Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 24.05.2018, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018VIÐTAL Það var sérlega ánægjulegt fyrir blaðamann ViðskiptaMoggans að fá tækifæri til að hitta og ræða við tvo Advania-forstjóra samtímis í höfuðstöðvum Advania á Íslandi í Guðrún- artúni nú á dögunum. Þeir eru ekki ólíkir í viðkynningu, hávaxnir báðir tveir, léttir í skapi og viðkunnanlegir. Ægir stýrir 600 manna starfsliði Advania á Íslandi, en Gestur, sem er fyrrverandi forstjóri Advania á Ís- landi, stýrir nú samstæðu Advania AB, með höfuðstöðvar í Svíþjóð. Alls starfa 1.250 manns hjá þeim félögum sem mynda Advania- samsteypuna og veltan á síðasta ári nam um 35 milljörðum króna. Íslenski hlutinn velti 12,6 milljörðum króna og óx um 11% milli ára. Ör vöxtur félagsins hérlendis hefur hald- ið áfram á þessu ári, þar sem tekjur á fyrsta ársfjórðungi voru 23% hærri en á sama tíma- bili í fyrra. Advania á rætur að rekja aftur til ársins 1939 þegar Einar J. Skúlason stofnaði við- gerðarþjónustu fyrir skrifstofubúnað í Reykjavík, en eins og flestum þeim sem fylgj- ast með íslensku atvinnulífi ætti að vera í fersku minni varð Advania til í núverandi mynd árið 2012. Ráðist var í mikla vinnu sam- hliða stofnuninni, með tilheyrandi nafnabreyt- ingu, nýju markaðsefni og nýrri ásýnd hvar- vetna. Markmiðið var að sameina undir einum fána starfsfólk úr mörgum ólíkum upplýsinga- tæknifélögum og skapa fyrirtækjamenningu sem höfðaði til allra. Að sögn Ægis Más tókst sú vinna afar vel, því þótt verkefnið hafi verið krefjandi var vegferðin bæði lærdómsrík og skemmtileg. Nær hvert mannsbarn á Íslandi þekkir nú vörumerkið Advania og veit að þar er leiðandi upplýsingatæknifyrirtæki á innlendum mark- aði. Færri þekkja til starfseminnar erlendis, þar sem áherslur í rekstrinum eru ólíkar og taka mið af viðkomandi markaði. Gestur segir að tekjulega sé Advania Svíþjóð stærsta fé- lagið innan samstæðunnar, Advania Ísland komi næst, þá Advania Noregi en umfang starfseminnar sé minnst í Danmörku, enn sem komið er. Félagið á eftir að nema land í Finnlandi, en viðbúið er að það breytist á næstu árum enda er langtímamarkmiðið að fyrirtækið bjóði upp á sömu gæðaþjónustuna alls staðar á Norðurlöndunum. „Hér á Íslandi geturðu beðið leigubílstjóra að keyra þig nið- ur í Advania og hann veit umsvifalaust hvert skal halda. Það er ekki raunin í Svíþjóð enn sem komið er, en þótt vörumerkið sé ekki orðið jafn þekkt þar, þá erum við farin að vekja athygli,“ segir Gestur og Ægir tekur undir. Fjögur risafyrirtæki Á Norðurlöndunum keppir Advania m.a. við fjögur risafyrirtæki, sem veita þjónustu og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Gestur segir árstekjur þeirra hlaupa á 10 til 20 milljörðum sænskra króna (120-240 milljarðar íslenskra króna) og starfsmennina vera hátt í 20 þús- und talsins. „Í stærð þeirra felast mörg tæki- færi fyrir okkur, enda erum við um margt ólík okkar keppinautum. Við erum nógu stór til að geta þjónustað viðskiptavininn vel og við erum nógu lítil til að geta þjónustað við- skiptavininn vel. Við erum í góðri stöðu til að vinna þétt með okkar viðskiptavinum og ætl- um að varðveita þá sérstöðu. Það er gott að stækka, en það er fín lína á milli þess að vera lipur og að verða að bákni. Það má segja að markaðurinn á Norður- löndunum sé þrískiptur. Á eftir risunum fjór- um koma þónokkur fyrirtæki á stærð við okk- ur og þar á eftir fjöldinn allur af smærri fyrirtækjum. Ég trúi því að þeim eigi eftir að fækka mikið á næstu árum, þar sem samein- ingar og samþjöppun á markaðnum verða að teljast líklegar,“ segir Gestur. Ægir Már segir að upplýsingatæknin verði sífellt fyrirferðarmeiri í rekstri fyrirtækja al- mennt, og það sé meðal annars ástæðan fyrir miklum vexti Advania á Íslandi á síðasta ári. EBITDA félagsins nam þá 1.150 milljónum króna og jókst um 15% frá fyrra ári. EBITDA-hlutfall félagsins á árinu 2017 var 9,1% og hækkaði um 0,4% á milli ára. Hagn- aður félagsins hækkaði um 20% á milli ára og nam 420 milljónum króna. „Það er skilgreind stefna okkar að vera brú á milli fyrirtækjanna og upplýsingatækninnar. Við tengjum fyrirtækin við allt það sem upp- lýsingatæknin hefur að bjóða, og sinnum þörfum atvinnulífsins fyrir upplýsingatækni. Þetta snýst um að mæta þörfum,“ útskýrir Ægir Már, og heldur áfram: „Skilvirk og markviss notkun á upplýsingatækni er lykill- inn að árangri. Þetta á við á öllum sviðum; í Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sex ár eru liðin síðan upplýsinga- tæknifyrirtækið Advania varð til með sameiningu Skýrr hf., HugurAx, Kerfi í Svíþjóð og Hands í Noregi. Rekstur Advania á Íslandi hefur aldrei gengið betur að sögn Ægis Más Þórissonar forstjóra og 11% tekjuvöxtur síðasta árs heldur áfram af krafti á þessu ári. Rekstur móður- fyrirtækisins er einnig í vexti undir stjórn forstjórans Gests G. Gests- sonar, enda gengur rekstur Advania vel í Svíþjóð og Noregi. Þar hyggst félagið vaxa enn frekar og skjóta rótum í Finnlandi og Danmörku. Margar fréttir hafa verið fluttar á síðustu misserum af uppbyggingu gagnavera Advania Data Centers hér á landi, en starfsemi þeirra er orðin umtalsverð og tekjurnar sömuleiðis. Það kemur hins vegar á óvart að gagnaverin skuli ekki vera hluti af samstæðu Advania. „Advania Data Centers er rekið sem sérrekstrareining og tilheyrir hvorki Advania á Íslandi né heldur er félagið hluti af Advania-samstæðunni,“ segir Gestur. Hann segir að ákvörðunin um þá skipan mála hafi verið tekin vegna þess að mikilvægt væri að standa vörð um sjálfstæði gagnaveranna. „Okkur fannst skakkt að beina öllum okkar viðskiptavinum að einum hýsingaraðila. Það væri mun betra að hafa hann sjálf- stæðan, þannig að hann keppti um okkar viðskipti sem og annarra, á móti öðrum gagna- verum.“ Gestur segir að gagnaversgeirinn sé enda allt annar en sá geiri sem Advania starfi á og önnur lögmál gildi. Gagnaverin hvorki hluti af samstæðunni né Advania á Íslandi Erum bæði nógu stó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.