Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
✝ Marta BíbíGuðmunds-
dóttir fæddist á Ísa-
firði 9. nóvember
1932 og ólst þar
upp. Hún lést 13.
maí 2018 á heimili
sínu.
Foreldrar Mörtu
Bíbíar voru Guð-
mundur Kristján
Guðmundsson, f.
15.8. 1897, d. 4.1.
1961, bóndi í Stakkadal og síðar
skipstjóri á Ísafirði, og k.h. Sig-
urjóna Guðmundína Jónas-
dóttir, f. 14.1. 1903, d. 9.9. 1954,
húsfreyja í Stakkadal og á Ísa-
firði.
Marta lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar
1948.
Marta Bíbí giftist 31.12. 1961
Erlingi Magnússyni, þau skildu.
Marta Bíbí giftist 27.12. 1969
Geir Jónassyni, skipstjóra á
Stokkseyri, f. 14.6. 1940, d. 18.1.
1970.
Marta Bíbí var í sambúð frá
12.2. 1930, d. 9.5. 1996, versl-
unarmaður; Jónas Þór, f. 6.11.
1934, d. 5.7. 2003, stýrimaður;
Helga Gunnur, f. 6.8. 1937, fv.
deildarstjóri; Rannveig, f. 15.9.
1940, fv. alþingismaður og ráð-
herra; Gunnbjörn, f. 23.2. 1944,
prentari.
Marta Bíbí vann á Símstöð-
inni á Ísafirði 1948-58, Lang-
línumiðstöðinni og skrifstofu
Bæjarsímans í Reykjavík 1958-
65, á Stokkseyri 1965-77 og var
stöðvarstjóri þar frá 1967, var
stöðvarstjóri í Mosfellsbæ á ár-
unum 1977-92 og loks í Hafnar-
firði 1992-97.
Marta Bíbí æfði og keppti á
skíðum frá því á unglingsárun-
um og var ein fræknasta skíða-
kona landsins á sínum tíma. Hún
keppti fyrir Ísafjörð á skíðum í
alpagreinum 1952-58 og fyrir
KR á árunum 1959-66 og varð
margfaldur Reykjavíkur- og Ís-
landsmeistari. Hún sat í stjórn
Skíðadeildar KR 1978-79. Marta
Bíbí var formaður deildar stöðv-
arstjóra 1979-89, ritari Félags
íslenskra símamanna og sat í
samninganefnd FÍS 1979-89.
Hún var félagi í Zontaklúbbi
Reykjavíkur og gegndi oft trún-
aðarstörfum fyrir klúbbinn.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
1986 með Þorvarði
Guðjónssyni fram-
kvæmdastjóra, f.
28.1. 1929, d. 24.1.
2011. Þau giftust
31.1. 2001. Dætur
Mörtu Bíbíar eru
Hjördís Erlings-
dóttir, f. 24.10.
1959, sölustjóri í
Reykjavík en dóttir
hennar er Andrea,
f. 1989; Jóhanna
Erlingsdóttir, f. 14.12. 1962,
verkefnastjóri í Svíþjóð en mað-
ur hennar er Sigurður Hjálm-
arsson og eiga þau synina Tóm-
as, f. 1987, Hjálmar, f. 1988, og
Martein, f. 1990; Geirný Ósk
Geirsdóttir Stöhle, f. 26.8. 1970,
flugvallarstarfsmaður, búsett í
Osló en sambýlismaður hennar
er Erik Stöhle, dóttir Geirnýjar
er Friðrikka, f. 1994.
Systkini Mörtu Bíbíar eru
Guðrún Sigríður, f. 1.8. 1926, fv.
skólaritari; Margrét Valgerður,
f. 8.2. 1928, d. 18.6. 2004, fv.
bankafulltrúi; Hulda Rósa, f.
Elsku mamma okkar, amma
og tengdamamma. Það er
skrýtin tilhugsun að þú sért
ekki með okkur lengur – það
mátti kannski búast við að tím-
inn með þér væri farinn að
styttast en krafturinn í þér og
viljastyrkurinn var svo mikill
að við vorum ekki alveg tilbúin
þegar kallið kom.
Þú ert fyrirmynd okkar
dætra þinna. Sjálfstæð kona
sem vílaði ekkert fyrir sér.
Gafst okkur gott veganesti,
elsku mamma. Varst einstæð
móðir þriggja dætra, vannst
fulla vinnu allt þitt líf, ferðaðist
um heiminn eins og þig langaði
til. Þú kunnir að njóta lífsins út
í fingurgóma þó að ekki væri líf
þitt alltaf dans á rósum. Vissir
nákvæmlega hvernig þú vildir
hafa hlutina og sást til að þeir
væru þannig. Þú varst mikil
útivistarmanneskja og þá sér-
staklega mikill sóldýrkandi.
Ferðirnar í Þrastalund til að
njóta sumarblíðunnar voru
margar frá Stokkseyri og
stundirnar í garðinum á Lyng-
brekku þegar þar að kom. Síð-
asta ferðin okkar saman í sól-
ina var bara fyrir nokkrum
árum og það var yndislegt að
sjá hversu mikið þú naust
þessa að vera í sól og hita, með
okkur dætrum þínum. Minning-
arnar eru margar um yndisleg-
ar stundir þar sem oft var mik-
ið glens og grín.
Þú varst hápólitísk, sagðir
alltaf skoðun þína, kvenskör-
ungur mikill. Stolt af þeim kyn-
systrum þínum sem voru í far-
arbroddi á hinum ýmsu sviðum
en líka með hjartað á réttum
stað þegar kom að þeim sem
minna máttu sín í nærsamfélagi
þínu og í gegnum næstum 50 ár
í Zonta.
Alveg yndisleg fyrirmynd,
elsku mamma. Alltaf svo hrædd
um okkur, alveg fram á síðustu
stundu. Þér var svo mikið í
mun að okkur vegnaði vel í líf-
inu.
Þú ert skíðadrottning
barnabarnanna. Ferðirnar í
Skálafellið eru ógleymanlegar.
Það var aldrei spurning um
hvort börnin vildu fara á skíði,
heldur hvenær. Alltaf tilbúin í
að koma með í fjöllin og alltaf
sá amma um að allir væru vel
búnir og með bestu græjurnar.
Ekkert var sparað þegar kom
að því að kynna fyrir barna-
börnunum skíðaíþróttina. Allir
krakkarnir fengu að vera hjá
þér og þá var boðið upp á vöffl-
ur, farið í sund eða í ferðir í
húsbílnum. Alltaf svo stolt af
krökkunum og fagnaðir með
þeim hverjum áfanga í þeirra
heimalandi.
Þú ert virt og elskuð af
tengdasonunum. Alltaf svo gott
á milli ykkar. Þeir minnast þín
sem töffara sem gaman var að
spjalla við og þá sérstaklega
um skoðanir og dægurmál, allt-
af til í eldhúsumræður sem log-
uðu af pólitík og skemmtileg-
heitum. Stutt í hláturinn og
grínið.
Elsku æðsti-strumpur, eins
og við alltaf kölluðum þig, við
eigum eftir að sakna þín óskap-
lega. Við erum stolt af þér og
því hvernig þú sigraðist á veik-
indunum til að geta haldið sjálf-
stæði þínu. Það var mikilvægt
fyrir þig að stjórna þínu lífi
sjálf sem þú og gerðir. Sami
krafturinn alltaf í þér sama
hvað á gekk.
Við vitum að tekið verður vel
á móti þér af þeim ástvinum
sem á undan þér eru farnir. Þú
varst trygglynd öllum þínum,
elsku mamma, amma og
tengdamamma. Hvíl í friði.
Hjördís, Jóhanna og
Geirný Ósk, tengdasynir
og barnabörn.
Marta Bíbí systir er látin og
útförin hefur farið fram. Ég var
harmi slegin þegar hún kvaddi
óvænt þótt hún hefði tvisvar
fengið heilablóðfall, hið fyrra
fyrir ellefu árum. Strax þá
ákvað hún að mæta öllum með
brosi og sýna jákvætt viðmót.
Eldri systur mínar voru góðar
fyrirmyndir og við vorum nán-
ar, ekki síst eftir að mamma dó
aðeins 51 árs gömul. Öll systk-
inin, sex stelpur og tveir strák-
ar, urðu mjög samheldin. Bíbí
var kraftmikil íþróttastelpa og
var keppniskona að upplagi.
Hún æfði handbolta og varð
landsþekkt skíðakona sem vann
til fjölda verðlauna. Seinna
varð hún óþreytandi að hendast
á skíði með stelpurnar sínar
Hjördísi, Jóhönnu og Geirnýju
Ósk. Bíbí varð fyrir mikilli lífs-
reynslu á sínu æviskeiði en hún
setti sér ný markmið þegar
áföll dundu yfir. Þannig sótti
hún um að verða póst- og sím-
stjóri á Stokkseyri í kjölfar
skilnaðar með tvær ungar dæt-
ur af því þá gat hún búið Hjör-
dísi og Jóhönnu betra líf, en
fram að því voru langir dagar
með strætó til dagmömmu og
strætó til og frá vinnu og fáar
gæðastundir. Bíbí vann alla
starfsævina hjá Pósti og síma.
Á Ísafirði frá fimmtán ára
aldri, lengst af á ritsímanum,
en flytur tæpum áratug seinna
til Reykjavíkur og þar hefur
hún sambúð með Erlingi Magn-
ússyni, föður eldri dætranna.
Eftir Stokkseyrardvölina, sem
spannar á annan áratug, verður
hún póstmeistari í Mosfellsbæ
en endar starfsferilinn sem
póstmeistari í Hafnarfirði. Þeg-
ar Bíbí flutti á Stokkseyri
þekkti hún engan þar og áform-
aði að búa þar fáein ár til að
jafna sig og hafa dæturnar
nærri sér í litlu íbúðinni í póst-
húsinu. En á Stokkseyri hitti
hún stóru ástina sína, hann
Geir Jónasson skipstjóra, og
þau giftu sig um um jólin 1969.
Í byrjun janúar fórst Geir í
hræðilegu sjóslysi við innsigl-
inguna að Stokkseyri. Seinna á
árinu fæddist dóttir þeirra
Geirs, Geirný Ósk. Á uppvaxt-
arárum dætranna var Bíbí því
lengst af ein með þær. Ég á
ljúfar minningar frá Stokkseyr-
arárum þeirra mæðgna. Á full-
orðinsárum giftist Bíbí Þor-
varði Guðjónssyni og þau nutu
sambúðar í aldarfjórðung, tóku
þátt í félagslífi, ferðuðust og
stunduðu skíði. Þorvarður lést
árið 2011. Bíbí systir var sterk
og framsækin kona sem alltaf
varð að treysta á sjálfa sig og
var dætrum sínum góð fyrir-
mynd. Þegar líf hennar breytt-
ist í kjölfar veikindanna sýndi
hún sömu gömlu seigluna en
varð líka æðrulaus og kærleiks-
rík og mikil ástúð kom í sam-
band okkar. Hún var stolt af
dætrum sínum og barnabörn-
unum fimm og naut þess að fá
þau í heimsókn en öll nema
Hjördís búa erlendis. Yndislega
samverustund átti Bíbí með
ástvinum á 85 ára afmælinu á
Stokkseyri. Á engan er hallað
þegar ég þakka Hjördísi fyrir
hvað hún auðgaði líf mömmu
sinnar og veitti henni einstaka
umönnun eftir að halla fór und-
an fæti. Ég mun sakna Bíbíar
og blíða brossins hennar og er
núna þakklát fyrir að hún fór
fyrirvaralaust því hún hefði
ekki afborið að fara á stofnun.
Við Sverrir og börnin okkar
vottum Hjördísi, Jóhönnu,
Geirnýju og fjölskyldu Bíbíar
allri innilega samúð. Blessuð sé
minning þessarar einstöku
konu.
Rannveig Guðmundsdóttir
(Veiga systir).
Þótt löngu séu liðnir hjá
þeir ljúfu, fögru morgnar,
þá lifnar yfir öldungsbrá
er óma raddir fornar.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta
hver saga forn er saga ný
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsson)
Elsku Marta systir er dáin.
Hún var ein níu systkina sem
öll komust til fullorðinsára
nema eitt, drengur sem dó
þriggja daga gamall (tvíburi). Í
svona stórum systkinahópi
verða mismunandi einstakling-
ar til og allir reyna að finna sitt
pláss með sínar þarfir en eitt
er öruggt, það myndast sterkur
kærleiksstrengur á milli þeirra
sem aldrei slitnar.
Hún Marta systir fékk marg-
ar góðar vöggugjafir og nýtti
þær vel og var systkinum sín-
um góð fyrirmynd.
Hún var góður námsmaður
og hörkudugleg í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur. Lífshlaup
hennar var ekki alltaf dans á
rósum en hún fór í gegnum það
af miklu æðruleysi. Það var erf-
iður tími þegar hún missti hann
Geir sinn í hörmulegu sjóslysi á
Stokkseyri. Hún var komin tvo
mánuði á leið með yngstu dótt-
ur sína en hún átti tvær dætur
frá fyrra hjónabandi. Það voru
rétt fjórar vikur frá því að hún
stóð í kirkjunni á Stokkseyri
sem brúður þar til hún stóð yfir
kistunni hans í sömu kirkju.
Ég leit mikið upp til eldri
systra minna og fannst þær
vera eins og kvikmyndastjörn-
ur. Alltaf í fallegustu kjólunum
(sem mamma saumaði oftast)
og glæsilegar á velli. Ég sé
hana fyrir mér á dansgólfinu á
Uppsölum þar sem strákarnir
slógust um að dansa við hana.
Við áttum margar skemmti-
legar stundir systkinin með
mökum og börnum. Lengi héld-
um við jólaböll annan í jólum
þar sem við hittumst og höfðum
það mjög skemmtilegt.
Hún var ekki nema 75 ára
þegar hún fékk heilablóðfall og
lamaðist öðrum megin. Hún
missti málið og þurfti mikla
endurhæfingu. Með hjálp
stelpnanna sinna og góðs
hjúkrunarfólks náði hún sér
þannig að hún gat séð um sig
sjálf og náði málinu nokkuð vel.
Þá hjálpaði dugnaðurinn og
þrautseigjan.
Fyrir tveimur árum fékk hún
annað áfall og missti þá aftur
málið, það var mjög erfitt fyrir
hana en þá kom aftur upp í
henni keppnisskapið og hún
byrjaði að þjálfa sig aftur með
hjálp sinna nánustu, en þar átti
Andrea dóttir Hjördísar stóran
hlut. Við fórum oft til hennar á
sjúkrahúsið systkinin og það
var alltaf skemmtilegt. Hún tók
á móti okkur með bros á vör
því hún hafði einsett sér að það
væri betra til árangurs að
brosa framan í heiminn.
Hún ól stelpurnar sínar upp
að mestu leyti ein og tókst það
afar vel. Þær eru allar til fyr-
irmyndar en það var erfitt fyrir
hana að tvær þeirra voru bú-
settar erlendis ásamt barna-
börnum hennar. Hjördís elsta
dóttir hennar sem búið hefur á
Íslandi var því kletturinn henn-
ar og kom það mest í hennar
hlut að sjá um mömmu sína
sem hún gerði af mikilli ást og
alúð.
Hún Marta mín kvartaði
aldrei þótt lífið færi um hana
ómjúkum höndum. Ég sakna
hennar en ég veit að hennar
tími var kominn.
Ég og fjölskylda mín vottum
stelpunum hennar og þeirra
fjölskyldum dýpstu samúð um
leið og ég bið góðan guð að
geyma hana.
Takk fyrir allt, elsku systir.
Helga Guðmundsdóttir.
Marta Bíbí
Guðmundsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GRÍMUR BENEDIKTSSON
frá Kirkjubóli,
Dalbraut 14, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn
18. maí.
Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 25. maí klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Skjól.
Benedikt G. Grímsson
Anna Inga Grímsdóttir Svanur Ingimundarson
Gunnar Rúnar Grímsson Ragna Þóra Karlsdóttir
Smári Gunnarsson Stephanie Thorpe
Grímur Gunnarsson Þorbjörg Ásta Leifsdóttir
Sara Benediktsdóttir Albert Valur Albertsson
Lilja Karen Albertsdóttir
Faðir minn, afi, bróðir og uppeldisbróðir,
EYSTEINN JÓHANNESSON
frá Flóðatanga,
Rudesövej 13, Holte,
Kaupmannahöfn,
lést í Kaupmannahöfn þriðjudaginn 8. maí.
Útför hans hefur farið fram.
Christina Bøgh Blindbæk
Thomas Emil, Ida Louise
Guðrún Jóhannesdóttir
Sveinn Jóhannesson
Auður Fanney Jóhannesdóttir
Marteinn Valdimarsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
SONJA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Böðvarsgötu 11,
Borgarnesi,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
fimmtudaginn 17. maí.
Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju
laugardaginn 2. júní klukkan 11.
Þórður Sigurðsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Ágústa Johnson
Anna Ýr, Rafn Franklín, Þórður Ársæll og Sonja Dís
Nú er hann
Ragnar bróðir dá-
inn. Þetta er víst
leiðin okkar allra.
Hann var tveimur
árum eldri en ég,
foringi okkar yngri systkinanna
úr hópi tólf. Hann var 12 ára
þegar faðir okkar dó og
mömmu tókst að halda hópnum
saman.
Við byggðum okkur bú suður
í Brekku, heilt sveitarfélag, og
höfðum meira að segja kosn-
ingar. Hann var hreppstjórinn
og þarna gerði eitt okkar upp-
reisn og varð kommúnisti.
Fannst ekki réttlátt að hann
réði öllu. Einn bróðirinn var
Ragnar Hallsson
✝ Ragnar Halls-son fæddist 27.
júlí 1933. Hann lést
12. maí 2018.
Útförin fór fram
19. maí 2018.
ekki mikill búmað-
ur og undi sér bet-
ur úti í skurði að
athafnast.
Ragnar var ljúf-
menni og hafði ekki
hátt, öll börn, mín
og annarra, hænd-
ust að honum.
Íþróttamaður,
mikill hlaupari í
400 metrum og
stýrði íþróttamót-
um í sveitinni. Við vorum flest-
öll í íþróttum systkinin.
Hestamennskan var líf hans
og yndi og hestamannamótin á
Kaldármelum eins og þjóðhátíð.
Tók hann mikinn þátt í fé-
lagsstarfi.
En hann var fyrst og fremst
bóndi í Hlíð og stóð hugur hans
alltaf til náms á Hólum en það
gekk ekki upp að komast þang-
að. Ég minnist hans með hlýju.
Margrét Erla.