Morgunblaðið - 23.05.2018, Side 33
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Þín systir,
Guðlaug Guðjónsdóttir.
Hallgrímur Pétursson orti
um, og velti fyrir sér, dauðans
óvissa tíma. „Á snöggu auga-
bragði, afskorið verður fljótt“ –
„líf mannlegt endar skjótt“.
Við Guðmundur kynntumst
vegna eiginkvenna okkar, Dag-
nýjar Þorgilsdóttur og Ásrúnar
Sigurbjartsdóttur, Döggu og
Ásu. Guðmundur kom frá Nes-
kaupstað, ég frá Keflavík. Þær
voru hafnfirskar, og höfðu verið
í saumaklúbbi frá því í barna-
skóla, með mörgum fleiri. Þær
nefndu hann síðar saumaklúbb-
inn „síbomm“.
Þar létum við Guðmundur
talsvert að okkur kveða!
Þær Dagga og Ása voru sér-
lega nánar vinkonur, og gagn-
kvæmt hreinskilnar hvor við
aðra. Ása og Guðmundur fluttu
til Svíþjóðar til að afla sér frek-
ari menntunar.
Þeim líkaði vel í Jönköping,
ekki síst Ásu. Það blasti við að
þau settust þar að námi loknu,
en þegar Guðmundi bauðst starf
við sitt hæfi hjá Hafnar-
fjarðarbæ, þá var trauðla hægt
að hafna því. Við Dagga áttum
hjá þeim tvær heimsóknir til
Jönköping, mjög fróðlegar og
ánægjulegar. Tvö yngri börn
okkar voru með, og milli Ásu og
Viktoríu og Guðna og Guðmund-
ar lágu síðan þá miklir vináttu-
þræðir.
Dauðans óvissi tími getur
verið afar afstæður. Skömmu
eftir að þau fluttu aftur heim til
Hafnarfjarðar veiktist Dagga,
kona mín, skyndilega, og illi-
lega. Sjálfur var ég fjarverandi í
vinnu. Börnin kölluðu á lækni,
og gerðu jafnframt boð til Ásu.
Hún hafði sænska sjúkrahús-
reynslu, sá að þetta var alvar-
legt hjartaáfall. Læknirinn vildi
aðeins gefa verkjapillur. Ása
hafði að lokum sitt fram.
Þá urðu læknar að panta
sjúkrabíl, sem hann gerði.
Læknar, sem tóku á móti henni,
sögðu hálftíma hafa munað.
Þess vegna voru Döggu, og
hennar fólki, gefin 32 ár. Heim-
koma þeirra skipti sköpum fyrir
okkar fjölskyldu. Og nú er Guð-
mundur látinn, ári síðar, í næsta
herbergi við það þar sem Dagga
lést.
Þau hjón voru mjög sam-
rýmd, en þó nokkuð ólík. Guð-
mundur hægur, en Ása örari.
En hvort bætti annað upp. Guð-
mundur var vandvirkur heima
og heiman.
Heimilisverk og eldamennska
léku í höndum hans, og reynd-
um við Dagga hann að slíku í
Svíþjóð. Hann var ákaflega
reglusamur og þrifinn, og þægi-
legur í allri viðveru.
Fjölskylda mín minnist góðs
vinar og gegns, og það gerir ef-
laust sá „síbommi“ hópur sem
enn lifir.
Ámundi H. Ólafsson.
Elsku amma, eða amma rokk
eins og við kölluðum þig okkar á
milli. Amma rokk af því að þú
varst ekki hefðbundin amma í
blómasvuntu að baka smákökur,
heldur frekar óhefðbundin amma
í leðurpilsi með rauðan varalit og
sítt hár, mjög töff en með svo
hlýtt faðmlag og fallegt bros og
ávallt var stutt í hláturinn.
Það var alltaf svo gaman að
koma í heimsókn til þín í Mið-
strætið. Þar gátum við systkinin
leikið tímunum saman með
stærðarinnar krukku sem var
stútfull af gömlum smápening-
um, og þegar Þorsteinn braut
hana óvart einn daginn varstu
ekkert miður þín þrátt fyrir að
hafa átt hana í mörg ár, alltaf svo
þolinmóð yfir krakkaveseni í
kringum þig. Í Miðstrætinu
kenndir þú okkur að hlusta eftir
hafinu í gegnum stóra kuðunginn
í stofunni þinni og sagðir okkur
ótal sögur af fólki sem þú hafðir
hitt á förnum vegi. Þegar við vor-
um börn héldum við hreinlega að
þú þekktir til allra manna og
kvenna á Íslandi. Þegar við vor-
um unglingar og farin að eignast
kærasta eða kærustu þá var
fyrsta spurning þín alltaf „já, og
hverra manna er hann/hún?“, og
oftar en ekki þekktirðu til ætt-
menna þeirra. Þegar við urðum
svo fullorðin öðluðumst við ef til
vill dýpri skilning á sögunum
þínum og fólkinu sem þú hafðir
kynnst og sáum hversu langa og
fróðlega ævi þú hafðir átt.
Þú hafðir alla tíð mikið dálæti
á tónlist og varst alltaf svo stolt
og stuðningsrík þegar þú mættir
á tónleika hjá Guðrúnu þegar
hún var í söngnáminu. Ferðalög
voru í miklu uppáhaldi hjá þér og
þá bættust við skemmtilegar
ferðasögur í safnið þitt. Þú heim-
sóttir okkur barnabörnin þín alla
leið til Kanada þegar við vorum
lítil og Bryndísi til Bretlands nú
á síðari árum. Ást þín og um-
hyggja fyrir ömmubörnunum
þínum skein ætíð í gegn, og þrátt
fyrir háan og virðulegan aldur
hefur þú undanfarin ár prjónað
dásamlegar gersemar á barna-
barnabörnin þín, sem verða
geymd fyrir barnabarnabarna-
börnin þín.
Það er svo skrýtið að þú sért
farin, elsku amma, en þú býrð
ennþá í hjörtum okkar því við
munum alltaf elska þig og muna.
Við kveðjum þig nú í hinsta sinn
með söknuð í hjarta.
Þín barnabörn,
Bryndís, Guðrún Ragna og
Þorsteinn.
Amma, elsku amma.
Allt var rautt, allt svo rautt.
Þú hvattir mig til að semja,
kaldhæðni þína ógerlegt að temja.
Rauðu blómin, rauða naglalakkið,
hárið ætíð pínu hrokkið.
Amma, elsku amma,
sjaldan langt í spilastokkinn.
Amma mín, elsku amma mín,
hlátur þinn ómar í langa tíð.
Húmorinn sem brunnur eilífðar.
Amma þú varst svo snjöll.
Amma þú varst svo fyndin.
Getum við spilað eitt spil enn?
Hafðu það allra kvenna best,
eins og þú sagðir fyrir rest.
Rauður var þinn litur,
nú við borðið enginn situr.
Súkkulaðið og hárið hrokkið.
Rauða naglalakkið,
og við tilefni rauðar varir.
Nú er svo komið að þú farir,
hittir langafa og gamla vini.
Nú er komið að því,
kvíddu ekki því.
Það verður tekið vel á móti þér,
elsku amma uppí himin.
Eitt sem þú góða kenndir mér,
að kyssa kónginn á vegginn.
Hafðu það allra kvenna best,
Elsku amma, þú ert best.
(IS)
Þín dótturdóttir,
Ingibjörg Sörensdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og foreldramorgnar kl. 10.30.
Söngstund við píanóið er kl. 13.45. Hlökkum til að sjá ykkur!
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13-
16. Guðrún Eggertsdóttir fjallar um Guðrúnu frá Lundi og skrif henn-
ar. Stólaleikfimi með Öldu Maríu. Leikskólabörn frá Rofaborg líta í
heimsókn og syngja fyrir og með okkur. Kaffi og með á eftir í boði
kirkjunnar. Allir velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa
kl. 9-16. Söngstund með Helgu. Opið hús t.d. vist og brids kl. 13-16.
Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45.
Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Vatnsleikfimi í sundlaug
Boðans kl. 14.30.
Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.45
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30.
Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13. Handavinna kl. 9-12.
Tölvu- og snjallsímakennsla fellur niður í dag! Bókband kl. 13-17, frjáls
spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30, dansleikur með
Vitatorgsbandinu frá kl. 14-15. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið öll
velkomin til okkar í dag, síminn er 411-9450.
Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-150. Hægt er að
panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu
er selt frá kl. 14-15.30. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/15.15. Kvennaleik-
fimi í Sjálandi kl. 9.30. Kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 10.40, gönguhópur
fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl.
16.15.
Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-
16. Félagsvist kl. 13-16. Leikfimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Velkomin!
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 byrjenda-botsía, kl. 9.30 glerlist,
kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Botsía kl. 10–11. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og
púsl liggja frammi, morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
jóga hjá Carynu kl. 10, samverustund með Helgu kl. 10.30. Hádegis-
matur kl. 11.30, handavinnustofa opin kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl.
14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl.
8.50, upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45, ganga kl. 10, línudans með Ingu
kl. 10, zumba dans leikfimi með Auði kl. 13, tálgun í ferskan við með
Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl.14.30. Allir velkomnir óháð aldri.
Upplýsingar í síma 411-2790.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik-
fimi kl. 9.45. Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11.
félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl. 16.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni
kl. 12. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath. botsía fellur niður í
dag vegja uppsetningar á handverkssýningunni sem verður opnuð
föstudaginn 25. maí. Ath. að sýningin verður í aðstöðu félagsstarfsins
að Skólabraut 3-5 og verður opin föstudag, laugardag og sunnudag
frá kl. 13-18. Sölubás og vöfflukaffi. Allir velkomnir.
Sléttuvegur 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur sam-
an kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir
eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu
Helenu í síma 568-2586.
Stangarhylur 4, ZUMBA Gold kl. 10.30 undir stjórn Tanyu. Göngu-
Hrólfar ganga frá Bónus, Hraunbæ, kl. 10.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristni-
boðssalnum. Ræðumaður
Vigfús Ingvar Ingvarsson.
Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl 20.00.
Smáauglýsingar
Bækur
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
þú það sem
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
Bækur til sölu
Páll Ólafsson 1-2, 1899-1900.
Snorraedda 1975 Þ.J. Sögur og
kvæði Einar Ben 1897. Saltkorn í
mold 1-2. ár.Kirkjuréttur Jón
Pétursson 1863. Stjórnartíðindi
1885 - 2000, 130 st. Eylenda 1-2.
Íslandsatlas blár. Þosteinsætt í
Staðasveit, Ættir Austfirðinga,
Ættir Austur-Hún-vetninga 1-4,
Svarfdælingar 1-2, MA
stúdentar 1-5, Saga Alþingis 1-5,
Rangvellingabók 1-2,
Náttúrufræðingurinn 1.-45. ib.,
Þorpið 1.útg., Ársskýrsla
Íslenskra rafveitna 1943-1962
ib., Skýrslur um landshagi á
Íslandi 1-5, Hlín 1.- 44 árg., Kir-
kjuritið 1. - 23. ár, Hrakningar á
heiðarvegum 1-4. Úlfljótur 1-23.
ár ib., Eðlisfræði Fischer 1832,
Bygging og líf plantna 1906,
Söngvar og kvæði Jóns
Ólafssonar 1877. ár, Grjót, meira
grjót, enn grjót, Kjarval, ib.,
Njóla 3 útgáfa mk. 1884, Veiði-
maðurinn 1.-86 tb.ób.
Upplýsingar í síma
898 9475.