virðist hinsvegar sem íslenska heim- ilisbókasafnið, sem oft voru kannski 500-1000 bækur, sé mjög á und- anhaldi. Söfn þessi eru ekki til lengur að minnsta kosti á heimilum ungs fólki sem almennt lætur sig lestur og bókmenntir litlu skipta. Vandinn felst þess vegna ekki í því hvort Laxness er dottinn úr tísku, heldur bókmennt- irnar almennt. Og þar þarf vitund- arvakningu og breytingu því lestur er bestur og opnar nýja heima. vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matt: 18.20)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.