Morgunblaðið - 23.05.2018, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
» Nýjasta kvikmynd Bene-dikts Erlingssonar, Kona
fer í stríð, var frumsýnd hér á
landi í Háskólabíói í gær á sér-
stakri hátíðarsýningu. Kvik-
myndin var frumsýnd í Cannes
fyrr í mánuðinum og hefur
hlotið lofsamlega dóma og
hlaut auk þess verðlaun fyrir
handrit í flokknum Critic’s
Week.
Kvikmyndin Kona fer í stríð frumsýnd í Háskólabíói
Leikarar og aðstandendur kvikmyndarinnar F.v. Ólafur Egilsson, Davíð Alexander Corno, Benedikt Erlingsson,
Jóhann Sigurðarson, Halldóra Geirharðsdóttir og Davíð Þór Jónsson voru kát í aðdraganda frumsýningarinnar.
Spennan í hámarki Á meðal frumsýningargesta voru þau
Snorri Helgason, Saga Garðarsdóttir og Steiney Skúladóttir.
Listamenn Ragnar Kjartansson, Guðrún Ásmundsdóttir, Björn
Thors og Unnur Ösp Stefánsdóttir voru í hátíðarskapi.
Ánægð hjón Jóhannes Haukur Jóhannesson
leikari og Rósa Björk Sveinsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimild-
armynda, lauk um helgina og voru
átján íslenskar heimildarmyndir
frumsýndar og átta verk í vinnslu
kynnt. Hátíðinni lauk á sunnudags-
kvöld og að vanda með verðlaunaaf-
hendingu. Heimildarmyndin Söngur
Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórs-
dóttur hlaut bæði áhorfendaverðlaun
hátíðarinnar, Einarinn, og dóm-
nefndarverðlaun hennar sem nefnast
Ljóskastarinn. Myndin fjallar um
söngelska dóttur Önnu Þóru, Ernu
Kanemu, og leit hennar að söngvum
frá Sambíu, heimalandi föður henn-
ar, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu. „Um leið og Erna kemst í
snertingu við uppruna sinn þá öðlast
hún skilning á tónlistarhefð forfeðra
sinna og tekur brot af henni með sér
heim til Íslands,“ segir þar.
Dómnefnd hátíðarinnar sam-
anstóð af Ragnari Bragasyni, El-
ísabetu Indru Ragnarsdóttur og
Yrsu Roca Fannberg og hafði nefnd-
in m.a. það að segja um verðlauna-
myndina að hún ætti ríkt erindi við
samtíma sinn, miðlaði mikilvægum
lífsgildum og fangaði litróf þjóð-
arinnar. „Sagan er sögð af mikilli
hlýju og næmi, full af gleði og
hjarta,“ segir m.a. í umsögn dóm-
nefndar.
Dómnefndin tilnefndi einnig heim-
ildarmyndina Rjóma eftir Freyju
Kristinsdóttur til sérstakra hvatn-
ingarverðlauna með eftirfarandi um-
sögn: „Klassísk saga af órettlæti sem
kemur þó sífellt á óvart og heldur
manni föngnum frá upphafi til enda.“
Söngur Kanemu hlaut tvenn
verðlaun á Skjaldborg
Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson
Fjölskylda Anna Þóra Steinþórsdóttir með eiginmanni sínum, Harry Mas-
hinkila, og dætrum þeirra Kanema Mashinkila og Auði Makaya Mashinkila.
Robert Indiana, bandaríski pop-
myndlistarmaðurinn sem er fræg-
astur fyrir útfærslur á orðinu love í
myndverkum sínum, er látinn 89 að
aldri. Í andlátsfregn The New York
Times segir að útgáfur hans á orð-
inu hafi orðið meðal kunnuglegustu
listaverka liðinnar aldar en hann
gerði hundruð útgáfa af orðinu og
útfærði í skúlptúrum, grafík-
verkum og málverkum; það birtist
líka á frímerkjum og allskyns öðr-
um fjölfeldum. Undanfarna áratugi
hefur Indiana búið á eynni Vinal-
haven í Maine og lifað sífellt ein-
angraðra lífi, þótt vinsældir verk-
anna hans hafi aukist.
Listamaðurinn Robert Indiana látinn
Ástarjátning Útgáfur Indiana á orð-
inu love eru margar og kunnar.
Nær hálfri öld eftir að myndlistar-
maðurinn Andy Warhol stofnaði
tímaritið Interview í New York
hafa núverandi eigendur lýst það
gjaldþrota og hætt útgáfunni.
Í Interview var frá fyrsta degi
fjallað um menningu og listir á fjöl-
breytilegan hátt, með stórum ljós-
myndum og áhrifaríkri hönnun. Og
tímaritið naut löngum mikilla vin-
sælda og þótti hafa mótandi áhrif á
efnistök og útlit annarra miðla sem
létu ritið, sem Warhol hafði mikil
áhrif á meðan hann lifði, um að
ryðja brautina. Warhol lést árið
1987 og tveimur árum síðar keypti
auðkýfingurinn og myndlistarsafn-
arinn Peter Brand ritið. Síðustu tvo
áratugi hefur lestur á því minnkað
og um leið dregið úr áhrifamætti
útgáfunnar.
Tímaritið Interview gjaldþrota
Interview Stofnandinn Andy Warhol
á forsíðu gamals eintaks Interview.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fös 25/5 kl. 20:00 34. s Fös 1/6 kl. 20:00 36. s
Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s
Allra síðustu sýningar!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas.
Fös 25/5 kl. 20:30 aukas. Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas.
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Mystery boy (Stóra sviðið)
Fim 24/5 kl. 19:30
MYSTERY BOY (Yfirnáttúruleg ástarsaga)
Aðfaranótt (Kassinn)
Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinna