Fréttablaðið - 14.06.2018, Page 26

Fréttablaðið - 14.06.2018, Page 26
 Ég er meðvitaður um að við þurfum ekki fleiri eins föt í heiminn. Mikilvægt að hönnunin sé frumleg. Ég er því stanslaust að leitast við að búa til það sem ekki er til og vantar inn í heim tískunnar. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Smart föt, fyrir smart konur Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kvart -Gallabuxur Str. 36-48 2 bláir gallalitir Kr. 11.900.- Arnar segir innblástur í hönnunina koma úr íþróttum, vinahópnum og náttúrunni. Hönnun Arnars Más er hugsuð fyrir íslenskar aðstæður en hefur vakið athygli víða um heim. Arnar Már Jónsson var valinn í fimm hönnuða teymi sem fær stuðning frá Machine-a og Showtime. MYND/EYþór Arnar Már útskrifaðist úr LHÍ árið 2013 og vann meðal annars hjá Vivienne Westwood á meðan á náminu stóð. „Ég fór svo beint eftir útskrift til Parísar þar sem ég vann hjá Martine Sitbon hjá Rue Du Mail. Eftir stutt stopp þar var fyrir- tækinu lokað og ég ákvað að fara í frekara nám. Ég fór á endanum í Royal College of Art þaðan sem ég útskrifaðist í fyrra. Það var krefjandi en mjög lærdómsríkur og ómetanlegur tími. Ég hef alltaf haft áhuga á sportfatnaði og vildi blanda því saman við mína tísku og vann hjá Adidas sem hönnuður á meðan ég var í náminu.“ Arnar segir að áhuginn á tísku hafi alltaf verið fyrir hendi hjá honum. „Ég hef alltaf haft áhuga á því að klæða mig og það jafnaðist ekkert á við að reima á mig nýju körfuboltaskóna þegar ég var yngri,“ segir hann. „Ég vissi kannski ekki að ég vildi vera fata- hönnuður en um leið og ég fann tísku og fatahönnun kom ekkert annað til greina. Ég vinn enn þá mjög mikið með þá hugmynda- fræði að búa til föt fyrir mig og þá sem eru í kringum mig. Það skiptir mig miklu máli að fötin séu gerð til þess að klæða fólk á sem bestan hátt. Ég er hins vegar líka meðvitaður um að við þurfum ekki fleiri eins föt í heiminn og finnst mikilvægt að hönnunin sé frumleg og bæti einhverju við og er því stanslaust að leitast við að búa til það sem ekki er til og vantar inn í heim tískunnar.“ Hann lýsir hönnun sinni þannig að hún sé ætluð fyrir íslenskar aðstæður. „Ég byggi á hugmynda- fræði íþróttafatnaðar og reyni að finna nýja tækni við hvert tækifæri. Og svo er lykilatriði að hún standist íslenska veðráttu vel. Ég fæ inn- blástur frá vinum mínum, íslenskri náttúru, íþróttum og tækni.“ Nýlega fékk hönnun Arnars inni í einni af stærstu netverslunum tískunnar. „Showtime er mjög framsækinn miðill sem ljós- myndarinn Nick Night stofnaði. Ég var valinn í teymi fimm ungra hönnuða í samstarfi verslunar- innar Machine-a og 1 Granary miðilsins þar sem okkur var hjálpaði til að hefja framleiðslu á tískulínum okkar. Maður hleypur á marga veggi í þessu ferli og það var frábært að fá hjálp frá þeim með allt. Nú er línan mín til sölu hjá Machine-a og á netsíðu þeirra sem Showstudio Machine-a.“ Og það er er bjart fram undan hjá Arnari. „Við vorum að klára SS/19 línuna núna og mynduðum hana á Íslandi um daginn svo ég er tilbúinn að taka við pöntunum. Svo eigum við enn þá eftir að klára framleiðsluna fyrir Showtime- búðina í Japan og svo bara halda áfram að vinna og vinna.“ Hönnun Arnars má sjá á shop. showstudio.com og arnarmarjons- son.com Innblásinn af sporti og tækni Arnar Már Jónsson fatahönnuður lauk námi frá Royal College of Art í fyrra og hefur síðan náð miklum árangri á sínu sviði. Föt hans eru nú til sölu í hinni virtu netverslun Showstudio í London. Arnar hefur alltaf haft tískuáhuga. 4 KYNNINGArBLAÐ FóLK 1 4 . J ú N í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -C E B 8 2 0 2 1 -C D 7 C 2 0 2 1 -C C 4 0 2 0 2 1 -C B 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.