Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Gaman Kristín og Guðríður Sigurbjörnsdóttir, samstarfskona hennar, ásamt Achola Afrikana Otieno sem hefur kynnt tungumálið svahílí. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég kom til Íslands eftirað hafa búið í Danmörku í29 ár, frá því ég var sexára. Ég var því í raun af erlendum uppruna, þó að ég væri fædd hér. Ég ætlaði að staldra við hér á landi í leyfi í sex mánuði en menningarmótsverkefninu mínu var svo vel tekið að ég er hérna enn, tíu árum síðar,“ segir Kristín R. Vil- hjálmsdóttir, verkefnastjóri fjöl- menningar hjá Borgarbókasafni, en hún er hugmyndasmiður verkefnis á vegum bókasafnsins sem heitir Menningarmót – Fljúgandi teppi. „Menningarmótsverkefnið mitt gengur út á að varpa ljósi á sögu, lífsreynslu, styrkleika og tungu- málaforða þeirra sem taka þátt. Til- gangurinn er að skapa vettvang þar sem borgarbúar geta hist, bæði Ís- lendingar og þeir sem hér búa en eru með rætur í öðrum löndum og menningarheimum. Þetta snýst um að skapa samtal, leyfa fólki að miðla sinni menningu og tungumáli, út frá þess eigin forsendum og lífs- reynslu.“ Kristín segist hafa byrjað að þróa verkefnið þegar hún var kenn- ari á Jótlandi. „Við vinnum út frá opnu menn- ingarhugtaki, ekki aðeins því sem tengist landamærum, heldur persónulegri menningu og sögu, því að allir eiga sína sögu. Í fjölmenn- ingarsamfélagi okkar gengur þetta út á að flétta sögurnar saman og svo búum við til nýjar sögur saman. Við búum til samfélag saman út frá framlagi hvers og eins,“ segir Krist- ín og bætir við að Menningarmót – Fljúgandi teppi sé verkefni sem sé í boði fyrir leik-, grunn- og fram- haldsskólana í borginni. „Þá fer ég og undirbý með kennurum og set verkefni af stað, en á menningarmótinu sjálfu kynna börnin styrkleika sína, áhugamál og persónulega menningu. Við erum að reyna að fljúga út um allt samfélagið á töfrateppinu okkar,“ segir Kristín og bætir við að verkefnið hafi hlotið ýmsar viðurkenningar og vakið áhuga ekki aðeins á Íslandi, heldur líka í hinum Norðurlandaríkjunum, í Kanada, Tékklandi og Belgíu. Einnig hefur verkefni Kristínar fengið tungumálaviðurkenningu; Evrópumerkið árið 2017. Ég tilheyri tveimur löndum Kristín segist ekki aðeins hafa komið til Íslands til að fara af stað með fjölmenningarstarf hjá Borgar- bókasafninu, heldur einnig til að kynnast rótum sínum. „Ég hafði ekkert búið hér sem fullorðin manneskja og ég hafði ekki fengið móðurmálskennslu í íslensku í uppvextinum í Danmörku. Ég hafði ekki talað íslensku nema einu sinni til tvisvar á ári, þegar ég kíkti í heimsókn til Íslands. Ég var auðvit- að orðin dönsk og kom því hingað sem innflytjandi, ég kom til Íslands með þessa sömu reynslu og fólk af erlendum uppruna sem býr hér, fólk sem hefur farið frá heimalandinu og flyst þangað sem er nýtt umhverfi og nýtt tungumál. Þetta nýttist mér vel í vinnunni við fjölmenningar- verkefnið, og ég lærði líka að skrifa íslensku í gegnum þessa vinnu.“ Kristín segir að við það að flytja heim til Íslands, upprunalands síns, hafi heimurinn allur opnast fyrir henni, í gegnum vinnu hennar með fjölmenningarsamfélagið hér. „Ég er mikil tungumálamann- eskja og var tungumálakennari í Danmörku. Ástríða mín fyrir tungu- málum og menningu kemur kannski til af því að ég tilheyri tveimur löndum, og það er stór hluti af lífs- sögu minni. Ég hef fyrir vikið haft mikla þörf fyrir að tengja fólkið mitt í Danmörku við Ísland, og tengja fólkið mitt á Íslandi við Danmörku. Þessi reynsla mín, að tilheyra tveim- ur heimum, hefur litað starf mitt og nýst vel þar, sem og í persónulegu lífi mínu. Ég hef getað sett mig í spor fólks af erlendum uppruna af því ég hef sjálf setið beggja megin við borðið.“ Kristín segist í vinnu sinni við verkefnið hafa fengið mikla útrás fyrir að fara á dýptina með tungu- mál, kynnast tungumálaheimum og menningarheimum. „Ég hef fengið tækifæri til að vekja forvitni um tungumál. Þetta er mjög skemmti- legt starf, þetta er eins og að vera hluti af einni stórri fjölskyldu. Við vinnum mikið með grasrótinni, sam- tökum innflytjenda, en eitt aðal- markmiðið með opnu húsunum er að skapa vettvang fyrir grasrótina. Til að byrja með þurftum við mikið að leita og hafa fyrir því að koma þessu á framfæri en núna er þetta orðið svo þekkt að fólk hefur samband að fyrra bragði og biður um að vera með við að búa til hvers konar dag- skrá, barnaviðburði og fleira.“ Flogið um allt sam- félagið á töfrateppi „Ég hafði ekki búið hér sem fullorðin manneskja og ég hafði ekki fengið móður- málskennslu í íslensku í uppvextinum í Danmörku. Ég hafði ekki talað íslensku nema einu sinni til tvisvar á ári, þegar ég kíkti í heimsókn til Íslands. Ég var orð- in dönsk og kom því hingað sem innflytjandi,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafninu. Menningarmót í Fellaskóla Kristín segir starf sitt vera mjög skemmtilegt. Handagangur í öskjunni Oft er líf og fjör í fjölmenningarstarfinu. Nú þegar blessuð börnin eru að ljúka skóla er um að gera að skoða hvað er í boði fyrir þau yfir sumarið. Í gær var opnað fyrir skráningar í sumar- smiðjur menningarhúsa Borgarbóka- safnsins og kennir þar ýmissa grasa fyrir börn og unglinga. Má nefna rapp- og tónlistarkennslu, mannfræði á krakkamáli, myndlistarnámskeið, bókagerðanámskeið, ritsmiðju o.fl. Nánar á borgarbokasafn.is Fjör á sumarnámskeiðum Rapp, myndlist og fleira flott Morgunblaðið/Árni Sæberg Smiðjustjóri Kött Grá Pje. Tíu ára afmæli fjölmenningar- starfs Borgarbókasafnsins verður fagnað með tveggja daga norrænni ráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar, sem hefst á morgun, fimmtudag 24. maí. Yfirskriftin er: Rætur og vængir, og meðal annars verður spurt: Hvernig geta mennta- og menningarstofnanir, félaga- samtök og listamenn í samein- ingu stuðlað að fjölbreyttu menningarlífi þar sem allir fá að njóta sín? Auk Kristínar flytja erindi: Vigdís Finnbogadóttir, Eliza Reid, Mazen Maarouf, Helga Arnalds og Sjón. Hægt verður að fylgjast með ráðstefnunni á streymi, á face- booksíðu viðburðarins: Rætur og vængir. Rætur og vængir TVEGGJA DAGA RÁÐSTEFNA Fjölbreytni Krakkar frá ólíkum heimum mætast á menningarmóti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.