Morgunblaðið - 23.05.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 23.05.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. www.apotekarinn.is - lægra verð REYKLAUS VERTU Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ Nicotinell Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15% afslátt ur* * 2MG og 4MG 204 stk pakkningum. Gildir af öllum bragðtegundum. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Tillögur að nýju skipulagi í Örfir- isey, sem oft er betur þekkt sem Grandi, voru kynntar af meistara- nemum í skipulagsfræðum við Land- búnaðarháskóla Íslands á þriðjudag. Tillögurnar eru hluti af verkefni sem meistaranemar á fyrsta ári vinna en í verkefninu þurfa nemendur meðal annars að vinna greiningar á veð- urfari, vatnafari og sögu og þróun byggingar. „Þetta vakti greinilega áhuga póli- tíkusa því það voru mættir fulltrúar frá mörgum framboðum til að fylgj- ast með og kynna sér málið,“ segir dr. Sigríður Kristjánsdóttir, lektor við skólann, í samtali við Morgun- blaðið. Tillögurnar eru ólíkar að mörgu leyti en hafa þó allar útsýnið sem svæðið býður upp á í öndvegi við skipulagningu. Mikil áhersla er lögð á þétta byggð en tillögurnar gera ráð fyrir uppbyggingu íbúðahverfis á svæðinu þar sem vistvænum ferða- mátum, tækninýjungum og menn- ingu er gert hátt undir höfði. Ein af tillögunum gerir ráð fyrir byggingu nýs Listaháskóla en önnur gerir ráð fyrir því að olíutankarnir, sem hafa staðið á svæðinu frá því um miðja síðustu öld, verði gerðir að bátaskýli og svæði fyrir heita potta. „Ættu að senda Reykjavík- urborg reikning“ Síðustu ár hafa meistaranemar í skipulagsfræði unnið sambærileg verkefni á öðrum svæðum borg- arinnar en þar hafa meðal annars komið fram tillögur að skipulagi við Hörpu og á Miklubraut. Aðspurð hvort tillögurnar hafi einhvern tíma komist í framkvæmd segir Sigríður: „Þegar við tókum Hörpuna rétt eftir hrun þá var svæðið þar nánast í rúst. Nemendurnir ættu bara að senda Reykjavíkurborg reikning því þeir kynntu sitt skipulag fyrir þeim og í dag er búið að breyta þessu nánast í fullkomnu samræmi við þeirra til- lögur“. Nemendur Sigríðar unnu einnig með skipulag við Suðurlands- braut árið 2013. „Þá vorum við að hugsa um þessa hugmynd að Borg- arlínunni, en þá var að vísu borgar- línutitillinn ekki kominn,“ segir Sig- ríður en eins og margir vita er Borgarlínan svokallaða eitt helsta deiluefni komandi borgarstjórnar- kosninga. Grandi Ein af tillögunum gerir ráð fyrir nýrri vegtengingu um Hringbraut. Grandi endur- skipulagður  Nemar endurskipuleggja borgina Sorpa setti nýverið á laggirnar svo- kallaða efnismiðlun, tilraunaverkefni sem ætlað er að endurnýta hin ýmsu efni og hluti í stað þess að koma þeim strax í hefðbundið endurvinnsluferli. Rekstrarstjóri endurvinnslustöðva, Guðmundur Tryggvi Ólafsson, segir endurnotkun umhverfisvænni en end- urvinnslu. Að sögn Guðmundar er að- sóknin í efnismiðlunina töluverð en framboð og eftirspurn haldast ekki endilega í hendur. „Timbur er vinsælt ásamt gluggum og reiðhjólum. Það er einnig mikil eftirspurn eftir steyptum hellum en minna um framboð.“ Efnismiðlunin er eins konar bygg- ingavörumarkaður ætlaður þeim sem standa í framkvæmdum en markhóp- urinn er einnig skólar og listafólk. „Þarna er að finna mikið úrval af ým- iss konar vörum til framkvæmda fyrir lítinn pening.“ ragnhildur@mbl.is Endurnotkun ofar endur- vinnslu í tilraunaverkefni  Sorpa opnar efnismiðlun Ljósmynd/Sorpa Efnismiðlun Hér er hægt að finna timbur, glugga, reiðhjól, dekk og fleira. Fimm voru fluttir á slysadeild eftir að húsbíll fauk út af þjóðveginum undir Hafnarfjalli á sjötta tímanum í gær. Einn farþeginn festist undir bifreiðinni en vel gekk að losa hann og er hann ekki alvarlega slasaður. Aðrir voru með eymsli eða óslasaðir. Alls voru fimm manns í bílnum, þrír fullorðnir og tvö börn, og voru þau öll flutt á slysadeild til aðhlynningar. Bifreiðin var á suðurleið en var að sögn lögreglu kyrrstæð eða á mjög lítilli ferð þegar hún fauk út af veginum. Hvöss suðaustanátt hefur verið á Suður- og Vest- urlandi í dag með talsverðri rigningu og snörpum vindstrengjum við fjöll. Veðurstofan hefur varað við því að ökumenn ökutækja sem taka á sig mik- inn vind séu á ferðinni. Húsbíll fauk út af veginum við Hafnarfjall síðdegis í gær og slösuðust fimm farþegar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.