Fréttablaðið - 14.06.2018, Síða 26

Fréttablaðið - 14.06.2018, Síða 26
 Ég er meðvitaður um að við þurfum ekki fleiri eins föt í heiminn. Mikilvægt að hönnunin sé frumleg. Ég er því stanslaust að leitast við að búa til það sem ekki er til og vantar inn í heim tískunnar. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Smart föt, fyrir smart konur Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kvart -Gallabuxur Str. 36-48 2 bláir gallalitir Kr. 11.900.- Arnar segir innblástur í hönnunina koma úr íþróttum, vinahópnum og náttúrunni. Hönnun Arnars Más er hugsuð fyrir íslenskar aðstæður en hefur vakið athygli víða um heim. Arnar Már Jónsson var valinn í fimm hönnuða teymi sem fær stuðning frá Machine-a og Showtime. MYND/EYþór Arnar Már útskrifaðist úr LHÍ árið 2013 og vann meðal annars hjá Vivienne Westwood á meðan á náminu stóð. „Ég fór svo beint eftir útskrift til Parísar þar sem ég vann hjá Martine Sitbon hjá Rue Du Mail. Eftir stutt stopp þar var fyrir- tækinu lokað og ég ákvað að fara í frekara nám. Ég fór á endanum í Royal College of Art þaðan sem ég útskrifaðist í fyrra. Það var krefjandi en mjög lærdómsríkur og ómetanlegur tími. Ég hef alltaf haft áhuga á sportfatnaði og vildi blanda því saman við mína tísku og vann hjá Adidas sem hönnuður á meðan ég var í náminu.“ Arnar segir að áhuginn á tísku hafi alltaf verið fyrir hendi hjá honum. „Ég hef alltaf haft áhuga á því að klæða mig og það jafnaðist ekkert á við að reima á mig nýju körfuboltaskóna þegar ég var yngri,“ segir hann. „Ég vissi kannski ekki að ég vildi vera fata- hönnuður en um leið og ég fann tísku og fatahönnun kom ekkert annað til greina. Ég vinn enn þá mjög mikið með þá hugmynda- fræði að búa til föt fyrir mig og þá sem eru í kringum mig. Það skiptir mig miklu máli að fötin séu gerð til þess að klæða fólk á sem bestan hátt. Ég er hins vegar líka meðvitaður um að við þurfum ekki fleiri eins föt í heiminn og finnst mikilvægt að hönnunin sé frumleg og bæti einhverju við og er því stanslaust að leitast við að búa til það sem ekki er til og vantar inn í heim tískunnar.“ Hann lýsir hönnun sinni þannig að hún sé ætluð fyrir íslenskar aðstæður. „Ég byggi á hugmynda- fræði íþróttafatnaðar og reyni að finna nýja tækni við hvert tækifæri. Og svo er lykilatriði að hún standist íslenska veðráttu vel. Ég fæ inn- blástur frá vinum mínum, íslenskri náttúru, íþróttum og tækni.“ Nýlega fékk hönnun Arnars inni í einni af stærstu netverslunum tískunnar. „Showtime er mjög framsækinn miðill sem ljós- myndarinn Nick Night stofnaði. Ég var valinn í teymi fimm ungra hönnuða í samstarfi verslunar- innar Machine-a og 1 Granary miðilsins þar sem okkur var hjálpaði til að hefja framleiðslu á tískulínum okkar. Maður hleypur á marga veggi í þessu ferli og það var frábært að fá hjálp frá þeim með allt. Nú er línan mín til sölu hjá Machine-a og á netsíðu þeirra sem Showstudio Machine-a.“ Og það er er bjart fram undan hjá Arnari. „Við vorum að klára SS/19 línuna núna og mynduðum hana á Íslandi um daginn svo ég er tilbúinn að taka við pöntunum. Svo eigum við enn þá eftir að klára framleiðsluna fyrir Showtime- búðina í Japan og svo bara halda áfram að vinna og vinna.“ Hönnun Arnars má sjá á shop. showstudio.com og arnarmarjons- son.com Innblásinn af sporti og tækni Arnar Már Jónsson fatahönnuður lauk námi frá Royal College of Art í fyrra og hefur síðan náð miklum árangri á sínu sviði. Föt hans eru nú til sölu í hinni virtu netverslun Showstudio í London. Arnar hefur alltaf haft tískuáhuga. 4 KYNNINGArBLAÐ FóLK 1 4 . J ú N í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -C E B 8 2 0 2 1 -C D 7 C 2 0 2 1 -C C 4 0 2 0 2 1 -C B 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.