Morgunblaðið - 23.05.2018, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
Nauthólsvík Sólin skein í heiði á annan dag hvítasunnu. Sumir fóru í sjóinn en landkrabbarnir voru kappklæddir.
Kristinn Magnússon
1. „Staðfest áform“
um íbúðabyggingu
skila sér í fullgerðum
íbúðum á næstu árum.
Raunveruleikinn:
Rangt. Það hafa aldr-
ei verið jafn fáar íbúð-
ir byggðar á neinu 8
ára tímabili í Reykja-
vík frá árinu 1929 eins
og síðustu tvö kjör-
tímabil undir stjórn
Dags B. Eggerts-
sonar. Þrátt fyrir öll staðfestu
áformin.
2. Samfylkingin ætlar að bæta
við leikskólaplássum með því að
byggja nýja leikskóla.
Raunveruleikinn: Það vantar í
hið minnsta 100 leikskólakennara
og það hefur þurft að loka heilu
deildunum á leikskólum á und-
anförnum árum. Þetta er ekki
nýtt vandamál og borgarstjórn-
armeirihlutinn hefur ekkert gert
til að bæta kjör starfsfólks leik-
skóla.
3. Íbúðauppbygging á þétting-
arreitum skilar sér fljótlega í
þéttari borg.
Raunveruleikinn: Íbúum í ná-
grannasveitarfélögum Reykjavík-
ur hefur fjölgað um þúsundir um-
fram Reykjavík á ári hverju um
nokkurt skeið. Þétting á afmörk-
uðu svæði vestan Kringlumýr-
arbrautar mun ekki vinna gegn
þessari þróun. Þvert í móti hefur
íbúðaskortur í Reykjavík ýtt íbú-
um enn hraðar út í nágranna-
sveitarfélögin og jafnvel lengra
út, t.d. á Reykjanes, Suðurland
og Akranes.
4. Skuldir Reykjavíkurborgar
hafa lækkað.
Raunveruleikinn: Skuldir
Reykjavíkurborgar vegna dag-
legs rekstrar hafa hækkað þrátt
fyrir að tekjur hafi aldrei verið
meiri en Orkuveitan hefur lækk-
að skuldir stórlega. Vinstrimenn
settu sérstaka undanþágu í lög
2012 sem undanskilja orkufyr-
irtæki frá skuldum sveitarfélaga
þegar kemur að viðmiðunum fyr-
ir að sveitarfélög missi fjárhags-
legt sjálfstæði sitt. Þessi lög voru
sett sérstaklega vegna skulda
Orkuveitu Reykjavíkur. En nú
vill borgarstjórn hinsvegar telja
lækkun þessara skulda sér til
tekna.
5. Met var slegið í úthlutunum
lóða.
Raunveruleikinn: Það er auð-
velt að slá met með þeirri aðferð
að fresta úthlutunum fram á
næsta ár. Hvað þá með því að slá
met eftir sögulega litla úthlutun
lóða í 3 ár í röð og koma svo til
baka af krafti með uppsafnaðar
úthlutanir. Ef kjörtímabilið er
skoðað sem heild eru úthlutanir á
lóðum vel undir meðallagi.
6. Borgarstjórn hefur tekist að
lækka skuldir Orkuveitunnar.
Raunveruleikinn: Skuldir
Orkuveitunnar þrettánfölduðust
þegar gengi krónunnar var óhag-
stætt. Nú er gengi
krónunnar betra og
erlendar skuldir
lægri. Borgarstjóra
er ekki hægt að
þakka þann efna-
hagslega viðsnúning
á Íslandi sem rík-
isstjórn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugs-
sonar náði með bar-
áttunni við vogunar-
sjóðina.
7. Yfirbygging hef-
ur ekki aukist í borg-
inni.
Raunveruleikinn: 85% aukning
útgjalda hefur orðið hjá miðlægri
stjórnsýslu borgarinnar og starfs-
mönnum hefur fjölgað.
8. Útþensla byggðar leiðir af
sér fleiri bíla á Miklubrautina.
Raunveruleikinn: Þétting
byggðar og atvinnustarfsemi
kringum miðborgina leiðir af sér
fleiri bíla á Miklubrautina. Upp-
bygging atvinnustarfsemi í út-
hverfum þarf að fylgja uppbygg-
ingu íbúðabyggðar. Þá liggur
umferðarstraumurinn ekki allur í
sömu átt á álagstímum.
9. Nú er mesta upbyggingar-
skeið í sögu borgarinnar.
Raunveruleikinn: Það á ekki
við um fullgerðar íbúðir. Ef með-
altal í fullgerðum íbúðum á ári er
skoðað allt aftur til 1929, þá hafa
síðustu 2 kjörtímabil, undir stjórn
Dags verið undir meðallagi hvert
ár af kjörtímabilinu.
10. Það er ekki nægt vinnuafl
til að byggja íbúðir hraðar.
Raunveruleikinn: Skortur á
vinnuafli virðist ekki standa ná-
grannasveitarfélögum fyrir þrif-
um að eiga met í íbúðauppbygg-
ingu. Ekki virðist heldur skorta
vinnuafl til að reisa hótel. Ísland
er í EES og það er nóg af vinnu-
afli að hafa.
11. Strætófarþegum hefur
fjölgað.
Raunveruleikinn: Innstigum í
strætó hefur fjölgað. En mark-
miðið sem lagt var upp með í
samningi um stöðvun vegafram-
kvæmda 2012 hljóðaði upp á að
auka hlutdeild strætó í ferðavenj-
um borgaranna. En sú hlutdeild
hefur verið föst í 4% síðan ríkið
fór að veita milljarð á ári til
strætó. Að innstigum hafi fjölgað
á sama tíma er merki um að
strætókerfið sé orðið óskilvirkara
þannig að nú þarf hver farþegi að
stíga upp í fleiri vagna til að
komast leiðar sinnar.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
» Það hafa aldrei verið
jafn fáar íbúðir
byggðar á neinu átta ára
tímabili í Reykjavík eins
og síðustu tvö kjör-
tímabil undir stjórn
Dags B. Eggertssonar.
Vigdís
Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og er
borgarstjóraefni Miðflokksins.
Blekkingar
borgarstjóra
Fullgerðar íbúðir í Reykjavík 1929-2017
1.000
800
600
400
200
0
Fjöldi
Miðgildi
1929 1940 1951 1962 1973 1984 1995 2006 2017
Heimild: Ársskýrsla byggingarfulltrúa 2017
935
872
405
95
482
1.026
634
25
Fátt skiptir foreldra
meira máli en að börn-
um þeirra standi til
boða góð menntun.
Fyrir börnin er
menntun lykillinn að
framtíðinni. Grunn-
urinn er lagður í
grunnskólum og leik-
skólum. Allt það sem á
eftir kemur byggist á
þessum grunni, sem
sveitarfélögin hafa
tekið að sér að bera ábyrgð á.
Það er miður hve fátækleg op-
inber umræða um menntamál er í
aðdraganda sveitarstjórnarkosning-
anna næstkomandi laugardag. Um
það verður ekki efast að allir fram-
bjóðendur til sveitarstjórna vilja
standa vel að málum leik- og grunn-
skóla. Margir lofa enn hærri út-
gjöldum og taka undir kröfu um að
fjölga sérfræðingum í grunnskólum
og lýsa því yfir að nauðsynlegt sé að
hækka laun kennara. En verður
vandinn sem við er glímt leystur
með þessum einfalda hætti? Munu
gæði menntunar aukast? Ég leyfi
mér að efast.
Í skýrslu Samtaka iðnaðarins –
Ísland í fremstu röð eflum sam-
keppnishæfnina – er bent á að eng-
in þjóð innan OECD verji hærri
fjármunum til grunnskólans en Ís-
lendingar. Þrátt fyrir þetta bendir
alþjóðlegur samanburður til þess að
íslenskir nemendur standi lakar að
vígi en nemendur þeirra landa sem
við viljum bera okkur saman við. Á
mælikvarða PISA var Ísland í 27.
sæti af 35 í lesskilningi og 24. sæti í
stærðfræði.
Grunnskólanemendum á hvern
kennara hefur fækkað á undan-
förnum áratugum. Stöðugildum
kennara fjölgaði um 868 frá alda-
mótaárinu til ársins 2016. Nem-
endum á stöðugildi fækkaði úr 12,7
í 10,3. Öðru starfsfólki grunnskól-
anna hefur einnig fjölgað. Frá 2000
til 2016 fjölgaði stöðugildum við ís-
lenska grunnskóla um 1.549 sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar.
Heildarútgjöld sveitarfélaganna
vegna grunnskólans námu alls 79,5
milljörðum króna árið 2016 sem er
um 24,5 milljörðum hærri fjárhæð á
föstu verðlagi en árið 2000. Sam-
kvæmt gögnum Hagstofunnar
lækkuðu útgjöldin töluvert að raun-
virði í kjölfar falls bankanna en hafa
hækkað aftur á síðustu
árum. Svipaða sögu er
að segja af leikskólum
en útgjöld vegna
reksturs þeirra voru
yfir sjö milljörðum
hærri 2016 en alda-
mótaárið á föstu verð-
lagi. Á síðasta ári var
kostnaður á hvern
nemanda liðlega 230
þúsund krónum hærri
að raunvirði en 2006.
Hver nemandi kostar
um 810 þúsund krónur
á ári.
Í áðurnefndri skýrslu Samtaka
iðnaðarins kemur fram að kennslu-
stundir séu tiltölulega fáar á Íslandi
árlega í samanburði við lönd
OECD. Þrátt fyrir hærri fjár-
framlög hér og þrátt fyrir að nem-
endum hafi fækkað á hvern kennara
er árangurinn lakari en í þeim lönd-
um sem við viljum standa jafnfætis
eða betur þegar kemur að sam-
keppnishæfni menntakerfisins og
atvinnulífsins.
Metnaður kynslóðanna
Hver kynslóð hefur metnað. For-
eldrar mínir lögðu mikið á sig svo
lífskjör mín yrðu betri en þeirra
eigin og ég hefði fleiri tækifæri til
að láta drauma mína rætast. Hið
sama var að segja um foreldra
þeirra. Með sama hætti hefur það
verið kappsmál kynslóðanna að
byggja upp menntakerfi þannig að
þeir sem á eftir koma fái notið betri
menntunar en áður var í boði.
Sú hætta virðist raunveruleg að
kynslóðin sem nú vex úr grasi fái
ekki notið betri menntunar en við
sem erum eldri fengum. Það yrði í
fyrsta skipti í sögu okkar sem gæð-
um menntunar hrakaði á milli kyn-
slóða. Aukin útgjöld til menntamála
virðast ekki koma í veg fyrir lakari
getu í lestri og stærðfræði – und-
irstöðu alls sem á eftir kemur.
Rökin fyrir skólaskyldu eru aug-
ljós og óumdeild. Fáir ef nokkrir
gera ágreining um skynsemi þess
og réttlæti að hið opinbera – ríki og
sveitarfélög – fjármagni mennta-
kerfi að stórum hluta og þá ekki síst
grunn- og leikskóla.
Skortur á samkeppni
og valfrelsi
Ágreiningurinn snýr fremur að
því hvort og þá með hvaða hætti
rétt sé að skilja að fjármögnun og
rekstur í menntakerfinu. Ef ekki er
greint á milli þess hver greiðir og
hver veitir þjónustuna, er um leið
verið að taka ákvörðun um að tak-
marka valfrelsi nemenda og for-
eldra, fækka atvinnumöguleikum
kennara, koma í veg fyrir heilbrigða
samkeppni og draga úr fjölbreytni.
Íslendingar hafa í gegnum ára-
tugi byggt upp menntakerfi þar
sem opinberir aðilar sjá um stærsta
hluta rekstrar ekki síst grunnskól-
ans. Með örfáum undantekningum
annast sveitarfélögin sjálf rekstur
grunn- og leikskóla. Valfrelsi nem-
enda er í besta falli takmarkað og
samkeppni um vinnukrafta kennara
er í raun engin.
Sömu lögmál gilda um menntun
og alla aðra þjónustu. Samkeppni
kallar fram það besta fyrir neyt-
endur. Það er því nauðsynlegt að
brjóta upp kerfið og innleiða sam-
keppni á fyrstu skólastigum – láta
fé fylgja nemanda. Skólar eiga að
keppa um nemendurna en ekki taka
þeim sem sjálfgefnum hlut sem þeir
þurfa að sinna vegna þess að for-
eldrar hafa ákveðið að búa í við-
komandi skólahverfi. Skólar eiga
ekki að vera með nemendur í sjálf-
krafa áskrift. Í þessu geta sveit-
arfélög sótt í smiðju Garðabæjar
sem hefur innleitt heilbrigða sam-
keppni milli skóla óháð rekstrar-
formi þeirra.
Fyrir kennara ætti fjölbreytni í
rekstrarformi grunnskóla að vera
keppikefli. Samningsstaða þeirra
gagnvart menntastofnunum er allt
önnur og betri ef samkeppni er um
starfskrafta þeirra. Dugmiklir
kennarar sem skila árangri fá umb-
un í formi hærri launa í stað þess að
þurfa að sætta sig við laun sem eru
óháð frammistöðu.
Og hvað fáum við að launum ef
við skerum upp kerfið og lofum
vindum valfrelsis að blása um skóla-
kerfið? Betri skóla og meiri gæði
menntunar. Nýsköpun, hagkvæmari
og arðbærari nýtingu fjármuna.
Eftir Óla Björn
Kárason » Og hvað fáum við að
launum ef við sker-
um upp kerfið og lofum
vindum valfrelsis að
blása um skólakerfið?
Betri skóla og meiri
gæði menntunar.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins.
Valfrelsi í skólakerfinu