Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Verðbólgutrygging sem þak á verð-
tryggðum húsnæðislánum myndi
ekki kosta mikið ef tilgangurinn
með tryggingunni er að tryggja sig
fyrir óðaverðbólgu. Þetta er meðal
niðurstaðna í meistaraverkefni
Torfa Más Hreinssonar frá tækni-
og verkfræði-
deild Háskólans í
Reykjavík. Sem
dæmi nefnir
Torfi að verð-
bólgutrygging til
40 ára með samn-
ingsgengi upp á
6% myndi kosta
tæplega 800 þús-
und krónur.
Hann segir að
samningsgengi
verðbólgu hafi mikil áhrif á kostnað
við verðbólgutrygginguna. Í flest-
um tilfellum myndi ekki borga sig
að tryggja sig gegn verðbólgu til 40
ára þegar samningsgengið er sett of
lágt.
Vill ekki boð og bönn
Spurður um ástæðuna fyrir þessu
vali á meistaraverkefni segir Torfi í
samtali við Morgunblaðið að sér
finnist umræðan um afnám verð-
tryggingar áhugaverð. „Mér finnst
áhugaverðar þær skoðanir fólks að
allt yrði betra ef verðtryggingin
yrði afnumin. Ég er nokkuð viss um
að svo verði ekki,“ segir Torfi.
Hann segist almennt ekki vera
hlynntur boðum og bönnum á þessu
sviði. „Ég vil frekar hafa þennan
valmöguleika, sem verðtryggingin
er, áfram í boði. Sumum hentar
þessi kostur. Ef hann er ekki í boði
erum við að skerða möguleika
tekjulágra til að eignast sitt eigið
húsnæði.“
Torfi segir að verðbólgutrygging
sé ekki í boði í dag hér á landi. Til
að slíkt yrði mögulegt þyrfti að
koma til lagabreyting sem heimila
myndi einstaklingum að stunda af-
leiðuviðskipti, eða þá að sett yrðu
sértæk lög um þak á verðtryggð
lán.
Spurður að því hvort að sambæri-
legar tryggingar tíðkist erlendis
bendir Torfi á að íslenska verð-
tryggingin sé séríslenskt kerfi og
því sé erfitt að finna svipuð dæmi
erlendis.
Minnka vanefndir
Í verkefninu rekur Torfi hvernig
verðbólgutrygging gæti minnkað
líkur á vanefndum hjá tryggðum að-
ilum. Því þyrftu lánastofnanir ekki
að halda eftir jafn stórum eiginfjár-
grunni þar sem lánasafnið væri
öruggara. „Það gefur auga leið að ef
það kæmi verðbólguskot og eigið fé
lántaka í húsnæði hans myndi
hverfa, þá myndi hvati lántakans til
að halda áfram að greiða af láninu
sömuleiðis hverfa. En hins vegar ef
þakið er til staðar, þá heldur lántaki
eignarhlut í fasteigninni og hefur
þar með áfram hvata til að greiða af
láninu,“ segir Torfi að endingu.
Verðbólgutrygging ódýr
lausn gegn óðaverðbólgu
Morgunblaðið/RAX
Hvati Verðbólgutrygging gæti staðið vörð um hvata lántakenda til að greiða.
Í stað afnáms verðtryggingar gæti trygging gegn verðbólgu verið raunhæfur kostur
Verðtrygging
» Torfi notaði útfærslu Kron
og Kruse á Black-Scholes
líkaninu fyrir verðlagningu val-
rétta til að verðleggja verð-
bólgutryggingu.
» Skoðaði áhrif flökts á verð-
bólgu, nafnvöxtum og raun-
vöxtum á verðbólgutryggingar.
Torfi Már
Hreinsson
milljarða króna milli ára; hækkuðu
úr 9,9 milljörðum í 11,2 milljarða.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og
virðisrýrnun stóð nánast í stað á
milli ára og nam um 3,0 milljörðum.
Afskriftir og virðisrýrnun voru hins
vegar 650 milljónum króna meiri en
2016.
Íslandshótel reka sautján hótel
um land allt, þar af sex í Reykjavík.
Á árinu 2017 voru 775 starfsmenn
hjá Íslandshótelum, sé miðað við
heilsársstörf, en 650 árið 2016. Laun
og launatengd gjöld námu 4,7 millj-
örðum króna en voru 3,8 milljarðar
árið á undan.
Stjórn Íslandshótela gerir tillögu
um 150 milljóna króna arðgreiðslu
til hluthafa á þessu ári vegna
rekstrarársins 2017, en aðgreiðsla
nam 100 milljónum króna á síðasta
ári. Stærsti hluthafi Íslandshótela er
ÓDT ráðgjöf, félag í eigu Ólafs D.
Torfasonar, stjórnarformanns og
stofnanda félagsins, en Davíð Torfi
Ólafsson er framkvæmdastjóri þess.
S38 slhf., í eigu fjárfestingarfélag-
anna Kjölfestu og Eddu ásamt þrem-
ur lífeyrissjóðum, á um 22% hlut í fé-
laginu. steingrimur@mbl.is
Hagnaður af rekstri Íslandshótela
dróst nokkuð saman á árinu 2017 frá
árinu á undan og var hagnaðurinn
401 milljón króna á síðasta ári en
936 milljónir árið áður. Að teknu til-
liti til 2,8 milljarða króna endurmats
á fasteignum og lóðum félagsins var
heildarafkoman tæplega 2,7 millj-
arðar á síðasta ári, samanborið við
liðlega 3,7 milljarða árið 2016, en
endurmatið hefur ekki áhrif á
rekstrarreikning félagins. Endur-
matið var fært í eigið fé félagsins, í
samræmi við reikningsskilastaðla
sem félagið tók upp á síðasta ári, en
ársreikningur Íslandshótela var í
fyrsta sinn gerður í samræmi við
IFRS, alþjóðlega reikningsskila-
staðla.
Tekjur jukust um rúmlega 1,3
Hagnaður Íslandshótela dróst saman
Launakostnaður jókst verulega í fyrra
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Íslandshótel Launakostnaður jókst um rúmar 900 milljónir króna milli ára.
23. maí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 104.42 104.92 104.67
Sterlingspund 140.46 141.14 140.8
Kanadadalur 81.7 82.18 81.94
Dönsk króna 16.55 16.646 16.598
Norsk króna 12.984 13.06 13.022
Sænsk króna 12.062 12.132 12.097
Svissn. franki 104.81 105.39 105.1
Japanskt jen 0.9404 0.946 0.9432
SDR 148.38 149.26 148.82
Evra 123.28 123.96 123.62
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.9802
Hrávöruverð
Gull 1285.85 ($/únsa)
Ál 2296.5 ($/tonn) LME
Hráolía 78.61 ($/fatið) Brent
● Hækkun hús-
næðisverðs á höf-
uðborgarsvæðinu
síðastliðna 12 mán-
uði hefur ekki verið
minni síðan um
mitt ár 2011. Verð á
fjölbýli hefur hækk-
að um 4,6% og á
sérbýli um 7,1% á
síðustu 12 mánuðum. Nemur heildar-
hækkun húsnæðisverðs 5,4% á tíma-
bilinu. Þá var fasteignaverð á höfuð-
borgarsvæðinu óbreytt milli mars og
apríl. Þetta kemur fram í umfjöllun í
Hagsjá Landsbankans sem byggist á
tölum frá Þjóðskrá Íslands.
Samfelld og mikil hækkun raunverðs
stoppaði skyndilega um mitt ár í fyrra
og segir í umfjöllun Landsbankans að á
svipuðum tíma hefi framboð á markaði
tekið að aukast, sem og fjöldi nýbygg-
inga. Þrátt fyrir aukið framboð hafa við-
skipti dregist saman og var fjöldi við-
skipta fyrstu fjóra mánuði ársins 5%
minni en á sama tíma í fyrra. Á árinu
2017 voru viðskipti álíka mikil og 2015.
Fasteignaverð stóð í
stað milli mars og apríl
Íbúðir Viðskiptum
hefur fækkað í ár.
STUTT
● Gengi hlutabréfa í Eimskip lækkaði
um 4,67% í Kauphöllinni í gær í 94 millj-
óna króna viðskiptum og endaði í 194
krónum á hlut. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær sendi félagið frá sér til-
kynningu í fyrrakvöld um að forstjóri
þess og einn framkvæmdastjóra hefðu
báðir fengið stöðu sakbornings hinn 11.
maí í kjölfar skýrslutöku hjá embætti
héraðssaksóknara. Hlutabréf Eimskips
hafa lækkað um tæp 42% á einu ári. Út-
boðsgengi Eimskips við skráningu haust-
ið 2012 var 208 krónur á hlut.
Enn lækkar Eimskip