Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Veðurgrínið fór úr böndunum
2. Svona fór Sigmundur að því …
3. „Ein stór svikamylla“
4. Svipt forræði vegna vanrækslu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Nordic Affect kemur fram í Mengi á
fimmtudagskvöld kl. 21. Á efnis-
skránni eru verk eftir Jóhann
Jóhannsson, Helenu Tulve, Georg
Kára Hilmarsson og Jobinu Tinne-
mans, sem spinna mun með Nordic
Affect út frá verki Höllu Steinunnar
Stefánsdóttur, Hnit #1.
Nordic Affect í Mengi
#bergmálsklef-
inn nefnist ný ís-
lensk ópera um
kynjahyggju á
samskiptamiðlum
eftir Michael
Betteridge og Ing-
unni Láru Krist-
jánsdóttur sem
frumsýnd verður í
Tjarnarbíói á föstudag kl. 20.30.
Leikstjóri er Ingunn Lára og leikendur
eru Rosie Middleton, Ísabella Leifs-
dóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir og
Ívar Helgason.
#bergmálsklefinn
sýndur í Tjarnarbíói
Rússneski fiðluleikarinn Alina
Pogostkina hleypur í skarðið fyrir
Janine Jansen á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu
á fimmtudag kl. 19.30. Leikur hún
fiðlukonsert eftir Jean
Sibelius, en hljóm-
sveitin leikur einnig
Ciel d’hiver eftir
Kaiju Saariaho Ciel
d’hiver og konsert
eftir Béla Bartók
undir stjórn Dani-
els Blendulf.
Alina Pogostkina
spilar Sibelius
Á fimmtudag Suðaustan 5-13 og rigning um landið austanvert
og talsverð um tíma suðaustanlands, en suðvestan 5-10 vest-
antil og skúrir. Hiti 4 til 12 stig, mildast á Norðausturlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s og skúrir, en létt-
skýjað á norðaustanverðu landinu. Hægari og úrkomulítið síð-
degis.
VEÐUR
„Í svona leikjum eflist ég.
Þetta er aðeins öðruvísi en í
venjulegum leikjum. Auðvit-
að fer ég í alla leiki til að
gera mitt, gera það sem ég
er góð í og svo kemur hitt
með. En það er eitthvað
innra með mér sem ýtir mér
upp á annað stig,“ segir Sara
Björk Gunnarsdóttir, lands-
liðsfyrirliði í knattspyrnu,
sem á morgun leikur til úr-
slita með Wolfsburg í Meist-
aradeildinni. »1
„Eitthvað sem ýtir
mér á annað stig“
„Við sem skipum liðið í dag erum
mótaðir af því liði sem var í uppbygg-
ingu á erfiðu árunum frá 2007 til
2009. Þá vorum við í fjáröflunum og
alls kyns vinnu fyrir deildina að
minnsta kosti einu sinni í viku. Eng-
inn tók krónu fyrir að æfa og leika
fyrir liðið. Þvert á móti borguðu
menn með sér. Gildin sem urðu til á
þessum árum eru enn í fullu gildi,“
segir Grétar Þór Eyþórsson, annar
fyrirliða Íslandsmeistara ÍBV í hand-
knattleik. »2-3
Gildi Eyjaliðsins urðu til
á erfiðu árunum
KA-menn fara fremur rólega af stað í
Pepsi-deild karla í knattspyrnu þetta
sumarið. Liðið hefur fengið fimm stig
úr fyrstu fimm leikjunum, en í gær
gerði liðið markalaust jafntefli við
nýliðana úr Keflavík. Leikurinn er sá
fyrsti í deildinni í sumar sem Keflvík-
ingar halda marki sínu hreinu í og
ætti það að vera liðinu gott veganesti
í leikinn mikilvæga gegn ÍBV. »2-3
Róleg byrjun KA-manna
þetta sumarið
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við
Merkigerði á Akranesi má sjá mörg-
um reiðhjólum, nýjum og notuðum,
raðað upp framan við einbýlishús á
góðviðrisdögum. Þegar betur er að
gáð kemur í ljós að þarna rekur Axel
Gústafsson reiðhjólaverslun og verk-
stæði í kjallaranum.
Axel hefur rekið þessa starfsemi í
áratug og þakkar það hruninu að
hann hafi nóg að gera. „Ég vann hjá
afa í Axelsbúð, sem hann stofnaði
1942 og rak í áratugi, og þegar hann
féll frá 1995 tókum við Guðjón Finn-
bogason við rekstrinum,“ rifjar Axel
upp. Eftir að Guðjón hætti eftir 56
ára starf í búðinni fór að harðna á
dalnum, Axel lagði verslunina niður
og seldi lóðina. Hann byrjaði að
vinna í Húsasmiðjunni og fór svo til
N1. „Ári seinna kom „blessuð
kreppan“ en um sumarið 2008 keypti
ég notað hjól handa dóttur minni.
Það þarfnaðist yfirferðar og ég fór
með það á verkstæði. Verkstæðið var
til sölu og ég keypti það. Áður en ég
vissi af fylltist bílskúrinn hjá mér af
hjólum og það hefur verið brjálað að
gera síðan. Mér var sagt upp hjá N1
um haustið og hef verið alfarið á eig-
in verkstæði í nær áratug.“
Kertastjakar úr festingum
Auk viðgerða er Axel umboðs-
maður Arnarins í Reykjavík og selur
ný hjól frá fyrirtækinu sem og vara-
hluti og aukahluti. Hann er jafnframt
með hjól til leigu. „Það leynir á sér
hvað karlinn er með,“ segir hann og
vísar á heimasíðuna til nánari út-
skýringar (axelsbud.com).
Í viðgerðunum eru það fyrst og
fremst bremsurnar og gírarnir sem
þarf að laga fyrir utan að bæta slöng-
ur eða skipta um þær. „Í góða veðr-
inu stend ég hérna úti og geri við. Þá
blasa Snæfellsnesið og jökullinn við
sem listaverk,“ segir hann.
Axel er ekki aðeins í hjólunum
heldur býr hann til og selur kerta-
stjaka. Hann minnir á að lagnaefni
hafi fengist í Axelsbúð og þegar hann
hafi lokað búðinni hafi hann meðal
annars setið uppi með lager af járn-
rörum, hnjám og fleiri járnvörum.
Þegar hann hafi verið að bera efnið
út úr búðinni hafi honum verið bent á
að það hentaði vel fyrir sprittkerti.
„Ég átti afmæli og bjó til kertastjaka
úr þessu til þess að hafa í veislunni,
úðaði þá og setti á borð. Þeir vöktu
athygli og fólk hvatti mig til þess að
halda áfram á þessari braut. Ég tók
það á orðinu, fór að hnoða saman og
hef búið til ýmsar útgáfur af kerta-
stjökum úr festingum síðan.“
Axel er smiðssonur og hefur smíð-
að ýmsa hluti, meðal annars leik-
skólabíla, -kerrur og garðbekki.
„Pabbi smíðaði bekki í mörg ár og
þegar hann hætti að vinna tók ég við
af honum, smíðaði í „dauða“ tím-
anum á haustin og veturna. Vanda-
málið var að það var svo mikil sala í
þessum bekkjum að ég komst ekki
yfir það vegna vinnu á verkstæðinu,
svo að þetta lúxusvandamál varð til
þess að ég hætti í bekkjunum. En
það er enginn skortur á verkefnum.“
Alltaf á hjólum í vinnunni
Axel Gústafsson
þúsundþjalasmið-
ur á Akranesi
Morgunblaðið/RAX
Hjólaviðgerðir Axel Gústafsson hefur nóg að gera í kjallaranum og vantar hvorki tól, tæki né varahluti.
Úti og inni Þegar vel viðrar fara viðgerðirnar fram úti undir beru lofti.