Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 135. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Flytur lögheimilið 2. Allt að 35% hækkun bílverðs 3. Fjandsamleg yfirtaka 4. Birkir bjargaði hjónabandinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ný kvikmynd Benedikts Erlings- sonar, Kona fer í stríð, er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fær ágæta dóma. Gagnrýnandi The Guard- ian lofar mjög frammistöðu leikkon- unnar Halldóru Geirharðsdóttur, sem leikur kórstjóra sem á í stríði gegn orkufyrirtækjum. Leikstjórn Benedikts er lofuð fyrir örugg tök á efniviðnum og útlitinu hrósað en rýninum, sem gefur myndinni þrjár stjörnur, þykir hún nokkuð sérviskuleg. Rýnir Variety er hrifinn, segir kvikmyndina nær full- komið framhald fyrstu myndar Bene- dikts, Hross í oss; þetta sé mannleg kvikmynd sem hann spáir að verði ein þeirra mynda á Cannes sem hvað mest verði slegist um og verði hún sýnd víða. Dómur Hollywood Reporter er einnig lofsamlegur og Kona fer í stríð sögð hafa „meiri tilfinningadýpt og skýrari pólitíska undirtóna“ en fyrri mynd Benedikts. Rýnar ánægðir með Kona fer í stríð  Þrívíddar tríóið kemur fram á tón- leikum á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Tríóið skipa Rögnvaldur Borgþórsson á gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjóns- son á kontrabassa og Magnús Trygva- son Elíassen á trommur. Leika þeir lög eftir Gate- way-tríóið og frumsamið efni eftir Rögnvald, auk laga eftir Monk, Ell- ington og Ari Hoen- ig. Að- gangur er ókeypis. Þrívíddar tríóið á Kex hosteli í kvöld Á miðvikudag Suðvestan 5-10 m/s og rigning með köflum, en léttskýjað norðaustantil á landinu. Hiti 5 til 10 stig. Á fimmtudag Vaxandi sunnanátt með lítilsháttar vætu, en bjart- viðri á Norður- og Austurlandi. Suðaustan 10-18 undir kvöld. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 8-13 og dálitlar skúrir eða slydduél, norðlægari austanlands með rigningu á láglendi. VEÐUR „Það voru margir leikmenn sem yfirgáfu félagið í lok tíma- bilsins og þetta var allt saman mjög skrítið og ég hef aldrei upplifað svona lagað áður á mínum ferli. Það er þess vegna gaman að upplifa þessi um- skipti hjá félaginu, það kemur nýr þjálfari hérna inn með mik- inn kraft og liðið er mjög sam- stillt núna og með skýr mark- mið,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, sænskur bikar- meistari í fótbolta. »2-3 Gaman að upplifa þessi umskipti Helgi Mikael Jónasson dæmdi fjórar vítaspyrnur í bráðfjörugum leik Stjörnunnar og Víkings R. í Garðabæ í gærkvöld, þar sem liðin gerðu 3:3- jafntefli í síðasta leik 3. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Stjarnan komst þrívegis yfir í leikn- um en Víkingar tryggðu sér stig með marki seint í uppbótartíma, þegar Hollendingurinn Rick ten Voorde skoraði í annað sinn úr vítaspyrnu í leiknum. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr báðum víta- spyrnum Stjörn- unnar. » 2 Fjórar vítaspyrnur í Garðabæ í gærkvöld „Í lyfjaprófuðum kraftlyftingum, sem ég keppi í innan ÍSÍ, þá hafa bara tveir aðrir menn í heiminum náð þessari þyngd í réttstöðulyftu eftir að breyt- ingar urðu á þyngdarflokkunum. Ann- ar þeirra er í öðrum þyngdarflokki,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson, Evrópu- og heimsmeistari í réttstöðulyftu, m.a. við Morgunblaðið en hann lyfti 400 kg í greininni. »1 Afrek á heims- mælikvarða hjá Júlían ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Robert T. Kristjanson, fiskimaður á Gimli, hefur stigið ölduna í 70 ár. Um helgina var greint frá því að 12. júlí næstkomandi fær hann æðstu viðurkenningu sem veitt er í Manitoba, Mani- tobaorðuna (the Order of Mani- toba), fyrir ævi- starfið á Winni- pegvatni og fyrir að hafa staðið vörð um mikil- vægi fiskveiða sem helsti tals- maður fiski- manna á svæðinu í áratugi. „Hann á þetta skilið,“ segir lífs- förunauturinn Sigurrós, sem hefur staðið við hlið eiginmannsins í stríðu sem blíðu. Enginn, sem til þekkir, efast um orð hennar og viðurkenn- ingar honum til handa eru til vitnis um það. Á 79 ára afmæli hans, 2012, var hann til dæmis sæmdur afmæl- isorðu Elísabetar II. Englands- drottningar (The Queen’s Diamond Jubilee Medal) og ári síðar, á 80 ára afmælinu 7. desember, heiðraði fylk- isstjórn Manitoba hann fyrir meng- unarvarnir í Winnipegvatni og bar- áttu fyrir sjálfbærum veiðum. Lætur vaða að sjómanna sið Robert T., eða Bobby eins og hann er gjarnan kallaður, hefur lengi haft munninn fyrir neðan nefið en tekur nýjustu fregnum af hóg- værð. „Þetta er vissulega mikill heiður og ekki aðeins fyrir mig held- ur er þetta viðurkenning til allra fiskimanna í Manitoba og ekki síst hérna á Winnipegvatni,“ segir hann. Bobby stóð ekki út úr hnefa þegar hann byrjaði að veiða með Ted, föð- ur sínum, á fimmta áratug liðinnar aldar og hann er enn að. „Það er ró- legt núna enda má ekki byrja að veiða næst fyrr en um mánaða- mótin,“ segir hann, greinilega spenntur að komast aftur út á vatn- ið, sem er í raun eins og haf. Það hef- ur verið hans annað heimili eins lengi og hann man eftir sér og jafn- vel lengur en það. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið og kallar ekki allt ömmu sína. Er lifandi eftirmynd hins dæmigerða íslenska sjómanns, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. „Sérfræðing- arnir innan gæsalappa hafa ekki allt- af kunnað að meta það þegar ég hef sagt þeim til syndanna en ég gefst aldrei upp á því að verja starfið og veiðina og satt best að segja held ég að ég hafi komið einhverju áleiðis. Það er þá til einhvers unnið.“ Fylkisstjóri Manitoba hefur veitt Manitobaorðuna árlega frá árinu 1999. Henni var komið á laggirnar til þess að verðlauna sérstaklega ein- staklinga sem hafa staðið upp úr í fylkinu og náð árangri á sínu sviði. Bobby er sjöundi Kanadamaðurinn af íslenskum ættum sem fær orðuna en hinir eru Baldur R. Stefanson (2000), John Harvard (2004), Neil Bardal (2006), David Gislason (2008), Guy Maddin (2009) og Dan Johnson (2015). Núna verða 12 ein- staklingar sæmdir orðunni en til þessa hafa liðlega 200 manns fengið hana. Ánægður Þó að hátt hafi heyrst í Bobby undanfarin ár og töluvert borið á honum í fjölmiðlum er greinilegt að honum er annt um þessa viðurkenn- ingu og ekki skemmir fyrir að fá til- kynninguna skömmu fyrir íslenska sjómannadaginn. „Janice Fil- mon fylkisstjóri hringdi sjálf í mig og tilkynnti mér ákvörð- unina,“ segir Bobby. „Það þótti mér vænt um.“ Fengsæll fiskimaður í 70 ár  Robert T. Kristjanson á Gimli fær æðstu viðurkenningu Manitoba í Kanada Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Á Winnipegvatni Robert T. Kristjanson hlustar eftir því hvar skriðillinn er undir ísnum, þar verður næst borað og netið dregið upp. Robert T. Kristjanson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.