Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 6

Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ýmissa sjaldgæfra fugla hefur orðið vart á landinu síðustu daga þó svo að allir hafi þeir sést áður hérlendis. Nefna má víxlnef á Selfossi, kana- duðru sem sást við Mývatn, svölu- stelk í Sandgerði, fitjatítu við Hvals- nes á Reykjanesi og til viðbótar má nefna að veimiltíta sást á Eyr- arbakka. Yann Kolbeinsson, fugla- fræðingur hjá Náttúrustofu Norð- austurlands, segir vorið hafa verið líflegt fyrir fuglaáhugamenn og tals- vert af skemmtilegum fuglum hafi komið til landsins. Við fyrrnefnda fugla bætir Yann tegundum eins og laufglóa sem sást í Nökkvavogi í Reykjavík á sunnudag, en hann hafði aðeins sést 12 sinum áður á landinu. Gjóður sást í Gríms- ey í síðustu viku, en það er lítill rán- fugl sem veiðir fiska sér til matar og grípur þá rétt undir yfirborði, stund- um eru fiskarnir býsna stórir miðað við stærð fuglsins. Í Miðskeri í Nesj- um sást trjástelkur í gær, en innan við 10 fuglar hafa sést á Íslandi af þeirri tegund. Greint er frá heim- sóknum sjaldgæfra fugla á fuglar.is. en einnig á facebook.com/birdingi- celand. Litmerktur jaðrakan Á heimasíðu Náttúrustofu Vest- fjarða er fjallað um litmerkingar fugla og heimsókn jaðrakans sem merktur var í Portúgal. Þar segir að fuglar séu litmerktir til að auðveld- ara sé að fylgjast með ferðum þeirra og lífsháttum. Hver fugl beri ein- staka samsetningu lithringja eða lit- flagga og megi þekkja þá á löngu færi án þess að ná þeim aftur. Jaðrakan sem sást til 7. maí í Bol- ungarvík sé slíkt dæmi, en fuglinn var merktur í Portúgal í nóvember 2011. Síðan þá hefur sést til hans nokkrum sinnum í Portúgal, einu sinni í Hollandi og síðast tvisvar í Vorsabæ í Árnessýslu vorið 2017. Ekki hefur sést til hans á Vest- fjörðum fyrr en núna, segir á síðunni nave.is Á vef Náttúrustofu Austurlands er m.a. fjallað um kjarnbít, en þessi flækingsfugl hefur sést í Neskaup- stað og á Stöðvarfirði í vor. Þar er greint frá því að kjarnbítur hafi fyrst sést hér á landi í Hornafirði 20. apríl 1975, en í vor hafa sést 5-6 fugl- ar af tegundinni, sem er óvenju mik- ið. Ljósmynd/Alex Máni Guðríðarson Sjaldgæfur Víxlnefur sást fyrst hér á landi árið 2009 og sást í þriðja skipti á Selfossi á föstudaginn. Fuglinn er af finkutegund og er einn fjögurra finka í Evrópu sem eru með krosslögð nef. Krossnefur er þeirra útbreiddastur. Líflegt vor og margir forvitnilegir fuglar  Víxlnefur, kanaduðra, gjóður, laufglói og trjástelkur Ljósmynd/Kristín Hávarðardóttir Í góðu yfirlæti Kjarnbítur svipast um í Neskaupstað fyrr í vor. Síðari umferð kosningar vígslu- biskups í Skálholti lauk í gær. Bú- ist er við að niðurstaða liggi fyrir um næstu helgi, þá verði atkvæði talin. Tveir prestar voru í kjöri, Krist- ján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli, og Eiríkur Jóhannsson, prestur við Háteigs- kirkju. Kosningin var póstkosning. Nóg var að póstleggja atkvæði síðdegis í gær. Þess vegna verður ekki tal- ið fyrr en hæfilegur frestur er lið- inn og nokkuð öruggt að öll at- kvæði hafi skilað sér til Biskups- stofu. Tveir vígslubiskupar eru í Þjóð- kirkjunni og hafa þeir aðsetur á hinum fornu biskupsstólum, í Skál- holti og á Hólum. Þeir hafa tilsjón með kristnihaldi í umdæmum sín- um og eiga að vera biskupi til að- stoðar um kirkjuleg málefni og annast þau biskupsverk sem bisk- up Íslands felur þeim. helgi@mbl.is Atkvæði í vígslu- biskupskjöri verða talin um helgina Sæferðir munu ekki bjóða upp á ferðir á milli Akraness og Reykja- víkur í sumar. Ekki tókst að fá til verkefnisins hentuga ferju sem upp- fyllir kröfur yfirvalda hér. Sæferðir tóku á leigu ferjuna Akranes og stóðu fyrir áætlanasigl- ingum á milli Akraness og Reykja- víkur í fyrrasumar og fram á vetur. Var þetta tilraunaverkefni sem unn- ið var að í samvinnu við Reykjavík- urborg og Akraneskaupstað. Gekk verkefnið vel en að því loknu var skipinu skilað aftur út til Noregs af því að það fékk ekki haffærn- isskírteini til siglinga á þessari leið. Áhugi var á því hjá sveitarfélög- unum og Sæferðum að halda áfram í sumar. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að ekki hafi tekist að fá skip sem uppfyllir kröfur yfirvalda hér. Leit- að var víða fanga, bæði í Noregi og Skotlandi. Gunnlaugur segir að þeir hafi átt kost á skipi frá Noregi en ekki fengið vilyrði um að það fengi leyfi til siglinga hér. Aðrar kröfur séu gerðar til skipa af þessari gerð hér en í Noregi. Gunnlaugur segir að þó ljóst sé að ekki verði siglt í sumar sé vel hugs- anlegt að þráðurinn verði tekinn upp síðar. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Akranes Festar landfestar þegar siglingar hófust á síðast ári. Engin Akranesferja gerð út í sumar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Til stendur að gera breytingar á fyrirkomulagi krabbaveiða með það að markmiði að gefa áhuga- sömum útgerðum kost á krabbaveiðum án tak- markana. „Í ljósi lítillar veiði er til skoðunar breytt fyrirkomulag krabbaveiða, sem hefði það markmið að gefa áhugasömum útgerðum kost á krabbaveiðum án takmarkana,“ segir á vef stjórn- arráðsins. Sjávarútvegsráðuneytið hefur því óskað eftir athugasemdum við drög að nýrri reglugerð fyrir 25. maí. Reiknað er með að nýtt fyrirkomulag taki gildi 1. september í haust. Þrjú leyfi í gildi á innanverðum Faxaflóa Krabbaveiðum við strendur landsins er nú stjórnað annars vegar með reglugerð um veiðar á kröbbum í innanverðum Faxaflóa og hins vegar reglugerð um takmarkanir á heimild til veiða á kröbbum. Þannig er krabbaveiðum utan Faxaflóa stjórnað með tilraunaleyfum og eru þau veitt af ráðneytinu skv. umsókn viðkomandi. Öllum bátum á aflamarki eða krókaaflamarki er heimilt að sækja um slíkt leyfi. Í innanverðum Faxaflóa byggjast veiðar á reglugerð og eru veiðarnar takmarkaðar. Á svæð- inu eru í gildi þrjú veiðileyfi og má hver bátur vera með 500 gildrur í sjó og skylda er að landa fjórum tonnum til að halda forgangi við úthlutun veiði- leyfa. Í upplýsingum á vefnum kemur fram að sérleyfi um veiðar á kröbbum í innanverðum Faxaflóa hafa ekki verið nýtt sem skyldi og veiðarnar lítt verið stundaðar. Tilgangur eldri reglugerðar hafi verið að skapa útgerðum ákveðinn fyrirsjáanleika og rými til veiða. Samkvæmt drögum að nýrri reglugerð verður tekið upp nýtt leyfisveitingakerfi. Samkvæmt því skal Fiskistofa gefa út leyfi til krabbaveiða óháð svæðatakmörkunum eða fjölda leyfa. Sérreglur vegna innanverðs Faxaflóa verða þannig felldar niður og tilraunaleyfi ráðherra utan Faxaflóa verða óþörf. Gert er ráð fyrir sérreglum um veið- arfæri, vitjun og merkingu lagna, afladagbækur, vigtun, skráningu og samsetningu afla eins og var í eldri reglugerð. Hröð útbreiðsla Samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu hefur Fjóla GK 121 verið afkastamest við veiðar á grjótkrabba síðustu ár, að undanskildu fiskveiðiárinu 2016-17. Það sem af er þessu ári hefur báturinn komið með hátt í sex tonn að landi. Grjótkrabbinn fannst fyrst við Ísland árið 2006 í Hvalfirði og hefur aukning útbreiðslu hans hefur verið mjög hröð. Vilja örva krabbaveiðar  Sérleyfi ekki verið nýtt sem skyldi  Grjótkrabbi hefur breiðst hratt út Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Grjótkrabbi Fannst fyrst hér fyrir 12 árum. Sjóvá hagnaðist um 749 milljónir króna á fyrstu þrem mánuðum árs- ins, en til samanburðar var hagnað- urinn 1.100 milljónir króna í sama ársfjórðungi í fyrra. Samsett hlutfall var 97,2%. Þetta kemur fram í af- komutilkynningu félagsins til Kaup- hallar. „Þegar litið er til samsetts hlutfalls er þetta besti fyrsti ársfjórðungur okkar frá árinu 2014. Sú niðurstaða staðfestir það sem greint hefur verið í undanförnum uppgjörum, að mark- viss bæting hefur verið í afkomu af vátryggingastarfsemi. Þess er vænst að sú þróun haldi áfram og að eigin iðgjöld vaxi umfram eigin tjón líkt og undanfarin misseri,“ er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra Sjóvár, í afkomutilkynningunni. Iðgjöld Sjóvár námu 4.251 milljón króna samanborið við 3.849 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af vátryggingarekstri félagsins var 396 milljónir og hækkaði um rúmlega 192%, úr 136 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Heildarhagnaður dróst hins vegar saman um tæp 32% sem að mestu leyti skýrist af lakari af- komu af fjárfestingarstarfsemi. Hagnaður af henni minnkaði um tæp- lega 59% milli ára. Tjónahlutfall lækkaði úr 76,7% niður í 71,6%. steingrimur@mbl.is Tryggingar Hermann væntir þess að iðgjöld vaxi umfram tjónakostnað. Sjóvá hagnaðist um 749 milljónir á fyrsta fjórðungi  Mikill bati í vátryggingastarfsemi en fjárfestingatekjur drógust saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.