Morgunblaðið - 23.05.2018, Side 16

Morgunblaðið - 23.05.2018, Side 16
SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þann 10. september 2013, fyrir tæpum fimm árum, framkvæmdi Samkeppniseftirlitið húsleit á starfsstöðvum Samskipa og Eim- skips. Húsleitin var gerð vegna rannsóknar á meintum brotum gegn 10. og 11. grein samkeppn- islaga. Í tilkynningu um afkomu 17. maí síðastliðinn neitar Eimskip því að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Morgunblaðið birti frétt 11. september 2013, um ofangreinda húsleit, undir fyrirsögninni Vís- bendingar um ólöglegt samráð. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði m.a. í fréttinni: „Það er verið að afla gagna vegna vísbendinga um hugsanleg brot á samkeppnis- lögum. Það er gert á grundvelli úrskurðar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Það var farið í þess- ar aðgerðir samtímis hjá báðum fyrirtækjunum.“ Þar kom jafnframt fram að hús- leit var einnig gerð hjá dóttur- félögum Eimskips, Eimskip Ísland ehf. og TVG Zimsen ehf., og dótturfélögum Samskipa, Land- flutningum og Jónum Transport. Þann 12. september 2013 birti Morgunblaðið frétt um að gagna- öflun Samkeppniseftirlitsins væri lokið. Rúmu ári síðar, 15. október 2014, birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Grunaðir um ólöglegt samráð“, þar sem sagði að Samkeppniseftirlitið hefði kært ellefu starfsmenn Eimskips og Samskipa til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um að fé- lögin hefðu um árabil haft með sér ólöglegt samráð. Þar kom jafn- framt fram að Samkeppniseftir- litið hefði framkvæmt aðra húsleit í fyrirtækjunum sumarið 2014. Bæði félög neita sök 16. október 2014 birti Morgun- blaðið frétt undir fyrirsögninni Eimskip og Samskip neita sök. Þar kom fram að Samkeppnis- eftirlitið hefði fengið ábendingar um ólöglegt samráð og að félögin misnotuðu markaðsráðandi stöðu sína. Orðrétt sagði í ofangreindri frétt: „Fram kom í fréttum RÚV í gær að forstjórar Vífilfells og Öl- gerðarinnar ætla að kalla eftir skýringum skipafélaganna í ljósi kæru Samkeppniseftirlitsins. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, hafnar því að hann og fleiri starfsmenn Samskipa hafi gerst brotlegir við ákvæði sam- keppnislaga. „Við höfum ekki séð þetta plagg sem RÚV er greini- lega með, þannig að það er erfitt að tjá sig efnislega um það. Ég horfði á Kastljósið og gat ekki séð neitt í þeirri umfjöllun, sem benti til þess að samkeppnislög hafi ver- ið brotin,“ sagði Pálmar Óli í sam- tali við Morgunblaðið í gær.“ Pálmar Óli var spurður um þann hluta umfjöllunar Kastljóss- ins þar sem greint var frá því að innan Samskipa hefði verið sagt að láta ætti Ölgerð Egils Skalla- grímssonar eiga sig, á meðan Vífilfell væri hjá Samskipum, hvort það væri ekki vísbending um brot á samkeppnislögum. „Nei, af hverju?“ spurði Pálmar Óli. Í fréttinni kom fram að Ólafur Þór Hauksson, þáverandi sér- stakur saksóknari, nú héraðs- saksóknari, segði að hann gæti ekki tjáð sig efnislega um kæru Samkeppniseftirlitsins á hendur ellefu starfsmönnum Eimskips og Samskipa til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um að fé- lögin hefðu um árabil haft með sér ólöglegt samráð, en Ólafur Þór staðfesti að kæran hefði borist embættinu í mars á 2014. Staðfesti ekki umfjöllunina Í fréttinni kemur fram að Sam- keppniseftirlitið hafi deginum áður sent frá sér athugasemd, þar sem sagði m.a.: „Samkeppniseftirlitið mun ekki verða við beiðnum fjöl- miðla um aðgang að gögnum máls- ins. Jafnframt er eftirlitið ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöll- un sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Þann 24. október 2014 birtist svohljóðandi frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Eimskip kær- ir leka til lögreglu“: „Eimskip hef- ur kært til lögreglu leka á upplýs- ingum til fréttaþáttarins Kastljóss er tengjast rannsókn Samkeppnis- eftirlitsins á félaginu. Segir í til- kynningu frá Eimskip að Kauphöll Íslands hafi athugunarmerkt hlutabréf Eimskipafélags Íslands vegna leka á gögnum til Kastljóss er tengjast rannsókn Samkeppn- iseftirlitsins. Eimskip segir í til- kynningu að lekinn hafi skaðað ímynd félagsins. Þá hafnar Eimskip ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Fram kemur að það sé von félagsins að rannsókn á því hvernig áðurnefnd trúnaðargögn komust í hendur óviðkomandi upplýsist sem fyrst.“ Morgunblaðið/EggertMorgunblaðið/Hari Eimskip Uppskipun úr Bakkafossi, einu gámaskipa Eimskips, í Sundahöfn. Rúm fjögur ár frá því að kært var  Félögin neita því að hafa brotið lög  Önnur húsleit Samkeppniseftirlitsins sumarið 2014 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Þurrkarar Ofnar Helluborð Ryksugur Smátæki Þv ot ta vé la r Kæ lis ká pa r Vi ft ur og há fa r Uppþvottavélar Alveg einstök gæði 20-25% afsláttur af öllum vörum í nokkra daga Lágmúla 8 · sími 530 2800 TILBOÐSDAGAR Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær að fjórir menn hefðu stöðu sakbornings í rannsókn héraðssak- sóknara á meintum samkeppnis- brotum Samskipa og Eimskips. Í meginmáli er rifjað upp að Eim- skip kærði til lögreglu leka á upp- lýsingum til Kastljóssins í október 2014. Ólafur Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, var í gær spurður hvar kæra félagsins væri stödd: „Hún er enn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Við vitum ekki annað,“ sagði Ólafur. „Þetta er mjög stórt mál, sem skýrir það að minnsta kosti að hluta til hversu langan tíma rann- sóknin hefur tekið,“ sagði Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist ekki geta rætt efnisþætti málsins að svo stöddu. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í gær að rannsókn eftirlitsins beind- ist að mögulegum brotum fyrir- tækja á samkeppnislögum, þ.e. í stjórnsýslumáli. „Þessi rannsókn hefur reynst gríðarlega umfangs- mikil og tímafrek og mikil vinna hefur farið í að afla og greina gögn og upplýsingar,“ sagði Páll Gunnar, en ekki væri hægt að upplýsa frek- ar um framvindu málsins. Þetta er mjög stórt mál HÉRAÐSSAKSÓKNARI OG FORSTJÓRI SAMKEPPNISEFTIRLITS Samskip Helgafell, eitt gámaskipa Samskipa, komið til landsins hlaðið gámum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.