Morgunblaðið - 15.05.2018, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Ástralska kvikmyndaleikkonan Cate
Blanchett, sem jafnframt er formað-
ur dómnefndar á Kvikmyndahátíð-
inni í Cannes, tók ásamt ríflega átta-
tíu kvikmyndagerðarkonum þátt í
gjörningi við Lumière Theater í
Cannes um helgina til að vekja at-
hygli á skertum hlut kvenna jafnt á
hátíðinni sem og í kvikmyndabrans-
anum. Í 71 ára sögu Kvikmyndahá-
tíðarinnar í Cannes hafa aðeins verið
frumsýndar 82 kvikmyndir sem leik-
stýrt var af konum samanborið við
tæplega 1.700 myndir í leikstjórn
karla.
Konurnar sem þátt tóku um
helgina tilheyra hópi sem nefnist
5050X2020 sem hefur það að mark-
miði að hlutfall kynja í kvikmyndum
á Cannes verði jafnt árið 2020.
Blanchett og kvikmyndaleikstjórinn
Agnes Varda lásu yfirlýsingu hóps-
ins á bæði ensku og frönsku og lögðu
áherslu á að kvikmyndir þyrftu að
endurspegla hlutfall kynjanna í
raunheimum. „Konur eru ekki í
minnihluta í raunheimum þrátt fyrir
að kvikmyndaiðnaðurinn segi okkur
að svo sé,“ segir yfirlýsingunni þar
sem jafnréttis er krafist, öruggra
vinnuaðstæðna og jafnra launa.
Gjörningurinn var framinn fyrir
frumsýningu á Girls of the Sun í
leikstjórn Evu Husson, sem er ein
þriggja kvikmynda í leikstjórn konu
sem þátt taka í keppninni um Gull-
pálmann í ár, en alls keppir 21
mynd.
AFP
Jafnrétti 82 konur tóku þátt í gjörningi þar sem jafnréttis var krafist í kvik-
myndabransanum. Cate Blanchett leiðir Övu DuVernay og Agnes Varda.
Sterk Cate Blanchett flutti ávarp þar sem staða kvenna á Cannes var gerð
að umtalsefni. Við hlið hennar er kvikmyndaleikstjórinn Ava DuVernay.
Vilja jafnrétti
Búið er að velja 19 krakka sem
leika munu í söngleiknum Matt-
hildi sem verður frumsýndur á
Stóra sviði Borgarleikhússins í
mars 2019. Þrjár stelpur á aldr-
inum níu og tíu ára munu skipta
með sér hlutverki Matthildar, þær
Erna Tómasdóttir, Ísabella Dís
Sheehan og Salka Ýr Ómars-
dóttir.
Með önnur krakkahlutverk fara
Aðalbjörg Emma Hafsteinsdóttir,
Arnaldur Halldórsson, Baldur
Björn Arnarsson, Edda Guðna-
dóttir, Emil Björn Kárason, Erlen
Ísabella Einarsdóttir, Gabríel
Máni Kristjánsson, Hilmar Máni
Magnússon, Hlynur Atli Harðar-
son, Jón Arnór Pétursson, Linda
Ýr Guðrúnardóttir, Lísbet Freyja
Ýmisdóttir, María Pála Marcello,
Patrik Nökkvi Pétursson, Þóra
Fanney Hreiðarsdóttir og Þórey
Lilja Benjamínsdóttir.
„Þessi voru valin úr hópi 1.119
krakka sem mættu í áheyrnar-
prufur í Borgarleikhúsinu á síð-
ustu vikum. Valið reyndist gríðar-
lega erfitt enda stóðu allir þeir
krakkar sem mættu sig mjög vel.
Forsvarsmenn sýningarinnar og
Borgarleikhússins vilja koma á
framfæri miklum þökkum til allra
þeirra sem mættu í prufurnar og
hvetja þau til dáða í framtíðinni,“
segir í tilkynningu frá leikhúsinu.
Hæfileikaríkar Erna Tómasdóttir, Ísabella Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir
skiptast á að leika Matthildi í samnefndum söngleik hjá Borgarleikhúsinu.
Erna, Ísabella og Salka leika Matthildi
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 22.00
Undir trénu
Bíó Paradís 20.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 18.00
The Shape of
Water 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 86/100
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 17.30
The Square
Bíó Paradís 20.00
You Were Never
Really Here
Morgunblaðið bbnnn
Bíó Paradís 18.00
I, Tonya
Bíó Paradís 22.45
Loving Vincent
Bíó Paradís 20.00
Deadpool 2 16
Eftir að hafa naumlega kom-
ist lífs af í kjölfar nautgripa-
árásar á afmyndaður kokkur
ekki sjö dagana sæla.
IMDb 9,4/10
Sambíóin Egilshöll 22.00
Sambíóin Kringlunni 22.20
Sambíóin Keflavík 19.45
Smárabíó 20.00
Háskólabíó 21.00
I Feel Pretty 12
Metacritic 48/100
IMDb 4,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.20, 21.40
Sambíóin Akureyri 17.40,
20.00
Sambíóin Keflavík 17.40,
20.00, 22.20
Overboard Metacritic 45/100
IMDb 4,9/10
Laugarásbíó 17.40, 20.00,
22.20
Smárabíó 17.00, 19.40,
22.20
Borgarbíó Akureyri 17.30,
19.30, 21.30
Ready Player One 12
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 65/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 19.30,
22.20
A Quiet Place 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Strangers:
Prey at Night 16
Metacritic 49/100
IMDb 5,8/10
Smárabíó 22.10
Rampage 12
Metacritic 47/100
IMDb 6,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00, 22.20
Blockers 12
Metacritic 73/100
IMDb 6,2/10
Laugarásbíó 20.00
Önd önd gæs
Einhleyp gæs verður að
hjálpa tveimur andarungum
sem hafa villst. Íslensk tal-
setning.
Laugarásbíó 17.40
Smárabíó 15.10, 17.20
Borgarbíó Akureyri 17.30
Pétur Kanína
Pétur reynir að lauma sér
inn í grænmetisgarð nýja
bóndans og þeir há mikla
baráttu.
Smárabíó 15.30, 17.20
Lói – þú flýgur aldrei
einn Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 15.10
Víti í Vestmanna-
eyjum Morgunblaðið bbbbn
Sambíóin Álfabakka 17.20
Sambíóin Egilshöll 17.40
Sambíóin Kringlunni 16.00
Sambíóin Akureyri 17.00
Sambíóin Keflavík 17.30
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 68/100
IMDb 9,4/10
Laugarásbíó 17.00, 22.30
Sambíóin Álfabakka 17.30, 18.30, 19.00,
20.40, 21.40, 22.00
Sambíóin Egilshöll 17.00, 18.00, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 16.00, 19.10
Sambíóin Akureyri 19.10, 22.20
Sambíóin Keflavík 22.20
Avengers: Infinity War 12
Vargur 16
Bræðurnir Erik og Atli eiga báðir við fjárhagsvanda að
stríða af ólíkum ástæðum. Saman grípa þeir til þess ráðs
að smygla dópi til landsins. Erik skipuleggur verkefnið í
þaula og allt virðist ætla
að ganga upp.
Morgunblaðið
bbbmn
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 22.10
Smárabíó 17.50, 20.10,
22.30, 22.40
Borgarbíó Akureyri
19.30, 21.30, 21.50
7 Days in Entebbe 12
Myndin er innblásin af sann-
sögulegum atburðum, þegar
flugvél Air France var rænt árið
1976 á leið sinni frá Tel Aviv til
Parísar, og sett var í gang ein
djarfasta björgunaráætlun í
sögunni.
Metacritic 49/100
IMDb 5,6/10
Sambíóin Kringlunni 18.10, 20.30, 22.50
Sambíóin Akureyri 22.20
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio