Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
Skál fyrır hollustu
Ég vildi segja að þetta væri rólegheitastaður en það er oft þaðmikið að gera að ég veit ekki hvort rólegheit séu sannleik-anum samkvæmt, en við viljum ekki æra fólk með hárri tón-
list heldur að það eigi rólega og góða stund,“ segir Bragi Skaftason,
annar eigenda barsins Veðurs, en Bragi á 40 ára afmæli í dag.
Veður er á Klapparstígnum og var barinn opnaður fyrir einu og
hálfu ári. Happy Hour er að sjálfsögðu á staðnum og stendur yfir frá
opnun til 19.35, þegar veðurfréttunum lýkur. „Mikið af því sem við
seljum er samt kokkteilar, en við leggjum upp úr vel gerðum hús-
kokkteilum, erum meira að segja með kokkteilastund á milli sjö og
níu á kvöldin þar sem hægt er að smakka frábæra drykki á mjög
lágu verði.“
Aðaláhugamál Braga er fótbolti og spilar hann með Þrótti old
boys. „Ég var að koma úr frábærri ferð með þeim þar sem við spil-
uðum á Stadium of Light, heimavelli Sunderland. Við gistum allar
næturnar í Edinborg og spiluðum fótbolta við old boys-lið Sunderland
og einnig við old boys-lið Spartans í Edinborg. Þetta var algjörlega
geggjuð ferð, en við vorum 28 í hópnum frá 31 árs til 68. Svo hef ég
gaman af ýmiss konar smíðavinnu, en ég og Arnar Hólm Sigmunds-
son, félagi minn, smíðuðum Veður.
Afmælið er á milli tveggja ferða, ég var að koma úr fótboltaferð-
inni, sem var gjöf frá mér til mín en svo fer ég með fjölskyldunni til
Katalóníu í byrjun júní. Mér skilst samt að konan sé búin að ákveða
eitthvað að gera fyrir fjölskylduna í dag í tilefni afmælisins.“
Eiginkona Braga er Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá
Reitum – fasteignafélagi, og börn þeirra eru Þorri, tíu ára, og Helga
Sigríður, sjö ára.
Vertinn Bragi Skaftason er annar eigenda Veðurs.
Nýkominn úr víking
með Þrótti old boys
Bragi Skaftason er fertugur í dag
K
ári fæddist á Sólvangi í
Hafnarfirði 23.5. 1968
og ólst þar upp: „Húsið
sem ég ólst upp í er
Lækjargata 12, beint á
móti Lækjarskóla, og heitir Þórs-
mörk. Það var því stutt í skólann –
rétt yfir Lækinn – en stundum var
sagt í gríni að sá sem byggi í Þórs-
mörk þyrfti að fara yfir Krossá.“
Eftir Lækjarskóla lauk Kári stúd-
entsprófi frá Flensborg 1989. Hann
stundaði nám í píanóleik, fyrst í Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar hjá Krist-
ínu Ólafsdóttur og Sigurði Marteins-
syni, og síðar hjá Jónasi
Ingimundarsyni, en frá honum út-
skrifaðist Kári með burtfarar- og pí-
anókennarapróf frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1993. Samhliða
píanókennaranámi lauk hann burtfar-
arprófi í orgelleik við Tónskóla þjóð-
kirkjunnar undir handleiðslu Harðar
Kári Þormar dómorganisti – 50 ára
Frískt loft í lungun Hér er allur Dómkórinn samankominn um páskana, við gaflinn á Dómkirkjunni, ásamt Kára.
Þrír afmælisdagar í
fimm manna fjölskyldu
Morgunblaðið/Ómar
Kórstjórinn Kári í fullri sveiflu við æfingu Dómkórsins í Hörpu.
Kópavogur Kristmundur
Örn Ingason fæddist 23.
maí 2017 kl. 6.31 og á því
eins árs afmæli í dag. Hann
vó 3.245 g og var 50 cm
langur. Foreldrar hans eru
Hulda Björk Guðmunds-
dóttir og Ingi Örn Krist-
jánsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is