Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
ins, sem henni þykir vera aðalmálið
sem sveitarfélagið ætti að einbeita
sér í að laga.
Hún segir unga fólkið sem alist
hafi upp í Garðabæ vilja snúa til baka
í bæinn, en það reynist oft illmögu-
legt. „Það hafa bara verið of dýrar
íbúðir fyrir krakka að kaupa hérna.
En þau koma nú mörg aftur eftir að
hafa byrjað á að koma sér fyrir ann-
ars staðar. Þegar þau fara að stækka
við sig þá koma þau mörg aftur. En
ég vona að þau fari að gera eitthvað í
þessum málum. Ég held þau séu að
gera það, það er svona á döfinni
heyrist mér,“ segir Guðrún, sem hef-
ur rekið hárgreiðslustofu sína á
Garðatorgi í 32 ár og var sú fyrsta
sem opnaði atvinnurekstur í hús-
næðinu.
Garðatorgið á uppleið
„Ég er búin að vera hérna alla
tíð síðan,“ segir Guðrún og bætir því
við að hún sé ánægð með uppbygg-
inguna í miðbæ Garðabæjar undan-
farin ár. „Þetta er allt á uppleið, það
eru mjög vinsæl fyrirtæki sem eru
komin hérna á torgið og fólk er farið
að koma hérna meira, úr bænum og
svona.“
ÁTVR lokaði verslun sinni á
Garðatorgi árið 2010 en opnaði í
fyrra nýja verslun innan bæjar-
markanna, í Kauptúni. Bæjaryfir-
völd í Garðabæ hafa lýst yfir vilja
sínum til að fá ÁTVR aftur á Garða-
torg en Guðrún telur að það sé full-
reynt.
„Það hefði verið æskilegt að fá
það hérna en ég held að það verði
ekki af því,“ segir Guðrún.
Af öðrum málum í bænum hefur
Guðrún góða sögu að segja. Hún
segir að í Garðabæ sé ávallt vel
hugsað um götur og aðrar sameignir
bæjarins og að skólamál séu í góðum
farvegi. „Alltaf vel hugsað um það,“
segir Guðrún.
Um 9.000 skráðir iðkendur
Í Garðabæ er mikil þátttaka í
íþróttastarfi og ýmislegt að gerast
varðandi uppbyggingu íþróttamann-
virkja. Nýlega var Ásgarðslaug opn-
uð á ný eftir endurbætur, í Ásgarði
er einnig verið er að endurnýja gólf-
ið í körfuboltasalnum, nýlega var
skipt um gervigras á aðalfótbolta-
velli Stjörnunnar og þá er stefnt að
byggingu fjölnota íþróttahúss sem
rúmar m.a. heilan fótboltavöll í
Vetrarmýri í landi Vífilsstaða, svo
eitthvað sé nefnt.
„Nýjustu tölur segja okkur að
innan ÍSÍ séu um 9.000 iðkendur í
Garðabæ. Það er ansi gott fyrir
15.000 manna samfélag að vera með
9.000 iðkendur,“ segir Kári Jóns-
son, íþróttafulltrúi Garðabæjar.
Hann tekur þó að einhverjir iðk-
endur séu eflaust tvítaldir í bókum
ÍSÍ þar sem þeir stundi fleiri en
eina íþrótt.
Kári segir ágætlega hafa geng-
ið að taka við stuðningi við íþrótta-
starf á Álftanesi eftir sameiningu
sveitarfélaganna tveggja. „Þar er í
grunninn bara þorp sem er bara
sjálfstætt og þó að við höfum tekið
yfir reksturinn þá höfum við passað
upp á að styðja félagsstarf sem var
á Álftanesi áfram og Umf. Álfta-
ness, Golfklúbbur Álftaness og
hestamannafélagið eru svona helstu
íþróttafélögin,“ segir Kári, en einn-
ig er ungmennum á Álftanesi sem
iðka fimleika með Stjörnunni boðið
upp á að ferðast til æfinga með frí-
stundarútu, sem keyrir á klukku-
tíma fresti. Byggðin í Garðabæ hef-
ur dreifst nokkuð og því fylgir
uppbygging nauðsynlegra innviða í
nærumhverfi íbúa. Í Urriðaholti
kemur ekki íþróttaaðstaða fyrr en
að loknum þriðja áfanga skólabygg-
ingarinnar sem þar hefur verið tek-
in í notkun. „Þegar hverfið fer að
byggjast almennilega upp þá kemur
íþróttaaðstaðan en á meðan eru
krakkarnir keyrðir í aðra skóla og
nýta sér aðra íþróttaaðstöðu,“ segir
Kári.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hárgreiðslukona Guðrún Sverrisdóttir hefur rekið sína eigin hár-
greiðslustofu á Garðatorgi í 32 ár og segir allt á uppleið þar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sportið Kári Jónsson er íþrótta-
fulltrúi sveitarfélagsins.
land og það skerðir æfingasvæðið
okkar. Það hafa verið uppi hug-
myndir um það að leggja minni
áherslu á „driving-range“ og að
byggja meira á golfhermum og þá
þurfum við viðbyggingu við núver-
andi skála og það er í ferli, ég held
að það sé á góðum stað.“
Guðmundur segist þó ekki þora
að slá neinu föstu um framtíðaræf-
ingaaðstöðu, en er bjartsýnn á að
lenda málinu í góðri sátt. Hann segir
það hafa verið skýrt frá upphafi að
GKG muni ekki leggja peninga til
framkvæmdanna, en um verulegar
upphæðir gæti verið að ræða, eða
allt að milljarð króna fyrir lagningu
nýrra brauta og gerð æfingasvæðis.
Morgunblaðið/Valli
Golfari Guðmundur Oddsson er formaður GKG og segist bjartsýnn á að
góð sátt náist um framtíðarskipulag Vífilsstaðalandsins.
Hvað segja kjósendur?
Birna Katrín
Gunnlaugsdóttir
framhaldsskólanemi
„Mér finnst vanta íbúðir
fyrir ungt fólk. Mér þykja
umhverfismál líka skipta
mjög miklu máli. Ég held
að við gætum alveg
minnkað bílanotkun.
Eins og hérna í FG, mað-
ur varla fær stæði þó að
þetta sé alveg mjög stórt
bílastæði.“
Vilhjálmur
Sigtryggsson
eldri borgari
„Sjálandshverfið er alveg
frábært. Einstakt á Íslandi
myndi ég segja. Vel skipu-
lagt og fallegt. Þetta er
mjög gott samfélag. Allt
mögulegt gert fyrir mann.
Bæjarstjórinn er aktívur
virðist vera og kemur
stundum til okkar hérna og
talar við okkur. Ég kann
vel að meta það.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gunnlaugur Hans
Stephensen
framhaldsskólanemi
„Sem nemanda finnst mér gott
að vera hérna í bænum. Þetta
er lítill bær og mér finnst það
rosalega kósí. Ég var líka nem-
andi í bæði Garðaskóla og
Flataskóla og það voru virki-
lega góðir skólar. Námið í
Garðaskóla var rosalega gott
og fólk kemur vel undirbúið í
framhaldsskóla.“
Íbúar í Garðabæ voru 15.709 talsins þann 1. janúar 2018.
Útsvarsprósentan í Garðabæ er 13,7%.
83 frambjóðendur eru á þeim fjórum listum sem bjóða fram í
Garðabæ, en 11 munu taka sæti sem bæjarfulltrúar eftir kosningar.
Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var 66,0%.
Garðabær
Næst verður farið í Kópavog og
fjallað um það sem þar er efst á
baugi fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 26. maí.
Á fimmtudag
Bragð af
vináttu
• Hágæða gæludýrafóður
framleitt í Þýskalandi
• Bragðgott og auðmeltanlegt
• Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi.