Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 16

Morgunblaðið - 24.05.2018, Page 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Icelandair setur hótelin á sölu Áhættusamt að fljúga til Asíu Kínverjar gera Trump risatilboð Fjárfestirinn og samkvæmisljónið … Fjórir eru sakborningar Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN „Við sjáum ekki að veðurfarið hafi nein áhrif á aðild að klúbbnum,“ segir Gunnar Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfells- bæjar. „Það hafa komið léleg vor áður en góða veðrið kemur á endanum og golfið þjappar sér að stærstum hluta á þann tíma sem er bestur veðurfars- lega.“ Í fyrra var sett met yfir fjölda með- lima í golfklúbbum landsins, en með- limafjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 17 þúsund manns. Í byrjun sumars hef- ur aðsókn verið misjöfn en yfirleitt er þó fullt á völlunum þegar veður leyfir. Flestir vellir landsins koma vel undan vetri þrátt fyrir að þeir séu blautari en kylfingar eru vanir. Maí hefur verið skilgreindur sem eins- konar „bónusmánuður“ í augum klúbbanna en golfsumarið hefjist fyrir alvöru í júní. Þeir golfklúbbar sem Morgun- blaðið hafði samband við eru allir sammála um að erlendum gestum á völlunum hafi fjölgað mjög. Áhugi að aukast fyrir norðan Að sögn Steindórs Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akur- eyrar, er algengt að farþegar skemmtiferðaskipa sem sigla inn í Akureyrarhöfn nýti tækifærið og taki einn hring. „Það tók mikinn kipp í fyrra og miðað við það sem við sjáum núna virðist þetta vera með svipuðu móti í ár. Við teljum ástandið á golf- vellinum vera yfir meðallagi og erum bjartsýnir fyrir sumarið,“ heldur hann áfram, „völlurinn hefur alla burði til að vera frábær í sumar.“ Steindór segir að aðsókn á Akur- eyri hafi verið góð í byrjun sumars þrátt fyrir að völlurinn sé ekki að fullu opinn, en allar átján holurnar verða opnaðar um helgina. „Mér finnst áhuginn vera að aukast hér fyrir norðan og við skynjum mikla já- kvæðni í garð íþróttarinnar.“ Morgunblaðið/Eggert Forsvarsmenn golfklúbba bera sig vel þótt aðsókn í maí hafi verið misjöfn. Golfklúbbar bjartsýnir Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Veður í maí virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á aðild að golfklúbbum. Erlendum gestum á golfvöllum lands- ins hefur fjölgað til muna á síðustu árum. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Endrum og sinnum lætur maðurþað fara ögn í taugarnar á sér þegar utanaðkomandi valdastofnun ryðst inn í líf manns án þess að maður fái rönd við reist. Þetta gerist til dæmis um hver einustu mánaðamót þegar hið svokallaða ríki hirðir af manni helming- inn af laununum og eyðir í alls konar óþarfa. Stundum færi eiginlega betur að kalla þetta fyrirbæri „ofríki“ í stað- inn fyrir ríki. En stundum greinir maður ljóstýru ímyrkrinu. Snjallvæðingin gæti til dæmis gert það að verkum að öll sú þjónusta sem ofríkið er að veita mér óumbeðið á hverjum degi verði í fram- tíðinni veitt eftir pöntun og samkvæmt raunverulegri notkun. Ef ég fæ gat á höfuðið og mæti á slysavarðstofuna til að láta sauma mig, þá einfaldlega sést í appi í símanum mínum um leið og ég labba inn hvort að ég hafi borgað í sam- neysluna eða ekki. Appið spyr mig hvort ég vilji kannski borga skattana mína, rétt eins og ég myndi uppfæra áskriftina að einhverri grunnþjónustu, eða halda áfram að borga ekki, og greiða saumaskapinn þá fullu verði. Það sama myndi gerast ef ég myndiþverskallast við að nota vegina og gangstéttarnar sem hið opinbera hefur lagt um allar koppagrundir. Á meðan ofríkið ríkisvæðir ekki andrúmsloftið sjálft, þá ætti maður að geta komist af að mestu án þessarar nauðung- argreiðslu. Ríkið gæti í framtíðinni orðið eins ogklúbbur þar sem þú færð alls kon- ar fríðindi – eins konar plúsáskrift að lífinu. Það myndi henta þeim sem kjósa að lifa sínu grámyglulega lífi í friði. Ríkisklúbbur Sjaldan er ein báran stök. Þóttþað sé hálfgerð klisja að grípa til sjómannamáls þegar skipafélag eins og Eimskip á í hlut verður að segjast að það hefur líklega aldrei átt betur við en um þessar mundir. Hremmingar félagsins endur-speglast skýrt á verðbréfa- markaði. Gengi hlutabréfa í Eim- skip, sem fór yfir 338 krónur á hlut þegar best lét í lok árs 2016, var í lok viðskiptadags í gær komið niður í 192,5 krónur hluturinn. Gengið var þegar komið niður fyrir þær 208 krónur sem var útboðsgengi við skráningu félagsins á markað haustið 2012, þegar leiðrétt tilkynn- ing um rannsókn og réttarstöðu stjórnenda félagsins var birt í Kauphöllinni að kröfu Fjármálaeft- irlitsins að kvöldi annars í hvíta- sunnu. Vissulega hafði komið fram í af-komutilkynningu Eimskips nokkrum dögum fyrr að stjórn- endur hefðu verið boðaðir til skýrslutöku og að forstjórinn væri með stöðu sakbornings. Hins vegar gerði framsetning málsins og tak- markaðar upplýsingar í afkomu- tilkynningunni það að verkum að félagið og forsvarsmenn misstu trú- verðugleika gagnvart markaðnum. Það olli svo frekari lækkun félags- ins í kjölfarið. Trúverðugleiki forsvarsmannaEimskips hafði þegar beðið hnekki með ítrekuðum neikvæðum afkomuviðvörunum á síðustu mán- uðum. Ekki hefur það heldur bætt úrskák að stærsti eigandi félags- ins, Yucaipa, hefur lýst því yfir að fjórðungs hlutur þess sé (hugsan- lega) til sölu. Ekki virðist vera mik- ill áhugi á hlutnum meðal fjárfesta og láir þeim það víst enginn eins og úr hefur spilast. Það er í það minnsta ljóst aðEimskip kemst tæpast í flokk „óskabarna þjóðarinnar“ á ný án þess að girða sig í brók og ávinna sér traust markaðarins á ný. Óskabarn í skammarkrók ESB hefur mælt með að Frakkland fari af lista yfir ríki ESB sem brjóta gegn reglum um opinberar skuldir. Frakkar af skammarlista 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.