Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
Málverk eftir spænska listmálarann
Pablo Picasso, sem átti að fara á
uppboð í dag, varð „óvart“ fyrir
skemmdum og var dregið til baka
áður en uppboðið gat farið fram.
Málverkið, sem metið er á um 70
milljónir bandaríkjadala, er frá
árinu 1943 og nefnist „Le Marin“
eða sjómaðurinn. Myndin er sjálfs-
mynd af Picasso sjálfum og er hún í
eigu Steve Wynn, fyrrverandi spila-
vítiseiganda.
Samkvæmt uppboðshúsinu Chris-
tie’s varð málverkið fyrir skemmd-
um á föstudaginn þegar undirbún-
ingur uppboðsins var á lokastigi.
Það fer nú í viðgerð.
Skemmdist „óvart“
fyrir uppboðið
Le Marin Málverkið var verðmetið á um 70
milljónir dala áður en það skemmdist.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sendiráð Bandaríkjanna í Jerúsalem
var opnað kl. 13.00 í gær að íslensk-
um tíma. Að minnsta kosti 55 Palest-
ínumenn féllu fyrir skotum ísr-
aelskra hermanna í hörðum
mótmælum við girðinguna á milli
Gaza og Ísraels, að sögn palest-
ínskra embættismanna. Tilefni mót-
mælanna var opnun sendiráðsins í
Jerúsalem, að sögn AFP-fréttastof-
unnar. Auk þeirra sem féllu særðust
yfir 2.700 í átökunum sem voru þau
blóðugustu sem orðið hafa á svæðinu
frá því í Gaza-stríðinu 2014.
Yusuf al-Mahmoud, talsmaður
stjórnar Palestínu, krafðist þess að
alþjóðasamfélagið gripi inn í til að
stöðva hin „hræðilegu fjöldamorð“.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International sögðu að blóðbaðið við
landamæri Gaza og Ísraels væri
„viðbjóðslegt brot“ á alþjóðalögum
og mannréttindum á Gaza. Þau
kröfðust þess að endi yrði bundinn á
átökin þá þegar. Federica Mogher-
ini, yfirmaður utanríkismála ESB,
hvatti til „ýtrustu stillingar“ til að af-
stýra frekari blóðsúthellingum.
Viðkvæm staða Jerúsalem
Um 800 gestir voru viðstaddir
opnun sendiráðsins. David Fried-
man, sendiherra Bandaríkjanna í
Ísrael, opnaði það formlega. Donald
Trump forseti ávarpaði samkomuna
um fjarfundabúnað og fagnaði opn-
uninni. Benjamin Nethanyahu, for-
sætisráðherra Ísraels, talaði einnig.
John Sullivan aðstoðarutanríkisráð-
herra fór fyrir bandarískri sendi-
nefnd við opnunina. Auk hans voru í
henni Ivanka Trump og eiginmaður
hennar Jared Kushner, auk Steven
Mnuchin fjármálaráðherra.
Staða Jerúsalem er eitt viðkvæm-
asta deilumál Ísraela og Palestínu-
manna. Ísrael telur borgina vera
höfuðborg sína en Palestínumenn
líta á Austur-Jerúsalem sem höfuð-
borg framtíðarríkis þeirra.
Blóðug átök vegna opnunar
sendiráðsins í Jerúsalem
Margir tugir Palestínumanna féllu Þúsundir særðust Deilt um Jerúsalem
AFP
Gaza Palestínumaður beitir handslöngvu gegn ísraelskum hermönnum sem eru handan landamæragirðingarinnar.
Tugþúsundir íbúa á Gaza þyrptust að girðingunni til að mótmæla opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem.
Það stefnir í annasamt ár á hæsta fjalli
heims, Everest. Síðastliðinn mánudag
náðu 30 manns alla leið á toppinn en
það er fremur stór hópur í byrjun
göngutímabils vorsins sem hófst um
miðjan apríl og lýkur í lok maí.
Meðal þeirra, sem komst á tindinn á
mánudag var 69 ára gamall Kínverji,
Xia Boyu að nafni, sem missti báða
fætur eftir að hann kól þegar hann
reyndi að ganga á Everest árið 1975.
Margir vilja á fjallið
Stjórnvöld í Nepal hafa gefið út 346
leyfi til fjallgöngumanna, sem ætla að
reyna að ná tindi Everest í vor. Um
180 manns til viðbótar áforma að
ganga á fjallið Tíbetmegin. Þeim hef-
ur fjölgað mikið sem leggja leið sína á
tindinn og það hefur leitt til kvartana
um mannmergð á svæðinu. Bent er á,
að fjallgangan sé hættuleg. Fjall-
göngufólk reynir til að mynda að eyða
sem minnstum tíma á svokölluðu
„dauðasvæði“ sem er í átta þúsund
metra hæð þar sem súrefni er af
skornum skammti. Séu margir á fjall-
inu í einu getur það leitt til einskonar
umferðarteppu á þessu svæði sem
eykur hættu á súrefnisskorti og kali,
bólgum í heila og vökvamyndun í
lungum. ragnhildur@mbl.is
AFP
Everest Fjallgöngumenn í grunnbúðum á Everest um miðjan apríl.
Þrjátíu komust á tind
Everest í vikubyrjun
„Hér er gleði og friður og tugþúsundir dönsuðu og
sungu á götunum í gær [sunnudag],“ sagði Ólafur Jó-
hannsson, formaður Zíon vina Ísraels, í gær en hann
dvelur nú í Jerúsalem. Þá var svonefndur Jerúsalem-
dagur haldinn hátíðlegur og því fagnað að Ísraelar náðu
borginni á sitt vald 1967. Í dag verður aftur mikil hátíð
þegar fagnað verður 70 ára afmæli Ísraelsríkis.
Ólafur hefur farið tvisvar á ári til Ísraels í samfleytt 41
ár og dvalið þar allt að hálfu árinu. Hann hefur veitt yfir
1.000 Íslendingum leiðsögn um Ísrael. Ólafur sagðist
aðallega heyra af óeirðum á Gaza í gegnum erlenda fjölmiðla. Hann sagði
að þar sem hann dveldi í Jerúsalem ríkti friður á meðal fólks. Gyðingar og
arabar búi þar í sátt og samlyndi og vinni sín störf. „Þeir stunda viðskipti
og dansa saman á götunum,“ sagði Ólafur og sendi friðarkveðju heim.
Þúsundir dönsuðu á götunum
HÁTÍÐARHÖLD Í JERÚSALEM
Ólafur Jóhannsson
JÓ
R
D
A
N
ÍA
EGYPTA-
LAND
SÝ
R
LA
N
D
Vesturbakkinn
Gasa-
svæðið
Í S R A E L
Tel Aviv
JerúsalemM
ið
ja
rð
ar
h
afi
ð
LÍB.
30 km
Ísraelskir hermenn
skutu á Palestínumenn
Transfita mun
endanlega
hverfa úr mat-
vælum almenn-
ings á næstu ár-
um nái ný áætlun
Alþjóðaheil-
brigðisstofn-
unarinnar
(WHO) fram að ganga.
Fram kemur í blaðinu New York
Times að í áætluninni séu stjórn-
völd um heim allan hvött til að út-
rýma notkun transfitu í matvælum
fyrir árið 2023. Transfitu má meðal
annars finna í djúpsteiktum mat og
verksmiðjuframleiddu bakkelsi en
transfita eykur geymsluþol mat-
væla til muna.
Neysla transfituríkrar fæðu hef-
ur lengi verið talin stuðla að ýmsum
hjarta- og æðasjúkdómum en sam-
kvæmt greininni má á hverju ári
rekja um hálfa milljón dauðsfalla til
neyslu á transfitu. teitur@mbl.is
WHO vill banna
transfitu í mat