Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 26

Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 Ármúla 24 - s. 585 2800 ÚRVAL ÚTILJÓSA Ég er búin að halda upp á afmælið, hélt stórveislu um næstsíð-ustu helgi. Það mættu hátt í 100 manns og það var dásamlegt,geggjuð hljómsveit og fínerí,“ segir Ingibjörg Hlíðkvist Inga- dóttir sem á 40 ára afmæli í dag. Þegar blaðamaður ræddi við hana í gær var Inga, eins og hún er alltaf kölluð, ekki búin að ákveða hvað hún ætlaði að gera í dag. „Ég er ekki svona skipulögð en ætli ég reyni ekki að nýta einhverjar af þessum dekurafmælisgjöfum sem ég fékk og halda áfram að njóta lífsins í botn.“ Inga er grafískur hönnuður og tækniteiknari að mennt, en eftir að hún lenti í læknamistökum hefur hún að mestu verið heimavinnandi. Hún er virk í kristilegu starfi og hefur tekið að sér ýmis verkefni á þeim vettvangi. Hún hefur einnig unnið við umbrot bóka, garðyrkju og ljósmyndaverkefni. „Ég og kærastinn erum með fyrirtækið Ice- land Photo Tours þar sem við förum með fólk í ljósmyndaferðir.“ Áhugamál Ingu eru ótal mörg fyrir utan fjölskylduna og ber þar hæst ferðalög og útivist. „Ég fór síðast til Póllands en foreldrar mínir gáfu mér í afmælisgjöf ferð á heilsuhótel og spa rétt hjá Gdansk. Ég elska að vera úti í íslenskri náttúru og reyni að fara á flesta staði þar sem maður er ekki að drukkna í ferðafólki. Ég er frá Grundarfirði og það er alltaf einhver dreifbýlistútta í manni, hún fer ekkert. For- eldrar mínir eiga sumarbústað í Skorradal og ég reyni að fara mikið þangað.“ Kærasti Ingu er Bent Marinósson, ljósmyndari og tónlistarmaður og rekur sitt eigið markaðsfyrirtæki. Synir Ingu eru Helgi sem er tíu ára og Hjörtur sem er að verða níu ára. Dóttir Bents er Anna Marín, 15 ára. Í Grundarfirði Inga stödd í ljósmyndaferð að mynda Kirkjufell. Búin að halda afmælisveisluna Inga Hlíðkvist Ingadóttir er fertug í dag P álmi Jónasson fæddist á Seltjarnarnesi 15.5. 1968 og ólst þar upp. Á sumrin var hann í sveit á Laugum í Reykjadal, á æskuheimili móður sinnar, en þegar hann var í bænum æfði hann fótbolta í KR, handbolta í Gróttu og var valinn í landsliðið rétt áður en hann hætti: „Ég segi því stundum að ég sé fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, en jafnframt tvöfaldur heimsmeistari í skák. Það er rétt svo langt sem það nær. Ég var níu ára þegar ég setti heimsmet í fjöl- tefli með tékkneska stórmeistar- anum Vlastimil Hort og 549 öðrum í Valhúsaskóla árið 1977. Alda- mótaárið 2000 setti ég svo heims- met með Garrí Kasparov þegar fjöl- mennasta fjöltefli á jökli var haldið á Langjökli og var síðastur til að tapa fyrir meistaranum.“ Pálmi var í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, lauk stúdentsprófi frá MH 1988, BA-prófi í sagnfræði 1992, stundaði nám við Nordisk Jo- urnalistcenter huvudkurs 2006 og lauk MBA-prófi í stjórnun frá HR 2015. Pálmi var fréttamaður á DV, Pressunni, Morgunpóstinum og Helgarpóstinum 1989-95, fréttarit- ari DV í Kaupmannahöfn 1995-96, hefur verið fréttamaður á RÚV frá 1998 og er þar vaktstjóri og umsjónarmaður Spegilsins. Pálmi hefur sent frá sér bæk- urnar Íslenskir auðmenn, 1992; Herra forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, 1996; Íslenskir millj- arðamæringar, 2001, og Sverrir – Skuldaskil, 2003. Pálmi fetar í föðurfótspor þegar kemur að skrifum, fréttamennsku og matseld: „Ég hef alltaf hugsað best á lyklaborði og skrifað frá því að ég man eftir mér, aðallega frétt- ir náttúrlega en líka greinar í skóla- blöð, þessar bækur og um vín Pálmi Jónasson, fréttamaður á RÚV – 50 ára Með dætrunum Pálmi slakar á úti í guðs grænni íslenskri náttúru með dætrunum sínum fjórum. Fetar í föðurfótspor – greindur og glaðsinna Hjónin Sigrún og Pálmi uppáklædd, tilbúin að fara út og skoða mannlífið. Hlutavelta Þessir hressu krakkar héldu tombólur á Borgarbókasafni í Spönginni, Sól- heimum og Grófinni á laugardaginn. Alls söfnuðu þau 36.129 krónum sem renna í hjálparstarf Rauða krossins. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.