Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 www.gilbert.is Framleıtt í takmörkuðu upplagı Aðeıns 300 stk í boðı JS WATCH WORLD CUP MMXVIII 20 18 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Erkibiskup í Ástralíu var í gær fund- inn sekur um að hafa hylmt yfir með presti sem var sakaður um kyn- ferðisbrot gegn börnum á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Erkibisk- upinn er hæst setti maðurinn í kaþ- ólsku kirkjunni sem hefur verið dæmdur sekur um yfirhylmingu í barnaníðingsmáli, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisút- varpsins. Erkibiskupinn af Adelaide, Philip Wilson, sem er 67 ára, var ákærður fyrir að hafa hylmt yfir með prest- inum Jim Fletcher sem var sakaður um kynferðisbrot gegn börnum í Nýju Suður-Wales. Wilson neitaði sök og verjendur hans reyndu fjórum sinnum að fá dómarann til að vísa ákærunni frá vegna þess að erkibisk- upinn hefði verið greindur með alz- heimersjúkdóminn, sem leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa, lýsir sér með slæmu minni og þverrandi raunveruleikatengslum. Hann hefur þó haldið stöðu sinni í kaþólsku kirkj- unni. Dómarinn í málinu, Robert Stone, komst að þeirri niðurstöðu að Wilson hefði gerst sekur um að leyna alvar- legu, refsiverðu afbroti annars manns. Refsidómur verður kveðinn upp í júní og Wilson á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Erkibisk- upinn sagði í yfirlýsingu að niður- staða dómarans ylli sér miklum von- brigðum og kvaðst ætla að ráðfæra sig við lögfræðinga sína um hvort áfrýja ætti dómnum. Vildi vernda kirkjuna Jim Fletcher var dæmdur í fang- elsi árið 2004 fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum þegar hann var prestur í borginni Maitland. Hann lést í fangelsi um tveimur árum síðar. Þegar brotin voru framin var Wil- son aðstoðarprestur í Maitland og þeir Fletcher bjuggu í sama húsi um tíma. Jóhannes Páll II páfi gerði Wil- son að biskupi árið 1996 og fimm ár- um síðar var hann vígður erkibiskup af Adeleide. Einn þeirra sem urðu fyrir kyn- ferðisbrotum Fletchers, Peter Creigh, var altarisdrengur í kirkju hans. Creigh sagði fyrir réttinum að hann hefði sagt Wilson frá kynferðis- brotunum árið 1976 þegar hann var fimmtán ára, fimm árum eftir að þau voru framin. Wilson neitaði því að hann hefði vitað af athæfi Fletchers og kvaðst ekki muna eftir samtalinu sem Creigh lýsti fyrir réttinum. Dómar- inn hafnaði staðhæfingu erkibiskups- ins og komst að þeirri niðurstöðu að Creigh væri trúverðugt og sannsög- ult vitni. Wilson hefði vitað að frá- sögn Creigh væri „trúverðug ásök- un“. „Ákærði vildi vernda kirkjuna og orðspor hennar,“ sagði í dóms- niðurstöðunni. Annað fórnarlamb prestsins sagði fyrir réttinum að hann hefði sagt Wilson frá kynferðisbrotum prests- ins þegar hann skriftaði fyrir honum, þá ellefu ára að aldri. Wilson hefði þá sakað hann um lygar og refsað hon- um með því að skipa honum að þylja tíu maríubænir. Creigh táraðist þegar hann heyrði dómsniðurstöðuna. „Ákvörðunin bindur vonandi enda á hræsni kirkj- unnar, blekkingu hennar og misnotk- un hennar á valdi og trausti,“ sagði hann við fréttamenn. Biskupar Chile sögðu af sér Dómsniðurstaðan eykur vanda Frans páfa sem hefur verið undir miklum þrýstingi vegna fjölda barna- níðingsmála sem komið hafa fram í kaþólsku kirkjunni víða um heim síð- ustu ár. Páfi hefur verið hvattur til að koma á umbótum í kirkjunni til að vernda börn og koma í veg fyrir að hylmt sé yfir með prestum sem ger- ast sekir um kynferðisbrot gegn börnum. Allir 35 biskupar Chile tilkynntu á föstudaginn var að þeir hefðu ákveð- ið að biðja páfa um að leysa þá frá störfum vegna hneykslismáls sem hefur valdið kaþólsku kirkjunni álits- hnekki í landinu. Þeir tilkynntu af- sagnarbeiðni sína eftir að páfi kallaði þá á sinn fund vegna málsins. Nokkrir biskupanna hafa verið sakaðir um að hafa hylmt yfir með barnaníðingnum og prestinum Fern- ando Karadima á níunda og tíunda áratug aldarinnar sem leið. Mikið uppistand varð í Chile í janúar þegar páfi var þar í heimsókn og lýsti yfir stuðningi við umdeildan biskup, Juan Barros, sem er sakaður um að hafa hylmt yfir með barnaníðingnum. Páfi bað seinna fórnarlömb prestsins af- sökunar á orðum sínum og viður- kenndi mistök sín eftir að hafa lesið skýrslu um kynferðisbrot presta gegn börnum í Chile. Sekur um að hylma yfir með barnaníðingi Helstu ásakanir, rannsóknir og fréttir um kynferðisbrot presta í heiminum á síðustu árum Barnaníðingsmál sem tengjast kaþólsku kirkjunni 34 biskupar tilkynntu afsögn í maí vegna barnaníðingsmála. 80 prestarhafa verið sakaðir um kynferðisbrot gegn börnum á síðustu árum Chile Bandaríkin 17.000 kærurbárust frá fólki sem sagðist hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi alls 6.400 presta frá 1950 til 1980 Talið er að fjöldi fórnar- lambanna sé allt að 100.000 Þýskaland Hundruð barnaníðingsmála komu fram árið 2010. Í skýrslu frá 2017 segir að a.m.k 547 kórbörnhafi orðið fyrir kynferðisofbeldi á árunum 1945 til 1992 Írland 14.500 börn eru sögð hafa sætt kynferðisofbeldi presta Belgía Hundruðmanns hafa kært kynferðisbrot frá 2012. Biskup sagði af sér árið 2010 eftir að hafa játað kynferðisbrot gegn tveimur frændum sínum Holland Tugir þúsundabarna urðu fyrir kynferðisbrotum á árunum 1945-2010. Um 800 prestar hafa verið sakaðir um kynferðisbrot Austurríki Nokkur hneykslismál leiddu í ljós að um 800mannsurðu fyrir kynferðisofbeldi. Tvö hneykslismál urðu til þess að erkibiskup sagði af sér árið 1994 og biskup árið 2004 Rúmlega 10.000manns sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisbrotum tóku höndum saman árið 2002 til að krefjast skaðabóta Kanada Ástralía Péturstorg í Páfagarði, 25. mars Ljósmynd AFP: Marco Bertorello Um 15.000manns höfðu samband við nefnd, sem var stofnuð árið 2012, og sögðust hafa orðið fyrir kynferðisbrotum í kirkjum, skólum og munaðarleysingjahælum  Hæst setti kaþólski biskupinn sem dæmdur hefur verið fyrir yfirhylmingu AFP Fórnarlömb níðings Þrír menn, sem urðu fyrir kynferðisbrotum prests í Chile þegar þeir voru börn, í Róm eftir að þeir fengu áheyrn hjá páfa. Sænsk almannavarnayfirvöld hafa skýrt frá áformum um að dreifa bæklingi á öll heimili í Svíþjóð til að fræða þau um hvernig eigi að búa sig undir hugsanlegt stríð, náttúru- hamfarir, hryðjuverk og netárásir. Bæklingurinn er 20 blaðsíður og verður gefinn út á þrettán tungu- málum að beiðni sænsku ríkisstjórn- arinnar. Honum verður dreift til 4,7 milljóna heimila frá 28. maí til 3. júní. Titill bæklingsins er „Ef hættuástand eða stríð verður“. „Jafnvel þótt Svíþjóð sé öruggari en mörg önnur lönd … eru hættur fyrir hendi,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Dan Eliasson, forstjóra al- mannavarnastofnunar Svíþjóðar, sem annast útgáfuna. Í bæklingnum er Svíum meðal ann- ars ráðlagt að kaupa matvæli sem þola vel geymslu, þurfa lítið vatn eða séu tilbúin til neyslu án matreiðslu. Meðal annars er mælt með geymslu- þolnu brauði, t.d. tortilla-pönnukök- um og kexi, forsoðnum baunum, niðursoðnu baunamauki, sardínu- dósum, tilbúnum súpum og orku- stöngum. Fólki er ráðlagt að búa sig undir hugsanlegt rafmagnsleysi, símasambandsleysi og kulda í húsum, m.a. með því að geyma hlýjan ull- arfatnað, svefnpoka og kerti. Svíar eru einnig fræddir um hvernig þeir eigi að finna næsta loftvarnabyrgi og verða sér úti um hreint drykkjarvatn. Slíkur bæklingur var síðast gefinn út í Svíþjóð árið 1961 þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Í bæklingnum er ekki minnst á neitt land sem gæti ógnað Svíþjóð en engin launung er á því að sænsk stjórnvöld telja að land- inu geti stafað hætta af auknum um- svifum rússneska hersins. Til að mynda birti varnarmálanefnd sænska þingsins skýrslu í desember þar sem hún lagði til aukin framlög til sænska hersins á næstu árum til að efla hann vegna aukins hernaðar- máttar Rússlands. Fólkinu kennt að vera viðbúið stríði  Bæklingi dreift á heimili í Svíþjóð AFP Almannavarnir Dan Eliasson kynnti bæklinginn í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.