Morgunblaðið - 23.05.2018, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
ICQC 2018-20
AF GRÍNGOÐSÖGN
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Enski gamanleikarinn, grínistinn
og handritshöfundurinn John
Cleese heiðraði Íslendinga með
nærveru sinni í Eldborgarsal
Hörpu í síðustu viku þegar hann
flutti í þrígang sýningu sína Last
Time to See Me Before I Die, Síð-
asta tækifæri til að sjá mig áður en
ég dey í lauslegri þýðingu.
Cleese hefur verið lengi á
grafarbakkanum, að því er virðist,
því hann hefur flakkað um heiminn
með þessa sýningu allt frá árinu
2013, eftir því sem ofanritaður
kemst næst. Þó má vera að sýningin
hafi tekið einhverjum breytingum á
þeim tíma og ljóst að Cleese mun
ekki drepast alveg strax því fleiri
sýningar eru framundan.
Óþolandi aðdáendur
Cleese er ein af goðsögnum
grínsögunnar og enn að gera grín,
þó orðinn sé 79 ára. Ef hláturinn
lengir lífið eru allar líkur á því að
Cleese verði 150 ára hið minnsta,
enda ískraði í honum hláturinn
hvað eftir annað á sviði Eldborgar.
Hann öðlaðist frægð með hinum
magnaða grínhópi Monty Python á
sínum tíma en hópurinn gerði sína
fyrstu þáttaröð, Monty Python’s
Flying Circus, fyrir BBC árið 1969
og gjörbreytti með henni gaman-
þáttagerð í sjónvarpi. Eftir hópinn
liggur margt meistaraverkið, bæði
þættir og kvikmyndir, m.a. gaman-
myndin Life of Brian þar sem sagan
af Jesú er tekin fyrir með einstök-
um hætti, eins og frægt er orðið.
Cleese sagði m.a. frá aðdraganda
þeirrar myndar og eftirmálum á
sýningu sinni í Eldborg sem var
ekki eiginlegt uppistand heldur
blanda af gamanmálum, fyrirlestri,
minningum og upprifjunum og
sýndi meistarinn mörg myndskeið
sem teljast í dag sígild, m.a. úr
Monty Python-þáttunum og kvik-
myndunum Holy Grail, The Mean-
ing of Life og Life of Brian.
Cleese er sem gamanleikari í
sérstöku uppáhaldi hjá pistilritara
og nægði honum í raun að sjá
Cleese í holdinu á sviði Eldborgar;
roskinn, belgmikinn og enn í fullu
fjöri, þrátt fyrir yfirskrift sýning-
arinnar. Strax í upphafi minnti
hann á mikilvægi sitt með því að
segja frá þeim ótal skiptum sem
ókunnugir hafa komið að máli við
hann, lýst yfir aðdáun sinni á hon-
um og fullyrt að hann hafi breytt
lífi þeirra. „Ég þoli það ekki!“ sagði
Cleese og uppskar mikinn hlátur
Ekki dauður enn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óborganlegur Cleese brá sér m.a. í hlutverk gamallar konu á sýningu sinni í Eldborg í síðustu viku.
gesta Eldborgar. Hann lét við-
stadda svo þylja upp texta af skjá
þar sem þeir lýstu yfir aðdáun sinni
á honum og að hann hefði breytt lífi
þeirra en textinn endaði á þeim
orðum að Cleese væri óþolandi
montrass og leiðindaskarfur.
Organdi kæti og vonbrigði
Af viðbrögðum að dæma virt-
ust sýningargestir flestir vera
aðdáendur Cleese og ljóst að þeir
sem ekki þekktu Cleese og hans
verk, m.a. Monty Python og þann
einstaklega kjánalega húmor sem
hópurinn er frægur fyrir, hefðu
betur heima setið. Sessunautar
pistilritara voru eins og svart og
hvítt. Hægra megin sátu tveir karl-
ar um fertugt sem voru í símunum
sínum alveg fram að hléi, hlógu lít-
ið sem ekkert og furðuðu sig reglu-
lega á því hversu lélegur Cleese
væri og sýningin lítið fyndin. Báðir
létu sig hverfa í hléi.
Vinstra megin við pistilritara
og frú voru aftur á móti tvær konur
í sínu fínasta pússi, á að giska milli
þrítugs og fertugs. Þær orguðu af
hlátri og jafnvel áður en brandar-
arnir voru byrjaðir, þekktu greini-
lega öll atriði Cleese og Monty
Python og voru nær hamslausar af
gleði, enda margt bráðfyndið þó
maður hefði séð það margoft áður.
Má þar nefna æluatriðið sígilda í
The Meaning of Life sem er alltaf
jafnstórkostlegt, sama hvað maður
sér það oft enda gekk það og geng-
ur enn gjörsamlega fram af fólki í
subbuskap sínum og ósmekkleg-
heitum sem gerir það einmitt svo
hrikalega fyndið.
Dánarorsakir fyndnar?
Bleksvart grín var Cleese afar
hugleikið þetta kvöld og hann hafði
á orði að ekki mætti gera grín að
neinu lengur eða svo gott sem. Sá
gamli hefur greinilega afar svartan
húmor því undir lokin fór hann að
spauga með dánarorsakir fólks,
nefndi til dæmis að gestir í nokkr-
um sætaröðum Eldborgar myndu
deyja úr hjartaáfalli, aðrir úr
krabbameini, nokkrir myndu svipta
sig lífi o.s.frv. Þótti pistilritara þá
fulllangt gengið í tabú-gríninu því
líklega vilja fáir velta því fyrir sér
hvað verði þeim að aldurtila.
Að sama skapi var nýrra grín-
efni Cleese ekki mjög fyndið, t.d.
myndskeið þar sem hann gerir grín
að gleðisnauðum Svíum. Gamanið
hefur kárnað með árunum enda
Cleese ekki lengur ungur og spræk-
ur í hópi skapandi manna á borð við
félagana í Monty Python. Sá gamli
átti engu að síður góða spretti þetta
kvöld, t.d. þegar hann lýsti sam-
skiptum sínum við síkvartandi
móður sína og að hann hefði boðist
til að senda á hana „lítinn mann
sem býr í Fulham“ sem væri til í að
drepa hana (!).
Cleese lifir vissulega á fornri
frægð og hefur greinilega húmor
fyrir því. Þó grínið hafi verið mis-
fyndið þetta kvöld var upplifun að
sjá þennan mikla grínmeistara og
hlusta á hann ausa úr viskubrunni
sínum. Þetta var skemmtilegt
kvöld.
»Þær orguðu afhlátri og jafnvel áður
en brandararnir voru
byrjaðir, þekktu greini-
lega öll atriði Cleese og
Monty Python og voru
nær hamslausar af gleði.
Sendibréf, textabrot, bækur og
handrit eftir franska rithöfundinn
Marcel Proust (1871-1922) sem
barnabarn yngri bróður höfundar-
ins selur á uppboði hjá Sotheby’s í
París á morgun, opinbera meðal
annars ástarsamband Proust og
tónskáldsins Reynaldo Hahn. Boðin
verða upp ýmis gögn og skjöl, þar á
meðal áður óséð bréf sem Proust
skrifaði árið 1896 til Hahn, sem
fræðimenn sem skoðað hafa bréfin
segja hafa verið fyrstu ást Proust.
Sambandið hafi aldrei spurst út fyr-
ir vinahóp þeirra – því lauk 1898 –
og gekkst Proust aldrei við sam-
kynhneigð sinni.
Proust og Hahn urðu báðir stór-
stjörnur á sinni tíð og er stórvirki
rithöfundarins, Í leit að glötuðum
tíma, eitt af lykilverkum evrópskra
bókmennta á fyrri hluta 20. aldar.
Nær öll bréf og einkaskjöl Proust
hafa þar til nú verið í eigu fjöl-
skyldu hans. Fyrir utan handrit og
valin skjöl sem bróðurdóttir Proust
seldi Landsbókasafni Frakklands á
sjöunda áratugnum hafa einkagögn
höfundarins ekki verið sýnd opin-
berlega fyrr en nú í aðdraganda
uppboðsins. Meðal annarra skjala
sem vekja athygli blaðamanns The
Guardian, sem fjallar um þau, má
nefna uppköst að nokkrum þekkt-
ustu verkum hans, svo sem Í leit að
glötuðum tíma, og safn 138 bréfa
sem Proust skrifaði útgefandanum
Gallimard á árunum 1912 til 1922.
Ljósmynd/Sotheby’s
Athyglisverð Nokkur bréfa og skjala
Proust sem verða seld á uppboðinu.
Ástarbréf Proust
til Hahn á uppboð
Kona fer í stríð
Nýjasta kvikmynd Benedikts Erl-
ingssonar. Í henni segir af konu á
fimmtugsaldri, kórstjóra, sem
ákveður að bjarga heiminum. Hún
lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í
landinu, gerist skemmdarverka-
maður og er tilbúin til að fórna öllu
fyrir móður jörð og hálendi Íslands
þar til munaðarlaus stúlka frá
Úkraínu stígur inn í líf hennar. „Að
bjarga einu barni er að bjarga
heiminum. En er það nóg?“ segir í
tilkynningu um myndina. Með aðal-
hlutverk fara Halldóra Geirharðs-
dóttir, Davíð Þór Jónsson, Magnús
Trygvason Eliassen, Ómar Guð-
jónsson og Jóhann Sigurðsson.
Solo: A Star Wars Story
Afleggjari svokallaður af Stjörnu-
stríðsbálkinum sem segir af kapp-
anum Han Solo og ævintýrum hans
áður en hann hitti Luke Skywalker,
eða Loga geimgengil, og gekk með
honum til liðs við uppreisnarmenn í
fyrstu Stjörnustríðsmyndinni, A
New Hope, frá árinu 1977.
Leikstjóri er Ron Howard og með
helstu hlutverk fara Alden Ehren-
reich, Emilia Clarke, Donald Glov-
er, Paul Bettany og Woody Harrel-
son. Metacritic: 63/100
Draumur
Teiknimynd með íslenskri talsetn-
ingu. Öskubuska, Þyrnirós og
Mjallhvít uppgötva að þær eru allar
trúlofaðar sama prinsinum og þá er
úr vöndu að ráða því hann getur
ekki gifst þeim öllum. Leikstjóri ís-
lenskrar talsetningar er Tómas
Freyr Hjaltason.
Bíófrumsýningar
Solo, draumur og stríð
Hetja Úr Solo: A Star Wars Story
sem verður frumsýnd í dag.