Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 Sjósund Þær eru margar leiðirnar til að láta sig falla ofan í kaldan sjó og taka sundtökin, þessi unga kona kaus að fara þessa leið af bát í Ísafjarðarhöfn. Gott er að vera hluti af náttúrunni. Ólafur Már Björnsson Stokkhólmur | Það að 200 ár eru liðin frá fæðingu Karls Marx hefur orðið til þess að auka verulega áhuga á verkum manns- ins, auk þess sem stytta var afhjúpuð af honum í heimabæ hans, Trier í Þýskalandi. Xi Jinping, forseti Kína, lýsti því yfir í Pek- ing í síðustu viku á sér- stökum hátíðarhöldum til heiðurs marxismanum að „líkt og stórfengleg sólarupprás lýsti kenn- ingin upp rannsóknir mannkynsins á lögmálum sögunnar, og leit mann- kynsins fyrir [sinni] eigin frelsun“. Hann sagði einnig að Marx hefði „bent á leiðina, með vísindalegri kenn- ingu, að fullkomnu þjóðfélagi þar sem engin kúgun eða arðrán [væri], þar sem sérhver einstaklingur myndi njóta jafnréttis og frelsis.“ Í ljósi þess að Xi mælti svo í hinu „marxíska“ Kína, höfðu þeir sem á hlýddu ekkert val annað en að vera sammála honum. En á sama tíma hélt Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, ræðu í Trier sama dag, þar sem hann lofaði einnig Marx: „Í dag táknar hann hluti sem hann ber ekki ábyrgð á og sem hann olli ekki, því margt sem hann skrifaði var túlkað í andstæðu sína.“ Það er ekki alveg ljóst hvað Junc- ker meinti með þessu. Marxisminn hefur, þrátt fyrir allt, valdið ómældum hörmungum fyrir margar milljónir manna sem hafa neyðst til þess að búa undir ríkisvaldi sem sveipaði sig fána- litum hans. Lungann af tuttugustu öldinni þjáðust um 40% mannkynsins vegna hungursneyðar, gúlagsins, rit- skoðunar og annarra kúgunartækja sem sjálfskipaðir marxistar beittu. Juncker virtist í ræðu sinni vera að ýja að venjulegu mótrökunum: að grimmdarverk kommúnista á 20. öld hefðu verið vegna einhvers konar brenglunar á hugsun Marx, og að hann sjálfur gæti varla borið ábyrgð á þeim. Hafa þessi rök eitt- hvert gildi? Marx eyddi mestu af lífi sínu í að greina stjórnmál og hag- kerfi Vesturland á miðri 19. öld í miðri iðnbylt- ingu. Það sem hefur hald- ið mikilvægi hans á lofti eru frekar hugmyndir hans um framtíðina og afleiðingar þeirra fyrir samfélagið. Þegar arfleifð hans er skoðuð er ekki hægt að líta framhjá þessum hugmyndum hans. Marx leit á eignarréttinn sem rót alls hins illa í þeim kapítalísku sam- félögum sem voru að myndast á dög- um hans. Af því leiddi að hann trúði því að bara með því að afnema hann væri hægt að laga stéttaskiptingu samfélagsins og tryggja samlynda framtíð. Friedrich Engels, sam- verkamaður Marx, hélt því síðar fram að undir kommúnismanum myndi rík- ið sjálft verða óþarfi og „veslast upp“. Þessar fullyrðingar voru ekki settar fram sem getgátur heldur sem vís- indalegar fullyrðingar um það hvað framtíðin hefði í för með sér. En að sjálfsögðu var þetta allt þvað- ur, og kenning Marx um söguna – día- lektíska efnishyggjan – hefur síðan verið afsönnuð og reynst hættuleg að nánast hverju einasta leyti. Hinn mikli heimspekingur 20. aldarinnar, Karl Popper, einn af helstu gagnrýnendum Marx, kallaði hann með réttu „falsspá- mann“. Og ef frekari sannana væri þörf urðu ríkin sem tóku upp kapítal- ismann á 20. öldinni lýðræðisleg, opin og efnuð þjóðfélög. Til samanburðar hefur hvert ein- asta ríkisvald sem hefur hafnað kapít- alismanum í nafni marxismans brugð- ist – og það er ekki tilviljun eða vegna einhvers óheppilegs hugmynda- fræðilegs misskilnings hjá fylgjendum Marx. Með því að afnema eignarrétt- inn og tryggja vald ríkisins yfir þjóð- arbúskapnum, er ekki einungis verið að svipta samfélagið þeirri frum- kvöðlastarfsemi sem þarf til þess að ýta því fram á veginn; heldur verður frelsið sjálft einnig afnumið. Vegna þess að marxisminn lætur sem allar þversagnir samfélagsins séu afleiðing stéttabaráttu sem hverfi þegar einkaeignin gerir það, er ómögulegt að þola ágreining eftir að búið er að koma á kommúnisma. Sam- kvæmt skilgreiningunni hlýtur öll gagnrýni á hinn nýja sið að vera ólög- mætar leifar frá kúgunarstjórninni sem áður var. Þar af leiðir að marxískir stjórnar- hættir hafa í raun fylgt rökréttri braut frá kenningum Marx. Auðvitað er það rétt hjá Juncker að Marx – sem dó 34 árum fyrir rússnesku byltinguna – bar ekki ábyrgð á gúlaginu, en samt gera hugmyndir hans það greinilega. Pólski heimspekingurinn Leszek Kolakowski, sem varð einn af leiðandi gagnrýnendum marxismans eftir að hafa fylgt honum að málum í æsku, ritaði í brautryðjendaverki sínu í þremur bindum, Main Currents of Marxism, að Marx sýndi fólki nánast engan áhuga eins og það lifði í raun. „Marxisminn tekur lítið sem ekkert með í reikninginn að fólk fæðist og deyr, að það eru menn og konur, ungir sem aldnir, heilbrigðir sem sjúkir,“ ritaði hann. Þar af leiddi að „Illska og þjáningar höfðu enga merkingu fyrir [Marx] nema sem tæki til frelsunar; þau voru bara staðreyndir samfélags- ins, ekki órjúfanlegur hluti tilver- unnar.“ Hugleiðingar Kolakowskis hjálpa til við að útskýra hvers vegna þau stjórn- völd sem hafa tekið upp á arma sína hina vélrænu nauðhyggjuhugmynda- fræði Marx verða án undantekninga alltaf að grípa til alræðisins þegar þau horfast í augu við þann raunveruleika sem fylgir flóknum samfélögum. Þeim hefur ekki alltaf tekist það að fullu; en afleiðingarnar hafa alltaf verið sorg- legar. Fyrir sitt leyti lítur Xi á framþróun kínverska hagkerfisins síðustu ára- tugina sem „skothelda sönnun“ þess að marxisminn haldi enn gildi sínu. En, ef eitthvað er, er það einmitt öf- ugt. Munum að það var Kína hins hreina kommúnisma sem olli þeirri hungursneyð og ógnaröld sem fylgdu „stóra stökkinu fram á við“ og „menn- ingarbyltingunni“. Ákvörðun Maós að svipta bændur landi sínu og frum- kvöðla fyrirtækjum sínum hafði fyrir- sjáanlega skelfilegar afleiðingar og kínverski kommúnistaflokkurinn hef- ur síðan skilið við þessa hugmynda- fræðilegu nálgun. Undir stjórn eftirmanns Maós, Deng Xiaoping, leiddi flokkurinn hina miklu „opnun“ kínverska efnahagsins. Eftir 1978 leyfði flokkurinn aftur eignarrétt og frumkvöðlastarfsemi og niðurstöðurnar hafa verið ekkert ann- að en stórfenglegar. Ef eitthvað stendur í vegi fyrir frek- ari framþróun Kína, þá eru það þær leifar marxismans sem enn eru sýni- legar í hinum óskilvirku ríkisfyrir- tækjum og með niðurbælingu allrar gagnrýni. Hið miðstýrða einsflokks- kerfi Kína er einfaldlega ósamrýman- legt nútímalegu og fjölbreyttu sam- félagi. Tvö hundruð árum eftir fæðingu Marx er vissulega viturlegt að íhuga arfleifð hans. Við ættum þó ekki að gera það til þess að fagna henni, held- ur til þess að bólusetja okkar opnu samfélög gegn þeirri freistingu alræð- isins sem blundar í falskenningum hans. Eftir Carl Bildt »Hvert einasta ríkis- vald sem hefur hafn- að kapítalismanum í nafni marxismans hefur brugðist – og það er ekki tilviljun. Carl Bildt Höfundur er fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar. ©Project Syndicate, 2018. www.project-syndicate.org Hvers vegna Marx hafði rangt fyrir sér Sagt er frá því í frétt- um að Ríkisútvarpið hafi gert samning við mann sem hafði stefnt RÚV og nánar tilgreindum frétta- mönnum fyrir dóm vegna ærumeiðinga. Mun þessi ríkisstofnun hafa fallist á að greiða manninum 2,5 milljónir króna gegn því að hann felldi dómsmálið niður. Fjallað var um þetta í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í gær, 14. maí. Í samningi milli aðila er tekið fram að í honum fel- ist hvorki viðurkenning á bótaskyldu af hendi RÚV og/eða einstakra starfs- manna sem stefnan tók til. Og þá skal spurt: Hvernig getur stofnun ríkisins greitt mönnum háar fjárhæðir í bætur án bótaskyldu? Og hvernig má það vera að stofnunin greiði kostnað og bætur fyrir hönd einstakra starfsmanna sinna? Telja fyrirsvarsmenn RÚV að þeim sé heimilt að úthluta fé úr sjóðum þess eftir geðþótta sín- um? Jón Steinar Gunnlaugsson Úthlut- un fjár án skyldu Höfundur er lögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.