Morgunblaðið - 15.05.2018, Side 23

Morgunblaðið - 15.05.2018, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 ✝ Sigrún Árna-dóttir var fædd 30.12. 1923 og lést á Selfossi 3.5. 2018. Móðir Sigrúnar var Marsibil Jó- hannsdóttir, f. 22.3. 1893, d. 26.12. 1980, frá Efri- Hömrum í Holtum, faðir Árni Árna- son, f. 2.11. 1886, d. 4.9. 1948, kennari og bóndi frá Ölvesholtshjáleigu í Holtum. Systkini Sigrúnar eru Ólafur Örn, f. 1919, látinn sama ár, Ólafur Örn, f. 1921, látinn 2012, Baldur, f. 1922, látinn 1992, Ásta Ingibjörg, f. 1923, látin 2013, og Sigríður, f. 1926. Eftirlifandi eiginmaður Sig- rúnar er Bárður Kjartan Vig- fússon, f. 10.4. 1927, frá Ljótar- stöðum í Skaftártungu. Dætur Sigrúnar með Ágústi Inga Guðmundssyni frá Vest- mannaeyjum eru: 1) Brynja Ágústsdóttir, f. 17.2. 1944 maki hennar Eggert Simonsen, f. 6.5. 1943, d. 24.8. 2009. Börn þeirra eru: a) Ottó W. Simonsen, f. 1961, dóttir, þau eiga tvo syni. c) Gestur Ari, f. 1987. d) Hjördís, f. 1988, maki hennar. Steingrímur Gauti Ing- ólfsson, þau eiga eina dóttur. 4) Kristinn Marinó Bárðarson f. 3.1.1957, maki hans Gerða Arnardóttir 17.4. 1963. Dætur þeirra eru: a) Sigrún Erna, f. 1987, maki hennar Daníel Gunnarsson og á hann eina dóttur. b) Sara Sif, f. 1992, maki hennar Atli Tómasson. Sigrún og Bárður hófu bú- skap á Selfossi árið 1953, fyrst á Austurvegi 61, en byggðu svo einbýlishús á Sólvöllum 15 sem þau flytja í 1965 og bjuggu þau þar alla tíð síðan. Síðustu þrjú árin hefur Sigrún verið á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Sigrún starfaði alla tíð við saumaskap sem hún lærði af móður sinni og hjá klæðskera í Reykjavík. Á Selfossi vann Sig- rún sumarvinnu hjá Mjólkurbúi Flóamanna, í Sundhöll Selfoss og frá 1968 hjá Sjúkrahúsi Suð- urlands sem forstöðumaður þvottahúss og saumakona þar til hún lét af störfum í árslok 1993. Úför Sigrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 15. maí, klukkan 14. maki hans Rut Guð- mundsdóttir, f. 1960, eiga einn son og þrjú barnabörn. b) Sigrún Bára Eggertsdóttir, f. 1965, á þrjú börn og þrjú barnabörn. c) Hafdís Linda Eggertsdóttir, f. 1967, maki hennar Magnús Geir Gunn- arsson, f. 1961, eiga þrjú börn og eitt barnabarn, Magnús á dóttur frá fyrra sam- bandi og tvö barnabörn. d) Þórunn Marsibil, f. 1972, maki hennar Böðvar Bjarki Þorvaldsson, f. 1971, eiga þrjú börn. 2) Ásta Hlíf Ágústsdóttir, f. 11.2. 1945, d. 7.3. 2018. Synir Sigrúnar og Bárðar eru: 3) Gestur Ragnar Bárðarson, f. 26.5. 1953, maki hans Erna Steina Guðmundsdóttir, f. 12.3. 1953. Börn þeirra eru: a) Tómas Áki, f. 1976, maki hans Íris Ólafsdóttir, þau eiga tvær dætur. b) Davíð Kjartan, f. 1983, maki hans Ingibjörg Óttars- Ein af mínum fyrstu minning- um er mamma að sauma fínan ballkjól á fræga söngkonu. Auðvit- að var ég sendur fram í eldhús og mátti ekki fylgjast með en söng- konan var Elín Bachmann, sem söng með stórhljómsveit Óskars Guðmundssonar. Mamma var flink sauma- og hannyrðakona og saumaði á okkur bræðurna föt, kúrekahatta, vesti með kögri og fleira nauðsynlegt sem ungir menn þurftu til að líta út eins og ósviknir töffarar. Gestur bróðir naut þess að vera eldri og þegar Bítlarnir gáfu út Sgt. Peppers Lo- nely Hearts Club Band saumaði hún ljósbláan jakka með spæl, al- veg eins og þann sem Paul klædd- ist á plötuumslaginu. Frumsýning var auðvitað á þjóðhátíðardaginn 17. júní og þegar Gestur bróðir segir þessa sögu var umferðar- teppa þar sem hann gekk um. Seinna breytti mamma jakkanum fína í forláta vesti á mig enda Bítl- arnir bresku hættir að spila sam- an. Mamma var glaðlynd og já- kvæð og við bræðurnir máttum alltaf bjóða vinum okkar inn í hús og ef við vorum svangir fann hún til kökur og kex. Binna systir stofnaði ung heimili í Reykjavík en kom oft austur á Selfoss. Jólin voru tilhlökkunarefni því Binna og Eggi komu austur með krakkana sína og þá var mikið spilað og hlegið. Mamma hafði mjög gaman af ferðalögum. Pabbi keypti rúss- neskan eðaljeppa (Lada Sport) en mamma kunni aldrei almennilega við hann svo honum var skipt upp í Pathfinder-jeppa sem henni líkaði miklu betur við. Á hverju sumri fóru þau í ferðir með tjaldvagninn og svo fellihýsið, oftast í Rangárþing eða Skaftár- tunguna. Eða þá í veiðitúra inn á Landmannaafrétt eða í Veiðivötn. Mamma byrjaði að vinna í þvottahúsi Sjúkrahússins á Sel- fossi 1968. Þar unnu með henni skemmti- legar konur, Gunnurnar Guðjóns, Péturs og Jóns, Bogga, Sigrún og Hjördís. Í kaffitímanum var alltaf spilað af krafti og hlegið mikið, enda sagði Hafsteinn Þorvalds- son, forstjóri sjúkrahússins, að ef sjúklingar væru daprir og niður- dregnir væri besta læknisráðið að senda þá í þvottahúsið. Ásta systir var þroskaskert. Fyrstu árin bjó hún hjá okkur í litla húsinu á Austurveginum en fór svo að Sólheimum í Grímsnesi 1960. Það var erfið ákvörðun fyrir mömmu en á Sólheimum leið Ástu vel. Ásta dó 7. mars sl. en mamma var það hress að hún gat fylgt henni síðasta spölinn og munu þær mæðgur hvíla hlið við hlið í Selfosskirkjugarði. Fyrir nokkrum árum lærbrotn- aði mamma og varð að fara á hjúkrunarheimili. Mamma fékk hægt andlát eftir stutta sjúkdóms- legu á hjúkrunarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi fimmtudaginn 3. maí og erum við fjölskylda hennar þakklát fyrir góða umönn- un og nærgætni starfsfólksins. Ég kveð móður mína með ljóði eftir Ólaf Örn bróður hennar: Hnigin er að foldu móðir göfgi gædd, sem geislum kærleiks stráði farinn veg og öllum var svo góð og innileg, ímynd fórnarlundar holdi klædd. Við heyrum hennar hlýja, milda róm á helgri kveðjustund innst í sál og þökkum hennar fylgd á förnum vegi því hún, sem þráði litfríð lífsins blóm og las úr hverjum steini helgi mál, mun umbun veitt á upprisunnar degi. (ÓÖÁ) Kristinn Marinó Bárðarson. Í dag kveðjum við Sigrúnu Árnadóttur, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Á kveðjustund er efst í huga þakklæti til örlátrar móður, ömmu og langömmu sem gaf endalaust af sér, konu sem smitaði frá sér lífsgleði og hugrekki, sem hvatti og studdi þegar á því var þörf. Hjá Rúnu var ætíð skjól að finna þegar léttvægar æskuraunir steðjuðu að. Hún hafði lag á að sjá jákvæðu hliðarnar og gerði sér ekki óþarfa rellu yfir hlutunum. Þegar tengdadóttir var kynnt til sögunnar tók hún henni opnum örmum og seinna meir þegar barnabörnin tóku að teljast inn, áttu þau hjá henni vísan hauk í horni. Það var alltaf dásamlegt fyrir fjölskylduna að koma á Selfoss þar sem öllum var tekið fagnandi og gleðilegt er að okkar fimm barnabörn fengu einnig notið þess að heimsækja ömmu Rúnu og afa Dadda á Selfoss, eitthvað sem þau munu ætíð meta mikils. Rúna var traust stoð í lífi okkar alla tíð. Við kveðjum hana með ástúð og söknuð í huga . Ef að þú færð mína móður upp spurt, hvíslaðu að henni kveðju frá mér, hvar sem hún er. (Gunnar Gunnarsson) Gestur, Erna Steina og börn. Sigrún Árnadóttir ✝ RannveigRagnarsdóttir fæddist í Hallfríð- arstaðakoti í Hörg- árdal 17. mars 1932. Hún lést á heimili sínu 6. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Magnea El- ín Jóhannsdóttir, f. 12. apríl 1898, og Ragnar Guðmunds- son, f. 16. apríl 1898. Rannveig átti fimm alsystk- ini. Þau voru í aldursröð: Rann- veig Jórunn, Jóhann Hallmar, Septíma Dalrós, Sigrún Jónína og Marín Hallfríður. Dalrós lifir systur sína. Rannveig átti einn hálfbróður samfeðra. Hann hét Baldur og er látinn. Hinn 26. júní 1954 giftist Rannveig Friðfinni Friðfinns- syni frá Baugaseli í Barkárdal, f. 26. júní 1917, d. 23. janúar 2011. Foreldrar hans voru Una Zóphoníasdóttir, f. 24. júní 1894, og Friðfinnur Steindór Sig- tryggsson, f. 13. desember 1889. Börn Rannveigar eru: 1) Ragnar Ey- fjörð, f. 19.9. 1951, maki Ingibjörg Sig- urðardóttir. Þau eiga þrjá syni og fimm barnabörn. 2) Elín Una, f. 26.12. 1954. Hún á tvo syni. 3) Erla Hrund, f. 1.5. 1956, maki Páll Baldursson. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. 4) Elsa Björk, f. 9.10. 1959. Hún á eina dóttur og tvö barnabörn. 5) Emil Steindór, f. 12.12. 1966, maki Sabine Friðfinnsson. Þau eiga tvö börn. Rannveig sá ung um heimilið í Hallfríðarstaðakoti vegna veikinda móður sinnar. Hús- móðurstarfið var alla tíð hennar aðalstarf. Eftir að fjölskyldan flutti frá Baugaseli til Akureyr- ar 1965 vann Rannveig einnig ýmis verkamannastörf. Útför Rannveigar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 15. maí 2018, klukkan 13.30. Elsku amma, símtalið sem ég fékk að morgni 6. maí s.l. var held- ur óvænt, þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir dá- in. Upp í huga mér komu ótal minningar. Þakklæti er mér ofar- lega í huga þegar ég hugsa til baka, ein af bestu minningunum mínum er tíminn sem við áttum saman þegar við fórum að kaupa jólagjafirnar fyrir alla afkomend- ur þína. Yndislegur tími sem end- aði langoftast á kaffihúsaferð, svo ég tali nú ekki um dagana sem við áttum saman við að pakka þessu öllu inn. Mikið sem var spjallað og hlegið á meðan, stundum það mik- ið að við vorum ekki alveg með hugann við það sem við vorum að gera og klúðruðum merkimiðum, en vorum farnar að læra á okkur og keyptum því ríflega af þeim. Þú varst snillingur í höndun- um. Ég er glöð yfir því að eiga verk og hluti eftir þig. Vænst þyk- ir mér um harðangursdúkinn sem þú saumaðir og færðir mér fyrir 10 árum á þrítugsafmælinu mínu. Við áttum gott samband sem ég er afar þakklát fyrir. Alltaf var hægt að leita til þín. Það voru ófá símtölin sem við höfum átt og verður skrítið að taka ekki upp símann og heyra í ömmu. Þú varst alltaf svo jákvæð og glöð, ánægð og stolt af fólkinu í kringum þig. Ég ætla svo sannarlega að vona, amma mín, að ég muni verða eins yndisleg og þú. Ansi oft fékk ég að heyra hvað ég væri lík þér og þykir mér vænt um það. Elsku amma, ég er líka stolt af því að hafa verið fyrst af barna- börnum þínum til að gera þig að langömmu, þegar Elva Rún fædd- ist árið 1998. Þú varst börnum okkar Árna góð, þau hafa nú misst góða langömmu. Þessi tími sem við áttum með þér er okkur ómetanlegur og dýr- mætur. Við munum styðja hvort annað í sorginni, og ég trúi því að þú passir vel upp á okkur. Við sökn- um þín öll. Þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta, elsku amma mín. Þín ömmustelpa, Kristín Pálsdóttir (Kittý). Elsku langamma mín. Ég á mjög erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur. Símtalið sem ég fékk 6. maí síð- astliðinn frá mömmu var mjög óvænt. Það tók virkilega á að fá þessar fréttir að þú hefðir orðið bráðkvödd þá um morguninn. Þú varst og verður alltaf fyrirmyndin mín í einu og öllu, þú kenndir mér svo margt. Minningarnar okkar eru ótal margar og eru þær mér ofarlega í huga nú um þessar mundir. Þegar það var frí í skól- anum fékk ég oft að koma í pössun til þín. Í hádeginu tókum við gjarnan göngutúr í Hrísalund og keyptum okkur mat úr heita borð- inu, jú og ekki má gleyma því að það var yfirleitt ís í eftirrétt. En það sem mér er kærast eru verkin eftir þig og myndirnar sem ég á af okkur saman og mun ég varðveita það vel. Hann er mér líka mikils virði tíminn þegar ég bjó í blokkinni á móti þér í Tjarn- arlundinum. Oft beiðst þú í eld- húsglugganum á kvöldin til þess að vinka til mín áður en þú færir að sofa. Þessir litlu hlutir eru mér nú mikils virði. Takk, elsku langamma mín, fyrir allt sem þú kenndir mér, takk fyrir alla góðu tímana sem við áttum saman bara við tvær. Takk fyrir að vera alltaf til staðar ef það var eitthvað að hrjá mig og síðast en ekki síst takk fyrir að vera þú. Það var og er enginn eins og þú. Þú varst frábær í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og gerð- ir allt mjög vel. Þú föndraðir öll mín afmæliskort og það síðasta núna í október s.l. þá 85 ára göm- ul. Ég mun varðveita þessi kort. Þú varst og verður alltaf hetjan mín. Ég hef alltaf og mun alltaf elska þig af öllu mínu hjarta. Þér þótti svo vænt um alla í kringum þig, sérstaklega fjölskyldu og vini. Þú vildir öllum gott og studdir alla áfram í því sem þeir vildu taka sér fyrir hendur. Þú ert manneskjan sem dæmdir ekki, sagðir bara hvað mætti betur fara og hrósaðir alltaf. Þú varst alltaf svo glöð og jákvæð. Nú ert þú komin til langafa og trúi ég því að þið vakið yfir okkur. Elsku langamma, ég mun sakna þín. Þín langömmustelpa, Elva Rún Árnadóttir. Rannveig Ragnarsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, GUÐJÓNA EYGLÓ FRIÐRIKSDÓTTIR frá Eyrarlandi, Þykkvabæ, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju fimmtudaginn 17. maí klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti Þykkvbæjarkirkju njóta þess. Jón Viðar Magnússon Hrafnhildur Bernharðsdóttir Friðrik Magnússon Hrafnhildur Guðnadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA STEINUNN VALTÝSDÓTTIR, er látin. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. maí klukkan 13. Kristín Gunnarsdóttir Helga Gunnarsdóttir Michael Dal Hildigunnur Gunnarsdóttir Ásgeir Haraldsson og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR ÁRNASON, Strikinu 4, 210 Garðabæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 8. maí. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 17. maí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Félags nýrnasjúkra, www.nyra.is, 0334-26-001558, kt. 670387-1279. Auður Gunnarsdóttir Margrét Haraldsdóttir Ingunn Edda Haraldsdóttir Errol Bourne Gunnar Haraldsson Jóna Margrét Kristinsdóttir afabörn og langafabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA JÓHANNSDÓTTIR, Neðstaleiti 7, Reykjavík, áður í Borgarnesi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 19. maí klukkan 14. Hörður R. Óttarsson Jóhanna Lára Óttarsdóttir Gunnar Þór Geirsson Magnús Óttarsson Snæbjörn Óttarsson Kolbrún Óttarsdóttir Kristín Amelía Þuríðardóttir og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.