Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
✝ Þórunn Ingi-marsdóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 21. janúar
1926. Hún andaðist
hinn 30. apríl 2018 á
hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð í Reykja-
vík.
Þórunn fluttist
ung að árum úr
miðbæ Reykjavíkur
með foreldrum sín-
um og systkinum að Laugarási við
Laugarásveg í Reykjavík og
stunduðu foreldrar hennar þar
búskap í mörg ár.
Foreldrar Þórunnar voru Sól-
veig Jóhanna Jónsdóttir, f. 1895 í
Reykjakoti í Ölfusi, d. 1982, og
Ingimar Ísak Kjartansson, f. 1891
á Svalbarða á Álftanesi, d. 1973.
Þau hjón fengu úthlutað land-
svæði í Laugaráslandinu og tóku
þá ákvörðun að flytja upp í sveit
og hefja búskap á bænum Laugar-
ási í nágrenni við Þvottalaug-
arnar, þar sem þau bjuggu næstu
fimmtíu árin og ólu upp tíu börn.
Það sem réð mestu um ákvörðun-
ina var að börn þeirra voru þá
orðin fimm talsins og erfitt reynd-
ist fyrir fjölskylduna að fá leigu-
húsnæði í bænum með svo mörg
börn.
Þórunn ólst upp í stórum systk-
ina hópi og var hún fimmta í
röðinni af 10 systkinum.
Þórunn bjó lengst af við æsku-
stöðvar sínar í
Laugarási og hefur
búið í nágrenni
Laugardalsins nær
alla sína ævi, en nú
síðustu ár á Hjúkr-
unarheimilinu í
Seljahlíð í Breið-
holti í nágrenni við
son sinn.
Þórunn starfaði í
mörg ár í Versl-
unar banka Ís-
lands við Bankastræti sem síðar
varð að Íslandsbanka eða þar til
hún lét af störfum sökum aldurs.
Synir Þórunnar eru: 1) William
Þór Dison, f. 1944, kona hans er
Kristín Guðmundsdóttir. Börn
þeirra eru Eðvarð Þór, f. 1970, í
sambúð með Sigurbjörgu Sigurð-
ardóttur. Synir þeirra eru William
Þór, Nökkvi Þór og Hrannar Þór.
Gunnar Örn, f. 1974, sem lést af
slysförum árið 1995. Stefanía Sif,
f. 1975 í sambúð með Óskari Þór
Gunnarssyni. Dætur Stefaníu eru
Snædís Líf og Elísa. Sonur Óskars
er Eiríkur Þór. 2) Bjarni Brands-
son, f. 1961, kona hans er Anna
María Valdimarsdóttir, börn
þeirra eru Ingimar Alex Baldurs-
son, f. 1985. Dætur hans eru
Magnea Mjöll, Sara Fanný og Ey-
dís Anna. Ísak, f. 1993. Georg, f.
1999.
Útför hennar fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 15. maí 2018, klukk-
an 13.
Systir okkar Þórunn (Tóta)
kvaddi þetta líf hinn 30. apríl.
Hún var sjötta af okkur tíu systk-
inunum og áttunda sem kveður.
Hún Tóta var mér kær systir því
hún dvaldi með mér lengi vel í
foreldrahúsum með strákana
sína Þór og Bjarna. Þegar hægð-
ist um hjá henni fór hún í sína
eigin íbúð og ól upp strákana sína
með miklum sóma. Meðan Tóta
var heima sinnti hún mömmu
okkar af kostgæfni. Maður gat
alltaf leitað til Tótu með hvað
sem var. Hún Tóta giftist ekki en
átti sínar góðu stundir og kom
sér vel alls staðar. Þegar aldur og
veikindi fóru að steðja að flutti
hún í Seljahlíð og átti góð ár á því
heimili. Ég þakka þér samfylgd-
ina, Tóta mín. Hvíldu í friði.
Erla Ingimarsdóttir.
Nú er elsku Tóta mín farin, nú
hittir hún systkini sín og foreldra
á betri stað, því trúi ég.
Tóta móðursystir mín var mér
eins og móðir öll mín uppvaxtar-
ár, hún og móðir hennar, Sólveig
amma mín, hjálpuðust að við að
koma mér til manns. Á ég elsku
Tótu mikið að þakka. Hún var ein
af þessum góðu konum sem ættu
að vera til í hverri fjölskyldu, þá
væri heimurinn betri.
Tóta var alltaf til staðar og
hjálpsöm, alveg sama hver í fjöl-
skyldunni þurfti á aðstoð að
halda.
Ekki hægt að hugsa sér betri
manneskju, sem sést best á því að
þegar ég var að ala mína stráka
upp vantaði aldrei að hún væri
tilbúin að koma og hjálpa.
Ég á svo góðar og skemmti-
legar minningar um þessa góðu
konu, hún var líka svo góð vin-
kona mín, þótt aldursmunurinn
væri 18 ár fann maður aldrei fyrir
því.
Hún fylgdist svo vel með því
sem fram fór í fjölskyldunni og
þjóðfélaginu og hafði sterkar og
skemmtilegar skoðanir á því.
Eftir að Tóta flutti á Seljahlíð
er mér svo minnisstætt hvað hún
hélt áfram að hugsa vel um sig,
klæddi sig í falleg föt og hafði
gaman af að punta sig. Alltaf svo
flott með fallega hvíta þykka hár-
ið sitt og flottu rauðu neglurnar,
svo fín alltaf þessi fallega móð-
ursystir og vinkona mín.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég kveðja þig elsku Tóta mín
og minningin lifir í hjarta mínu
um frábæra og góða konu.
Ég votta elsku frændum mín-
um Þór og Bjarna og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð.
Kolbrún og fjölskylda.
Nú kveðjum við Þórunni Ingi-
marsdóttur, Tótu frænku. Ég vil
þakka Tótu fyrir margt sem hún
hefur aðstoðað mig með í gegnum
lífið. Hún hefur oft verið til staðar
þegar ég þurfti á að halda.
Nokkur dæmi koma sterkt
upp í hugann. Tóta vissi hvað var
að vera einstæð móðir og sleppti
stundum skemmtilegum verkefn-
um sem hún var búin að skipu-
leggja til að hjálpa mér þegar
guttinn minn var lasinn. Hún
vissi að mig vantaði aðstoð til að
gæta hans svo ég kæmist til
vinnu.
Hún hjálpaði mér að taka slát-
ur eftir að mamma féll frá, eða
nei líklega hefur allt legið á
henni, hún hefur tekið slátur fyr-
ir okkur fjölskylduna og ég hjálp-
að til.
Eitt sinn var ég að mála hjá
mér stofuna og var við það að gef-
ast upp. Birtist þá ekki Tóta í
málningargallanum með máln-
ingarrúllu komin til að hjálpa
mér að klára að mála. Hún vissi
hvað það var að vera einn við að
gera og græja hlutina.
Tóta föðursystir mín hefur
alltaf verið hluti af okkar lífi. Við
bjuggum í sama húsi í tvígang,
annars vegar á Kirkjuteigi 23 og
mörgum árum síðar á Kirkjuteigi
9 í Reykjavík. Það rifjast núna
upp þegar ég horfi yfir farinn veg
þegar hún fékk son sinn Bjarna
til að hlaupa upp og sækja mig
þegar jólasveinninn hafði birst
hjá þeim. Það var nú fjör og ég
örugglega lítil í mér og hangið í
pilsfaldi Tótu.
Tóta var alltaf dugleg og
vinnusöm kona. Hún tók vel á
móti öllum sem heimsóttu hana,
hvort sem hún bjó ein eða með
ömmu.
Tóta var okkur fjölskyldunni
kær. Við kveðjum Tótu með
þakklæti og kærleika í huga.
Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til nánustu fjöl-
skyldu hennar.
Björg Vigfúsína
Kjartansdóttir.
Þórunn
Ingimarsdóttir
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
GÍSLI S. GÍSLASON
brúarsmiður,
Miðgrund, Skagafirði,
lést miðvikudaginn 9. maí á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands, Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Flugumýrarkirkju föstudaginn 18. maí
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Ingibjörg Jóhannesdóttir
Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason
✝ IngibjörgÁrnadóttir
hjúkrunarfræð-
ingur fæddist 26.
september 1935 á
Brimilsvöllum á
Snæfellsnesi. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð 6. maí 2018.
Hún var dóttir
Árna Kristins
Hanssonar húsa-
smíðameistara, f. 5.12. 1907, d.
2006, og eiginkonu hans Helgu
Tómasdóttur húsmóður, f. 24.9.
1908, d. 1990.
Systur Ingibjargar eru Björg
Ragnheiður, f. 1931, gift Ár-
manni J. Lárussyni, sem er lát-
inn, og Ragnheiður Dóróthea, f.
1. september 1939, d. 23. maí
2013. Ragnheiður var gift
Braga Sigurjónssyni bifvéla-
virkjameistara.
Eiginmaður Ingibjargar var
Jón Ólafsson, húsgagna- og inn-
anhússarkitekt og kennari, f. í
Reykjavík 29. apríl 1938, d. 6.
desember 2016.
Börn og barna-
börn Ingibjargar
og Jóns eru: 1)
Guðný Sif, f. 22.
maí 1962. Maki
Halldór Eyþórsson,
f. 19. maí 1959.
Sonur hennar og
Áka Snorrasonar:
Snorri Freyr, f.
1987. Maki Margrét
Lilja Gunn-
arsdóttir, börn
þeirra Ragnar Aage, f. 2009, og
Adda Sif, f. 2011. Sonur Guð-
nýjar og Halldórs: Eyþór Jakob,
f. 1994. 2) Tómas Árni, f. 28.
nóvember 1963. Maki María
Jónsdóttir, f. 7. nóvember 1962.
Börn: Jón Arnar, f. 1990, og
Ingibjörg, f. 1993. 3) Helga Að-
alheiður, f. 24. desember 1968.
Maki Guðmundur Vilhjálmsson,
f. 2. september 1967. Börn: Ingi-
björg Ásta, f. 1996, Laufey Sig-
ríður, f. 1999, og Vilhjálmur, f.
2003.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Kópavogskirkju í dag, 15.
maí 2018, kl. 13.
Kraftmikla, duglega, hjálp-
sama mamma mín sem vildir
allt fyrir alla gera.
Ég kveð þig með virðingu og
þakklæti og minnist margra
góðra stunda.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Innilegar þakkir til allra
þeirra sem léttu henni lífið og
önnuðust hana af nærgætni og
umhyggju hennar síðustu mán-
uði.
Þín dóttir,
Guðný Sif Jónsdóttir.
Elsku mamma og tengda-
mamma, þú sem hafðir alltaf
tröllatrú á manni, varst óspör á
hrós og hvatningu, alltaf um-
hugað um að okkur liði vel og
aldrei í rónni fyrr en allir voru
„komnir heilir heim“. Nú ert þú
fallin frá eftir stutta en snarpa
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Við minnumst þín með þakk-
læti fyrir allt það sem þú gerðir
fyrir okkur. Ósérhlífin, gjaf-
mild, fyndin, orðheppin,
skemmtileg, hrífandi, ákveðin
og áræðin. Í norræna samstarf-
inu hjá Hjúkrunarfélaginu víl-
aðir þú ekki fyrir þér að taka á
móti norrænum hjúkrunarfræð-
ingum, halda ræður og stjórna
veislum. Á yngri árum varstu
um tíma annar helmingur upp-
hitunarpars á dansstað í
Reykjavík og þar má segja að
persónutöfrar þínir hafi notið
sín; þú áttir auðvelt með að „fá
fólk út á dansgólfið“ með þér.
Þú varst óhrædd við breyt-
ingar og að taka að þér ábyrgð-
arstörf. Ritstjóri, skurðhjúkka
og hjúkrunarforstjóri voru með-
al þeirra starfa sem þú gegndir.
Svo sannarlega varstu einnig
hrókur alls fagnaðar eins og
þegar þú tókst áskorun, spilaðir
á gítar og jóðlaðir: „Ólafía, hvar
er Vigga?“ með systrum þínum
við mikla hrifningu viðstaddra.
Var þetta með best heppnuðu
skemmtiatriðum sem um getur!
Florence Nightingale og
Pollýanna eru nöfn sem koma
upp í hugann er við minnumst
þín því þú varst svo sannarlega
hjúkrunarkona fram í fingur-
góma, vildir vel og gafst ráð af
heilum hug. Við erum þér eilíf-
lega þakklát fyrir fordómalaust
viðhorf þitt til fjölbreytileika
mannlífsins og það að koma
heiðarlega fram, algjörlega laus
við hroka.
Takk.
Helga og Guðmundur.
Ég á margar minningar um
góðar stundir með ömmu Ingu.
Sem barn er mér minnisstætt
að koma í heimsókn til ömmu í
Hrauntunguna sem mér þótti
vera alger töfraveröld.
Þar var fullt af herbergjum á
tveimur hæðum. Garðskálinn á
neðri hæðinni var fullur af alls
konar plöntum og þar var heng-
istóll sem mér þótti frábær. Það
voru alls konar spennandi hlutir
í bílskúrnum eins og til dæmis
hlaupahjólið stóra sem ég fékk
að nota. Flotta glasið með
fuglamyndunum sem ég fékk að
eiga og nota á meðan ég var í
heimsókn og líka þegar öll fjöl-
skyldan kom í matarboð. Þar
kynntist ég plötuspilara og vín-
ilplötum og þar brösuðum við
ýmislegt saman.
Mér er minnisstætt að amma
miklaði ekki fyrir sér að breyta
til, prófa nýja hluti og flytja
jafnvel á mismunandi staði til
að búa um tíma og starfa. Ég á
góðar minningar af ferðum til
Danmerkur þar sem Árni
langafi kom einu sinni með og
við áttum öll dýrmætar stundir.
Mér er einnig minnisstæður
tími þar sem amma flutti til
Vestmannaeyja og keypti sér
hálfgert millistig af vespu og
skellinöðru sem hún ætlaði sér
að nota til þess að ferðast um
eyjuna. Hún fékk aðstoð við að
koma hjólinu í gang í búðinni og
keyrði það heim en kom því svo
aldrei aftur í gang svo það var
ekki notað mikið en hugurinn
og þorið var heldur betur til
staðar.
Amma var alltaf til í að tak-
ast á við ný ævintýri og vil ég
trúa því að nú sé hún komin á
góðan stað þar sem hún lifir
áfram, býr á spennandi eld-
fjallaeyju, þeysist um á mót-
orfáki og spilar á trommur.
Amma Inga mun lifa áfram í
huga mínum í gegnum allar þær
minningar sem við eignuðumst
saman.
Snorri Freyr Ákason.
Inga frænka mín, systir
ömmu Bjargar, var mér bæði
kær og góð. Hún gekk gjarnan
undir heitinu „ljósan okkar“
enda var hún viðstödd fæðingu
mína og síðar bræðra minna.
Ég var eitthvað treg til að
mæta á svæðið og kostaði bæði
mömmu mína og Ingu frænku
mikil átök en hún greiddi það
gjald samt með gleði enda var
hlýtt á milli hennar og mömmu.
Ég man vel eftir fallega heim-
ilinu þeirra Jóns í Hrauntung-
unni. Þar fannst mér spennandi
að vera og skoða mig um;
hringstiginn, gróðurhúsið með
hangandi baststólnum, fiska-
búrið og fleira vöktu hrifningu
mína og athygli. Einu sinni fékk
ég að gista og ég man enn að
hún las fyrir mig Köttinn með
höttinn sem ég hafði ekki heyrt
áður. Ég fékk líka að fara einu
sinni með þeim hjónum að
Börmum og það var ævintýra-
ferð fyrir borgarbarnið. Þar
lagaði hún te úr fjallagrösum
sem mér leist nú ekkert á en
það vakti líka athygli mína og
opnaði mér sýn inn í annan
heim. Það var margt í fari Ingu
sem var athyglisvert og ég mun
varðveita með mér; persónuleiki
hennar, umhyggja hennar gagn-
vart mér og mínum og hvernig
hún kunni að meta fallega og
listræna hluti. Þær systur;
amma, Heiður og Inga, voru
auðvitað frábært þríeyki og það
var unun og skemmtun að fylgj-
ast með þeim spila og syngja
saman. „Svona er að elska dótt-
ur Árna Hans“ enduðu þær eitt
lagið með stæl og glensi en þær
höfðu breytt textanum í þekktu
lagi til að lýsa því hversu stór-
kostlegar þær sjálfar væru.
Þetta voru áhugaverðar systur
sprottnar úr margbrotnum
jarðvegi sem skilaði sér í fasi
þeirra og hegðun. Nú er amma
mín ein þeirra eftir og sér á eft-
ir fallegu systrum sínum. Ég vil
votta allri fjölskyldu Ingu sam-
úð mína og bið Guð að sefa sorg
og söknuð. Ég mun ætíð minn-
ast hennar.
Björg Ragnheiður
Pálsdóttir.
Það er sárt að kveðja Ingu.
Ég kynntist henni þegar ég
kom inn í fjölskylduna fyrir tólf
árum. Ég mun alltaf minnast
þess hversu hugrökk og einstök
hún var. Hún var virk í stjórn-
málum og var oft mjög gaman
að ræða þau við hana, þótt við
höfum nú sjaldnast verið sam-
mála. En það að berjast fyrir
trú sinni og sannfæringu í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur
gerði hana að svo flottri konu.
Inga var einstaklega elsku-
leg. Hún var alltaf umhyggju-
söm, spurði fregna þegar maður
hitti hana og ég fann hversu
gaman henni þótti að fylgjast
með okkur Snorra koma upp
heimili og ala börnin okkar upp.
Langömmubörnin hennar eru
líka heppin að hafa átt hana að
enda mætti hún á alla viðburði
sem henni var boðið í og taldi
það ekki eftir sér að ferðast á
milli landshluta til að koma í
skírn, útskrift eða brúðkaup en
það erum við Snorri einstaklega
þakklát fyrir og var alls ekki
sjálfgefið.
Ég mun minnast Ingu með
hlýhug og virðingu.
Margrét Lilja
Gunnarsdóttir.
Elsku Ingibjörg. Ekki grun-
aði okkur þegar við fórum í
skíðaferð til Val di Fiemme í
byrjun árs 2002 að þar myndum
við hitta fyrir manneskju sem
ætti eftir að verða jafn stór
hluti af lífi okkar og raun bar
vitni. Þegar skíðaferðinni lauk
héldum við góðu sambandi og
þú varðst fljótlega okkar besti
og kærasti sameiginlegi vinur.
Elsku vinkona, í gegnum árin
eru tónleikarnir, ferðalögin,
leikhúsferðirnar og matarboðin
á báða bóga orðin óteljandi. Það
var einstaklega gaman að sækja
þig heim enda varstu framúr-
skarandi kokkur, gestrisin og
glaðlynd. Á þeim kvöldum var
yfirleitt alltaf fiskur á borðum
og margt spjallað og mikið
hlegið. Þú lifðir áhugaverðu lífi
og hafðir starfað víða, bæði inn-
anlands og erlendis, og það var
einstaklega gaman að heyra þig
segja frá reynslu þinni og
hlusta á sögur af þér og sam-
ferðafólki þínu. Þú hafðir ein-
staklega gott minni, mundir
dagsetningar og atburði eins og
þeir hefðu gerst í gær. Aldrei
heyrðum við þig hallmæla
neinni manneskju og þú reyndir
alltaf að sjá það jákvæða í öllu
því sem lífið bauð upp á hverju
sinni. Við ræddum um ferðalög,
myndlist, leiklist, tónlist og auð-
vitað skeggræddum við þjóð-
málin. Engu máli skipti hvort
við vorum sammála eða ekki og
ef við náðum ekki sameiginlegri
lendingu hlógum við bara að
þvermóðskunni og snerum okk-
ur að næsta umræðuefni. Þú
hafðir einstaklega skemmtilega
kímnigáfu og varst fljót að átta
þig á hvenær rætt var í alvöru
og hvenær um spaug var að
ræða og spilaðir með. Staðföst
og alltaf réttlát. En við gátum
einnig rætt saman á alvarlegri
nótum og ef eitthvað bjátaði á
varst þú ávallt boðin og búin til
hjálpar.
Elskuleg, í gegnum árin höf-
um við eignast margar dásam-
legar minningar en einnig hefur
þú fært okkur og sent marga
skemmtilega og óvænta hluti.
Ein gjöf sem þú færðir okkur
er okkur sérstaklega hjartfólg-
in. Það eru tveir litlir hand-
gerðir englar sem þú gafst okk-
ur í tilefni jólanna fyrir
nokkrum árum. Þessir englar
hafa síðan þá, líkt og þú, skipað
sérstakan sess í hjörtum okkar
og jólahaldi. Síðastliðin sextán
ár hefur þú verið hjá okkur í
kvöldmat á öðrum degi jóla ef
frá eru talin síðustu jól þegar
þú dvaldir á sjúkrahúsi vegna
veikinda. Það verða einmanaleg
jól hjá okkur tveimur án þín en
annar dagur jóla mun samt sem
áður alltaf verða tileinkaður þér
og við eigum englana tvo til að
minna okkur á allar yndislegu
samverustundirnar.
Elsku Ingibjörg, við vitum að
fjölskyldan var þér allt í þessu
lífi og missir hennar er mikill.
Þú varst umhyggjusöm og stolt
móðir, tengdamóðir, amma og
langamma. Sú ást og virðing
sem ávallt kom fram til afkom-
enda þinna, foreldra, systra og
tengdafólks í frásögn þinni var
einstök.
Við vottum þeim Guðnýju Sif,
Tómasi Árna, Helgu Aðalheiði
og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð. Þeirra missir er
mikill. Þér þökkum við af öllu
hjarta dásamlega vináttu, ein-
staka umhyggju og skemmtileg-
ar samverustundir í gegnum ár-
in. Þú munt ávallt eiga þinn
stað í hjörtum okkar, elsku vin-
kona. Við söknum þín sárt.
Þínir vinir,
Jón Sigurðsson og Steindór
Kristinn Ívarsson.
Ingibjörg
Árnadóttir