Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 1
SVEIFLUKENNDUR IÐNAÐUR
Vasahnífur sem brýtur ekki öryggisreglur. 4
Íslensk fyrirtæki hafa magnaða sögu
að segja sem þau geta nýtt miklu betur
en nú, að mati Gaute Høgh. 6-7
VIÐSKIPTA
Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus,
segir byggingariðnaðinn hérlendis sve
kenndan, sem geri reksturinn erfiðari.
HAFAMAGNAÐA SÖGU
iflu
4
-
Unnið í samvinnu við
FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
30 milljarða ljósleiðarakerfi
Gagnaveita Reykjavíkur, dóttur-
fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur,
sem leggur ljósleiðarakerfi í sam-
keppni við Mílu, dótturfyrirtæki Sím-
ans, hefur fjárfest í fjarskiptum fyrir
nálægt 30 milljörðum króna að nú-
virði á síðustu 20 árum, þrátt fyrir að
aldrei hafi verið jákvætt fjárflæði af
starfseminni. Þetta má lesa út úr
reikningum félagsins. Þannig var
félagið með hálfan milljarð í neikvætt
sjóðstreymi 2015 og hefur farið upp
fyrir tvo milljarða í neikvætt sjóð-
streymi 2016.
Nálgast 100 þúsund heimili
Samkvæmt frétt á vef GR eru nú
89 þúsund heimili tengd ljósleiðara
Gagnaveitunnar, eða um 65% allra
heimila á landinu. Áætlað er að sex
þúsund heimili bætist við á þessu ári,
en stefnt er því að öll heimili á höfuð-
borgarsvæðinu verði tengd fyrir lok
þessa árs. „Ljósleiðarinn er öflug
fjarskiptatenging fyrir íslensk heim-
ili og fyrirtæki. Með hann í farar-
broddi ætlar Gagnaveita Reykjavík-
ur að vera leiðandi og bjóða
nettengingar sem hafa yfirburði í
hraða og áreiðanleika,“ segir á
heimasíðu GR. Þar er einnig vísað til
stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar og
þess markmiðs að ljósleiðaravæðingu
landsins verði lokið árið 2020.
„Áframhaldandi uppbygging Ljós-
leiðara Gagnaveitu Reykjavíkur
styður við það markmið.“
Þrisvar sinnum dýrara en Míla
Jón Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Mílu, segir í samtali við Við-
skiptaMoggann að sem íbúi í Reykja-
vík hafi hann áhyggjur af fjár-
festingarstefnunni. „Það liggur t.d.
fyrir að fjárfestingar þeirra á höfuð-
borgarsvæðinu eru tvöfalt eða þrefalt
dýrari en okkar. Það að þeir þurfi að
borga um 30 milljarða fyrir ljósleið-
aravæðinguna hingað til en kostn-
aður Mílu verði um 10 milljarðar mun
leiða til þess að hið opinbera fyrir-
tæki mun eiga erfitt með að ná eðli-
legri arðsemi af þessari fjárfestingu,“
segir Jón. „Ef fyrirtækin væru bæði í
einkaeigu myndu menn hugsa sig vel
um áður en þeir færu að fjárfesta í
einhverju sem einhver annar gæti
gert fyrir helmingi minni pening.“
Jón segir að svo virðist sem GR fái
gnægð lánsfjár. „GR hefur verið að
fjárfesta gríðarlega síðustu ár. Ég
held að þú finnir ekki mörg fyrirtæki
sem fjárfesta fyrir 1,5 sinnum það
sem þau velta. Það er umhugs-
unarvert að opinbert fyrirtæki í sam-
keppnisrekstri sem er búið að eyða
um 30 milljörðum sé einungis að fá
árstekjur upp á um tvo milljarða og
skili ekki hagnaði.“
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Gagnaveita Reykjavíkur,
dótturfélag Orkuveitu
Reykjavíkur, hefur fjárfest
fyrir 30 milljarða að núvirði
undanfarin 20 ár þótt fjár-
flæði hafi verið neikvætt.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í lok árs 2018 er útlit fyrir að 95 þúsund heimili verði tengd ljósleiðara GR.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
24.11.‘17
24.11.‘17
23.5.‘18
23.5.‘18
1.670,31
1.747,23
130
125
120
115
110
122,55
123,65
Hagnaður Advania á Íslandi jókst á
síðasta ári um 20% á milli ára og nam
420 milljónum króna. Tekjuvöxtur
félagsins var 11% frá árinu á undan
og námu heildartekjur 12,7 milljörð-
um króna. Ægir Már Þórisson, for-
stjóri félagsins, segir að árið í ár fari
vel af stað einnig, en tekjuvöxtur á
fyrsta fjórðungi ársins er 23%. „Við
höfum einnig bætt við okkur starfs-
fólki, en 50 fleiri starfa hjá okkur nú
en á sama tíma á síðasta ári.“
Gestur Gestsson, forstjóri Advan-
ia-samstæðunnar, AdvaniaAB, segir
að vel gangi einnig annars staðar á
Norðurlöndum. „EBITDA-rekstrar-
hagnaður félagsins jókst um 59%, úr
jafnvirði tæpra tveggja milljarða ís-
lenskra króna árið 2016 í ríflega þrjá
milljarða árið 2017, og tekjur jukust
um 60% upp í 35 milljarða króna,“
segir Gestur, en veltan tvöfaldaðist í
fyrra með kaupum á
sænska félaginu Caperio.
Velta Advania 35 milljarðar
Morgunblaðið/Valli
Alþjónusta í upplýsingatækni skilar
árangri að sögn Gests og Ægis.
Umsvif Advania á Norður-
löndum jukust mikið á síð-
asta ári og góður innri
vöxtur var á Íslandi.
8
Amazon-netverslunin hefur
tvöfaldast að markaðsvirði
síðan í nóvember 2016, þrátt
fyrir neikvæð tíst
frá Donald Trump.
Óbeit Trumps bít-
ur ekki á Amazon
11
Staðsetning rafhlöðufram-
leiðslu og þar með bílaiðnaðar
framtíðarinnar mun hafa mik-
ið að segja fyrir
iðnvædd lönd.
Rafmögnuð fram-
tíð landa í húfi
10