Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2018, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.06.2018, Qupperneq 16
markaðurinn Starfshópurinn telur ekki skynsamlegt að eftirlit með lausu fé hjá bönkum sé á hendi Seðlabankans á meðan eftirlit með öðrum fyrirtækjum á fjármálamark- aði sé annars staðar. Hagnaður Iceland Travel, ferða­ þjónustufyrirtækis í eigu Icelandair Group, dróst saman um 35 prósent og nam 335 þúsund evrum, jafnvirði 42 milljóna króna, á árinu 2017. Félag­ ið hyggst greiða jafnvirði 32 milljóna króna í arð. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) dróst saman um 46 prósent á milli ára. EBITDA sem hlutfall af tekjum var 1,1 prósent í fyrra og lækkaði um 1,4 prósentustig á milli ára. Rekstrar­ kostnaður jókst um 29 prósent á milli ára. Kostnaðarverð seldra vara, sem er langumfangsmesti kostn­ aðarliðurinn, jókst í 80,8 prósent af tekjum úr 78,3 prósentum á milli ára. Tekjur félagsins jukust um 27 prósent á milli ára og voru 105 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna í fyrra. Eiginfjárhlutfall Iceland Travel var níu prósent við árslok. Lágt eigin­ fjárhlutfall leiddi til þess að arðsemi eigin fjár var 28 prósent. Hefði eigin­ fjárhlutfallið verið 30 prósent, sem er algengt á meðal íslenskra fyrirtækja, væri arðsemi eigin fjár níu prósent. Icelandair Group er stór viðskipta­ vinur Iceland Travel. Um 21 prósent tekna fyrirtækisins renna til félaga innan samstæðunnar eða jafnvirði 2,8 milljarða króna. Hlutfallið lækk­ aði um 3 prósentustig á milli ára, sam­ kvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Upplýst var í haust að ákveðið hafi verið að slíta sameiningaviðræðum Iceland Travel og Allrahanda – hvj Hagnaður Iceland Travel dregst saman um 35% 32 milljónir króna verða greiddar í arð. Már Guðmundsson seðlabanka­ stjóri segir að sér hugnist ekki sú tillaga nefndar um ramma peninga­ stefnunnar að Seðlabankinn birti vaxtaspáferil sinn í því augnamiði að styrkja markaðsvæntingar. „Ég held það hefði skapað töluvert meiri vandamál ef við hefðum birt feril­ inn. Það hefði bara ruglað umræð­ una, engum til gagns,“ sagði hann á fundi í bankanum í gær. Nefndin, sem birti niðurstöður sínar í síðustu viku, sagði að ein leið til þess að bæta væntingastjórnun Seðlabankans væri sú að hagfræði­ deild bankans myndi birta vaxta­ spáferla sína sem liggja til grund­ vallar verðbólguspá hans. Slíkt gæti aukið gagnsæi í langtímavaxtastefnu bankans. Í skýrslu nefndarinnar kom fram að  margt benti til þess að styrkja þyrfti væntingastjórnun, auka gagnsæi við vaxtaákvarðanir og gefa betri framtíðarleiðbeiningar um setningu vaxta. Már sagðist ekki vera þeirrar skoð­ unar að heppilegt væri að birt spáferla bankans. Hann benti á að vandinn við tillöguna væri sá að stýri vaxta spáin væri gerð af starfsmönnum bankans, en hún væri hins vegar ekki spá peninga­ stefnunefndarinnar. „Og til þess að þetta yrði einhver marktæk framsýn leiðsögn þyrfti að útkljá það mál hverjir eru jafnvægisraun­ vextirnir. Það er mjög flókið úrlausnarefni,“ nefndi hann. Aðspurður tók Már einnig fram á fundinum að sterk hagfræði­ leg rök væru fyrir því að hafa kostnað v e g n a húsnæð­ is inni í vísitölu sem notuð er við beitingu verð­ bólgumarkmiðs bankans. Hægt væri að taka húsnæð­ isliðinn út en það væri eins og að „henda barninu út með baðvatninu“. Ein af tillögum nefndarinnar var að verðbólgu mark­ miðið undan skildi hús­ næðisverð. – kij Ruglaðri ferill ef vaxtaferillinn er birtur Starfshópur, sem var falið að endur­ skoða löggjöf um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, leggur til að eftirlit með bönkum verði allt á hendi Fjármálaeftirlitsins (FME). Hópurinn segir núverandi fyrir­ komulag, þar sem Seðlabankinn annast eftirlit með lausafjárstöðu banka en FME hefur eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, ekki þekkjast á meðal þeirra ríkja sem Ísland beri sig jafnan saman við og þá hafi Seðlabankinn jafnframt ekki sams konar úrræði og FME til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu. Niðurstöður starfshópsins, sem voru kynntar á fundi ríkisstjórnar­ innar síðasta föstudag, eru ekki í samræmi við ráðleggingar Alþjóða­ gjaldeyrissjóðsins sem hefur lagt til í skýrslum sínum að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabanka Íslands. Í nýrri skýrslu nefndar um ramma peningastefnunnar, sem kom út í síðustu viku, var að sama skapi lagt til að ábyrgð yrði færð frá FME til Seðlabankans þannig að bankinn bæri einn ábyrgð á eftirliti með þjóðhagsvarúð og eindarvarúð. Starfshópurinn, sem starfaði undir formennsku Jóhannesar Karls Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns á Landslögum, telur á hinn bóginn ekki skynsamlegt að „kljúfa“ eftirlit­ ið upp með þeim hætti að almennt eftirlit með fjármálafyrirtækjum verði flutt til Seðlabankans og eftir­ lit með öðrum fyrirtækjum, svo sem lífeyrissjóðum og tryggingafélögum, skilið eftir hjá Fjármálaeftirlitinu. „Með því myndi glatast yfirsýn yfir mikilvæga þætti auk þess sem það að skilja að bankaeftirlit og trygg­ ingaeftirlit gæti leitt til þess að eftirlit með fjármálasamsteypum lenti á milli skips og bryggju,“ segir í skýrslu starfshópsins. Núverandi kerfi ófullkomið Hópurinn segir ýmsa galla vera á núverandi fyrirkomulagi, þar sem Seðlabankinn fer með eftirlit með lausafjárstöðu banka en Fjármála­ eftirlitið fer með eftirlit með eigin­ fjárstöðu þeirra, og telur að það væri til bóta að sameina eftirlitið undir einum hatti. Er meðal annars bent á að í lögum um Seðlabankann sé ekki að finna hefðbundin ákvæði um úrræði eftirlitsstofnana sem varða til dæmis fresti til úrbóta eða takmörkun starfsleyfis. Þó er tekið fram í skýrslu starfs­ hópsins að almennt séu talin rök með því að seðlabankar hafi fjár­ málaeftirlit innan sinna vébanda og að með því móti geti þeir sinnt hlutverki lánveitanda til þrautavara með ábyrgum og tryggum hætti. Á fundi hópsins með fulltrúum Seðlabankans kom einmitt fram sú afstaða bankans að eftirlitshlutverk hans með lausafjárstöðu banka væri nauðsynlegt svo hann gæti sinnt hlutverki sem „lánveitandi til lána­ stofnana sem taka við innlánum“. Með eftirlitinu fengi bankinn – með öðrum orðum – mikilvægar upp­ lýsingar um bankana sem lántaka. Á móti vegi þau rök að eftirlits­ hlutverkið fari ekki vel með hefð­ bundnu hlutverki sjálfstæðs seðla­ banka. Ekki fari vel á því að „banki bankanna“ sinni jafnframt eftirliti og hafi agavald með viðskiptavinum sínum. Seðlabankar séu jafnframt í eðli sínu ekki eftirlitsstofnanir. Er það mat hópsins að ekki sé „skynsamlegt með tilliti til yfirsýnar að almennt eftirlit með lausu fé hjá lánastofnunum sé á hendi Seðlabankans á meðan eftir­ lit með öðrum fyrirtækjum á fjár­ málamarkaði sé annars staðar“. FME hafi auk þess skýrari almennar eftirlitsheimildir, heimildir til rann­ sókna og heimildir til beitingar þvingunar úrræða en Seðlabankinn. Niðurstaða starfshópsins er þannig sú að eftirlit með lausu fé og fjármögnun banka, sem og annarra fjármálafyrirtækja, verði formlega á hendi Fjármálaeftirlitsins en ekki Seðlabankans. Hins vegar telur hópurinn rétt að Seðlabankinn hafi – við ákveðnar kringumstæður – heimildir til þess að setja reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun banka. Auk þess vill hópurinn að bankinn hafi „með skipulögðum hætti“ aðgang að öllum þeim gögnum sem FME aflar við eftirlit sitt. Sjálfstæði FME eflt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagst hafa áhyggjur af því að Fjár­ málaeftirlitið sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Sem dæmi sagði í yfirlýs­ ingu sendinefndar sjóðsins í fyrra að eftirlitið væri „ekki nógu einangrað frá stjórnmálum“. Til lausnar á þessu hefur sjóðurinn annars vegar lagt til að fjármálalegt og rekstrar­ legt sjálfstæði FME frá fjármála­ og efnahagsráðuneytinu verði tryggt og hins vegar að lausafjáreftirlit með bönkum verði sameinað öðru eftirliti með bönkum í Seðlabank­ anum. Eins og áður segir leggur starfs­ hópurinn ekki til að bankaeftir­ lit verði flutt til Seðlabankans en hins vegar tekur hann undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mikilvægi þess að sjálfstæði Fjár­ málaeftirlitsins verði eflt. Leggur hópurinn meðal annars til að eftir­ litsstofnunin verði skilgreind sem sjálfstætt stjórnvald og að ráðherra hafi ekki aðra formlega aðkomu að starfsemi stofnunarinnar en að ganga frá skipun stjórnarmanna og við fjármögnun hennar. kristinningi@frettabladid.is Eftirlit með bönkum verði á einni hendi Starfshópur leggur til að ábyrgð á eftirliti með bönkum verði sameinað hjá Fjármálaeftirlitinu. Ekki sé skynsamlegt að eftirlit með lausu fé hjá bönkum sé á hendi Seðlabanka Íslands á meðan eftirlit með öðrum fyrirtækjum á fjármálamarkaði sé annars staðar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi stóru viðskiptabankanna þriggja. Það eru Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion. FréttAbLAðið/StEFáN 1 4 . j ú n í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R16 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -8 9 9 8 2 0 2 1 -8 8 5 C 2 0 2 1 -8 7 2 0 2 0 2 1 -8 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.