Morgunblaðið - 15.05.2018, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Draghálsi 18-26, 110 Reykjavík | Sími: 588 1000 | netsofnun.is
Við bjóðum upp á hentugar og
infaldar fjáröflunarleiðir fyrir
élagasamtök og einstaklinga.
þróttafélög • starfsmannafélög • k
emendafélög • saumaklúbbar • o.
Kíktu á www.netsöfnun.is
og kynntu þér möguleikana.
e
f
í
n
órar
fl.
Fjáröflun
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Nýtt verk eftir myndlistarmanninn
Ragnar Kjartansson og tónskáldið
Kjartan Sveinsson, Stríð, verður
frumsýnt á morgun í Þjóðleikhús-
inu. Verkið er unnið í samstarfi við
Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) sem
flytur tónlist Kjartans í verkinu.
Handmáluð leiktjöld eftir Ragnar
prýða sviðið og fjallar verkið um
hermann, leikinn af Hilmi Snæ
Guðnasyni, sem er í dauðateygj-
unum einn og yfirgefinn með lík
fallinna félaga sinna allt um kring á
sviðinni jörð.
Verkið var sýnt fyrir tveimur ár-
um í öllu einfaldari uppfærslu í til-
raunasviði Volksbühne í Berlín og
bar þá titilinn Krieg. Ragnar segir
að Krieg hafi verið hugsað sem
skissa eða prufuverk og að þeir
Kjartan hafi strax áttað sig á því að
það gæti orðið algjörlega geggjað ef
það kæmist á fjalir Þjóðleikhússins
með lifandi tónlistarflutningi SÍ.
Með hlutverk hermannsins í Krieg
fór ungur, þýskur leikari, Max-
imilian Brauer, sem Ragnar segir
þekktan afbyggingarleikara, fræg-
an fyrir að „leika ekki“. Það sama
verður ekki sagt um Hilmi, einn
vinsælasta og dáðasta leikara þjóð-
arinnar, sem mun deyja með til-
þrifum á sviði Þjóðleikhússins þrjú
kvöld í röð, 16., 17. og 18. maí.
Leiktjöldin sem Ragnar hefur
málað eru í anda leikhúss liðins
tíma, leiksýninga sem hann rétt
náði í skottið á sem barn en eins og
þekkt er dvaldi leikarasonurinn
löngum stundum í leikhúsi sem
barn og unglingur. „Foreldrar mín-
ir, bæði svona nútímaleg, gengu
gubbandi út af því þeim fannst
þetta svo gamaldags,“ segir Ragnar
um leiktjöldin og hlær að minning-
unni. Þessi gamaldags handmáluðu
leiktjöld hafi heillað hann og veitt
síðar innblástur, m.a. í verkinu
Kraftbirtingarhljómur guðdómsins
sem gert var fyrir Volksbühne og
sýnt í Borgarleikhúsinu fyrir fjór-
um árum og svipar um margt til
Stríðs en var þó án leikara. Og
Stríð er einnig í anda margra fyrri
gjörninga Ragnars þar sem endur-
tekning og úthald eru lykilatriði.
Stórleikari í erfiðu hlutverki
„Þetta verk snýst svo mikið um
að leikarinn sé einhver mega-
leikari, leiiiikari,“ segir Ragnar með
sérstakri áherslu á starfsheitið.
Hilmir hafi verið hans draumaleik-
ari í hlutverkið, enda stórleikari.
Ragnar segir Hilmi hafa tekið
þessu mjög svo óvenjulega tilboði
fagnandi enda alltaf til í góða
áskorun, í þessu tilfelli að deyja á
sviði í heila klukkustund án þess að
segja eitt einasta orð.
Ragnar segir í raun um myndlist-
arverk að ræða, gjörning frekar en
leikhúsverk. „Verkið er auðvitað í
leikhúsi og með öllum elementum
leikhússins en þetta er svo mikið
performans-verk um leikarann.
Leikarinn kemur bara og leikur í
þessari rosalegu umgjörð. Kjartan
er búinn að vera tvö ár að semja
þessa tónlist, það er risastór leik-
mynd og öll Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands er þarna og statistar á sviðinu
að leika lík. Þetta er svakaleg fram-
leiðsla og síðan kemur þessi draum-
ur þegar stórleikarinn gengur inn í
búningi og byrjar að leika út frá
eigin tilfinningu. Hann er bara að
þjást á sviðinu,“ segir Ragnar,
greinilega hugfanginn.
Tónlist Kjartans er í anda 19.
aldar rómantíkur, að sögn Ragnars
en þjáning, öskur og gól her-
mannsins meira í anda John Cage,
tilviljunarkennd óhljóð sem fléttast
saman við tónlistina.
– Þegar maður heyrir lýsingu á
verkinu, að Hilmir Snær sé að
deyja á sviði í klukkustund og
dramatísk tónlist leikin undir,
hljómar það eins og grín. En Stríð
er væntanlega meira en fyndið?
„Já, það er nefnilega miklu meira
en fyndið því það er líka rosalega
fallegt en mér finnst heldur ekkert
að því að koma og vera í hláturs-
kasti yfir þessu, finnst það líka eðli-
legt,“ svarar Ragnar. Verkið sé líka
áhugaverður symbólismi um mann-
eskjuna og þjáninguna, að vera
aleinn á leiksviði að þjást fyrir fullu
húsi. „Mér finnst alltaf mikilvægt
að verkin mín séu galopin fyrir allri
túlkun og ég vil ekki opna eða loka
á neitt varðandi túlkun á þeim,“
bætir hann við.
Ofbeldi leikhússins
– Er þetta mögulega erfiðasta
hlutverk Hilmis til þessa?
„Já, ég myndi segja það. Þetta er
svakaleg áskorun og hann sóttist
líka eftir henni,“ svarar Ragnar.
„Við ræddum um hvort við ættum
að setja þetta, eins og ég gerði úti í
Berlín þar sem ég ákvað hvar leik-
arinn ætti að ganga um sviðið í
byrjun og allt það en Hilmir er svo
kúl að hann vildi gera þetta að
áskorun. Það sem við höfum verið
að gera á æfingum er að setja upp
þessa leikmynd og leikmuni og
Hilmir hefur verið að ganga um
sviðið, finna út hvar hann getur
dottið og kynnast rýminu, passa sig
að stíga ekki á aukaleikarana og
svona.“
– Leikari að deyja á sviði í
klukkustund gæti mörgum þótt
óbærileg leiðindi og flestir kannast
við að hafa farið á hrikalega leiðin-
lega leiksýningu og vilja helst af
öllu komast heim. Ertu að leika þér
með þá tilfinningu líka í Stríði?
„Já, við erum að leika okkur með
þá tilfinningu, þetta tilfinningalega
ofbeldi leikhússins. Dyrnar lokast
og þú átt að vera þarna inni og
horfa á þetta,“ segir Ragnar og
hlær. „Mér finnst það mjög áhuga-
vert, hef í raun alltaf verið að vinna
með það öfuga í mínum gjörn-
ingum, þeir standa yfir í marga
klukkutíma og fólk getur komið og
farið eins og það vill.“
– Þú hefur líka sagt frá því að
verkið tengist þeim leik barna að
deyja með tilþrifum, t.d. í byssuleik,
að keppa sín á milli um hver deyi
flottast.
„Það er algjörlega tenging við
það,“ segir Ragnar og bætir við að
Hilmir Snær hljóti að eiga vinning-
inn, hljóti að deyja flottast.
Allir að þykjast
Ragnar er að lokum spurður að
því hvað þeir Kjartan hafi lagt upp
með hvað tónlistina varðar. „Við
bara töluðum okkur í gegnum
þetta, um tónlistina og um hvað
þetta verk væri. Við töluðum mikið
um að leika okkur með yfirkeyrða
dramatík í tónlistinni í andstæðu
við hina sönnu heiðríkju í fyrri
verkum Kjartans. Það er svo
áhugavert að gera þetta verk með
Kjartani því hann er svo sannur til-
finningalega og Hilmir Snær í raun
líka. En það eru allir að þykjast.“
Ragnar segir tónlistina ólíka ann-
arri sem Kjartan hafi samið til
þessa en þó megi alltaf finna hina
„stóru, kjartönsku tilfinningu“, þá
sem einkennt hafi allar hans tón-
smíðar.
Hilmir hlýtur að deyja flottast
Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á morgun
Morgunblaðið/Valli
Glatt á hjalla Ragnar,
Hilmir Snær og Kjartan á
sviði Þjóðleikhússins.