Morgunblaðið - 23.05.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 23.05.2018, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR „Velkomin um borð í flug Air Iceland Con- nect til Reykjavíkur í boði WOW air,“ sagði flugfreyjan þegar hún bauð farþega vel- komna um borð í flug- vél frá Akureyri til Reykjavíkur kl. tæp- lega 21 að kvöldi 18. maí en flugið var þá orðið um fjórum klukkustundum á eftir áætlun án þess að nokkur skýring væri gefin. Því miður er þetta ekki óvenjulegt hjá þessu flugfélagi nú- orðið, auk þess sem þjónustulundin og virðing fyrir viðskiptavinunum fer síminnkandi. Sú sem þetta skrifar hefur nú í tæp fimm ár flogið að jafnaði einu sinni í mánuði milli Reykjavíkur og Akureyrar og oftast farið báðar leið- ir sama dag. Þetta hefur almennt gengið mjög vel, ég hef örfáum sinn- um þurft að flýta eða seinka för vegna slæmrar veður- spár að vetri og hef einu sinni verið veðurteppt á Akureyri í 2 daga vegna veðurs. Frá því að Bombardier-vélarnar komu og eftir að nafn félagsins breyttist í Air Iceland Connect hefur hins vegar mikil breyt- ing orðið á til hins verra, einkum síðustu sex mánuði. Í þau fimm skipti sem ég hef farið þessa flug- leið það sem af er þessu ári, alltaf á föstudagseftirmiðdegi, hefur þrisvar orðið seinkun og í tvö skiptin svo mikil að ekki hefur verið lent í Reykjavík fyrr en milli kl. 21 og 22 að kvöldi þegar átti að lenda um kl. 18 og í hvorugt þessara skipta var neitt að veðri. Þetta byrjar alltaf eins, þ.e. 2-3 tímum fyrir brottför fær maður sms þar sem sagt er að seinka þurfi vél- inni um tæpan klukkutíma og gefinn upp nýr brottfarartími án þess að nokkur skýring sé gefin. Þegar svo um 1-2 klst. eru í þá brottför er aftur tilkynnt um seinkun og gefinn upp nýr tími sem heldur ekki stenst og síðan ekki söguna meir því næsta áætlaða brottfarartíma hafa farþeg- arnir í bæði þessi skipti sem um ræð- ir séð á skjánum í flugstöðinni all- nokkrum mínútum áður en tilkynnt var um hann í hátalarakerfinu og aftur án skýringa. Þeir segja að vísu að þeim þyki þetta leitt en það er allt og sumt, ekki einu sinni boðið upp á hressingu meðan beðið er og þess er vel gætt að hafa tímann milli tilkynn- inga þannig stilltan að fólk geti ekki gripið til annarra úrræða eins og að leigja sér sér bíl til að komast fyrr á áfangastað, til þess að missa ekki farþegana. Vitað er að flugfélagið vissi þegar um hádegi þennan dag, 18. maí, að þetta væri ráðgert, það er að sam- eina vélar og fljúga ekki fyrr en um kvöldið, og öll sómakær flugfélög hefðu tilkynnt farþegum það um leið og ljóst var að þetta stæði til. Þar sem ekki tekur nema 4 klst. að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur hefðu farþegar getað bjargað leik- húsum og öðrum viðburðum sem þeir höfðu ráðgert þá um kvöldið ef tilkynnt hefði verið um seinkunina í tíma eins og félaginu var í lófa lagið að gera í þessu tilviki. Nú er svo komið að margir samstarfsmanna minna sem áður flugu á milli eru al- farið farnir að keyra þar sem þessi framkoma flugfélagsins er orðin svo algeng upp á síðkastið. Undirrituð lenti í samskonar uppákomu hjá KLM/Air France fyr- ir nokkrum vikum, þá var tilkynnt um það með dags fyrirvara auk þess sem flugfélögin lögðu sig fram við að leysa vanda farþeganna sem skap- aðist. Þær flugferðir voru þó ódýrari heldur en flugið til Akureyrar þó um þvera Evrópu væri að fara. Verðlagningin hjá Air Iceland Connect er slík að jafnvel fyrir þá sem fljúga á svokölluðu Flugfrelsi sem á að teljast hagstætt þá kostar ferðin til og frá Akureyri rúmlega 22 þúsund krónur og núorðið má fá flugferð til erlendra borga á sama verði. Undanfarna mánuði hefur mér virst sem framboðið á þessum flugfrelsissætum sé takmarkaðra en áður og oftar sem maður þarf að kaupa annars konar miða annan legginn með tilheyrandi aukakostn- aði, jafnvel þótt fyrirvarinn sé góður. Hér áður fyrr var líka möguleiki á að fá sig fluttan á milli véla ef maður var kominn út á völl og það var laust sæti í vélinni. Núna er það borin von nema borga um helming af verði flugmiðans, jafnvel þótt vitað sé um laus sæti. Mér finnst nokkuð ljóst að Air Ice- land Connect ætlar að notfæra sér einokunarstöðu sína í innanlands- fluginu meðan það getur og ég get ekki beðið eftir að komi samkeppni inn á þann markað. Þá er ballið búið. „Velkomin um borð í flug Air Iceland Connect til Reykjavíkur í boði WOW air“ Eftir Halldóru Björnsdóttur »Mér finnst nokkuðljóst að Air Iceland Connect ætlar að not- færa sér einokunarstöðu sína í innanlandsfluginu meðan það getur. Halldóra Björnsdóttir Höfundur er læknir. Það kom þægilega á óvart að fá svar við grein minni um ACER, þriðja orku- málapakka Evrópu- sambandsins (ESB), frá nánum vini og samstarfsaðila til ára- tuga, Elíasi B. Elías- syni. Ég vil taka það fram að ég er ekki vel að mér í lögfræðilegum þátt- um þessa máls en ég þekki mjög vel til tæknilegra þátta í rekstri raforkukerfa. Elías nefnir þrjá punkta hjá mér til umræðu: Ef við höfnum þriðja orkupakkanum verðum við einir um það innan EFTA Í grein minni nefndi ég að „töluvert flókin staða gæti komið upp ef Ísland hafnaði ACER eftir samþykkt Norðmanna.“ Norðmenn samþykktu ACER með meirihluta atkvæða í Stór- þinginu en hvort það var 75%, eins og Elías nefnir í grein sinni, er ég ekki viss um. Kannski hef ég nefnt þá tölu í samtölum við Elías og hefur það þá verið gert í óvarkárni, en mér hefur ekki tek- ist að grafa upp niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar svo óyggjandi sé. En meirihluti var það. Það er minn skiln- ingur að lýðræði eigi að virka með þessum hætti. Stórþingið í Noregi hafði vald til lokaúrskurðar f.h. al- mennings og þetta varð niðurstaðan. Ýmsir hags- munaaðilar í Noregi óska nú eftir aðgerð- um til að ógilda ákvörðun Stórþingsins. Horft er til þess hvaða niðurstaða verði í málinu á Íslandi og ef málið væri fellt þar þá er talið að það muni hafa í för með sér nýja stöðu í Noregi. Íslendingar eru allt í einu orðnir björgunaraðili til að ógilda úrskurðarvald Stórþingsins. Öðru vísi mér áður brá. Þetta minnir óneitanlega á að á sínum tíma var afráðið, í almennri atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa, að leggja niður innanlandsflugvöll- inn í Vatnsmýri. Ennþá er verið að mótmæla þessari lýðræðislegu nið- urstöðu og það er jafnvel orðið hið mesta hagsmunamál hjá mörgum stjórnmálaflokkum að brjóta í bág við hana. Varla þarf að taka fram að ég er fylgjandi því að leggja niður þennan flugvöll. Mótrök gegn andstöðu í Noregi Um sæstrengshugmyndir segir Elías: „ACER er þegar með það á sínu borði hvort IceLink-verkefnið sé sameiginlegt hagsmunamál Evr- ópu. Vegna hreinleika orkunnar hér verður að telja líklegt að svo verði ákveðið.“ Ég held að þótt einhverjir starfsmenn innan ACER kroti þessar hugmyndir á blað þá jafn- gildi það ekki ákvörðun, langt í frá. Ég get hins vegar ekki verið samþykkur því að farið verði á næstunni í að leggja raforkusæ- streng yfir úfið Atlantshafið, vegna mikillar áhættu bæði við lagningu kapalsins og viðgerðir á honum. Þarna gæti ég verið sammála Elíasi, sem segir í Morgun- blaðsgrein 28. apríl sl., að IceLink- sæstrengurinn gæti verið óðs manns æði. Ákvörðun um fram- kvæmdina verður alltaf til hjá þar til bærum stjórnvöldum á Íslandi. Ef ekki, þá væri gott að heyra um það frá til þess hæfum lögfræð- ingum. Í þessu sambandi má nefna að Basslink-sæstrengurinn milli Tas- maníu og Ástralíu bilaði á sjó árið 2016 og var tekinn úr notkun í sex mánuði til viðgerða. Hann bilaði aftur í byrjun apríl 2018, í enda- stöð á landi, og er búist við að bil- unin standi í tvo mánuði og að hann komist aftur í gagnið í byrj- un maí nk. Þetta er ískyggilegt fordæmi fyrir IceLink. Elías gerir að umræðu hættuna á að ACER gæti gert kröfur um aukið álag á virkjanir, sem þá mundi valda auknum sveiflum í vatnsmiðlunum ofan virkjana. Ís- lensk verðstýring á raforkufram- leiðslu mun halda aftur af þessu með hæfilegri verðlagningu vatns í miðlunum. Líklega þyrfti að breyta þessari verðlagningu frá því sem nú er í reiknilíkönum til að takast á við nýjar aðstæður. Gæðastjórnun í raforkukerfinu Með raforkulögunum 2003, eða fyrir 15 árum, var afráðið að færa ákvörðunarvaldið frá pólitíkusum yfir til samkeppni á markaði. Raf- orkumarkaður væri tekinn í notk- un þar sem uppboð á raforku færi fram. Verðmyndun á samkeppn- ismarkaði mundi þá verða leiðandi bæði við útbyggingu raforkukerf- isins og rekstur þess. Að vísu voru ákvæði um markaðinn kölluð heim- ildarákvæði en ekki var farið dult með hvert ætti að stefna. Þessari skipan hefur nú verið komið á nánast í öllum hinum tæknivæddu þjóðríkjum hvar á hnettinum sem er og að mínu mati gæti verið óklókt fyrir Íslendinga að standa fyrir utan þá meginlínu. Á þeim tíma sem lögin voru sett var maður á báðum áttum um af- stöðu til málsins vegna smæðar hins íslenska raforkumarkaðar. Eftir 15 ár og eftir að hafa fylgst með þróun raforkumála um allan heim hef ég styrkst í þeirri skoðun að við ættum að feta sömu leið. Eini þröskuldur í vegi er að ennþá er ekki hafin vinna við gangsetn- ingu á uppboðsmarkaði fyrir raf- orku hér á landi, en allar þjóðir í kringum okkur hafa þróað þessi mál hjá sér þannig að til fyrir- myndar er. Á síðustu misserum hef ég fylgst náið með þróun breska markaðarins og get ekki annað en hrifist af vinnubrögðum þeirra. Þessar aðferðir ættum við að taka upp til að móta okkar raf- orkumarkað. Aðferðirnar eiga að bjóða upp á að staðbundni mark- aðurinn geti hvort tveggja verið einangraður eins og hann er í dag eða raftengdur síðar meir ef svo ólíklega vildi til að sæstrengur til Bretlands verði lagður einhvern tíma í fjarlægðri framtíð. Án samkeppnismarkaðar erum við með ófullnægjandi gæðastjórn- un í raforkukerfinu og þar gæti ACER komið til aðstoðar. Andsvar til Elíasar Eftir Skúla Jóhannsson Skúli Jóhannsson »Án samkeppnismark- aðar erum við með ófullnægjandi gæða- stjórnun í raforkukerf- inu og þar gæti ACER komið til aðstoðar. Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.