Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2018, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 14.06.2018, Qupperneq 34
Það er algjör skylda að mínu mati að fara á allavega einn leik þegar Ísland kemst á stóra sviðið á heimsmeistara- mótinu. Ég fór á einn leik á Evrópumótinu og stefni á að gera slíkt hið sama í Rússlandi. Þegar Ísland tekst á við besta leikmann heims, það er Lionel Messi, þá er ekki hægt að láta sig vanta, þannig að ég ætla að sjá leikinn gegn Argentínu í Moskvu,“ sagði Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þegar Fréttablaðið innti hann eftir áformum hans í kringum heimsmeistaramótið sem hefst í dag. „Heimsmeistaramótið er mun stærra svið en Evrópumótið og það verður mikil upplifun að sjá íslenska liðið taka þátt í þessu stóra móti. Mín tilfinning er sú að þetta sé í fyrsta en ekki síðasta skipti sem liðið kemst á heims- meistaramótið, en ég ætla hins vegar ekki að taka áhættuna ef þetta verða einstakur viðburður í knattspyrnusögunni. Ég næ að slá tvær flugur í einu höggi með því að sjá leikinn gegn Argentínu, það er að vera á vellinum þegar Ísland leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti í sögunni og sjá að mínu mati besta leikmann sögunnar, Lionel Messi,“ sagði Her- mann enn fremur. „Ég hef ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá með berum augum Lionel Messi spila. Maður hefur bara fylgst agndofa með tilþrifum hans sitjandi í sófanum að horfa á hann í sjónvarpinu. Ég hlakka mikið til að sjá hann leika listir sínar fyrir framan mig. Sviðið verður ekki stærra og það verður gaman að sjá íslensku leikmennina kljást við þessa lifandi goðsögn í knattspyrnuheiminum,“ sagði Hermann með glampa í augunum af spennu. „Ég hef sjálfur spilað í Moskvu, bæði með landsliðinu og Evrópu- leik með Ipswich Town. Ég hef einnig farið þangað sem ferða- maður, en ég fór í ferð á vegum Íslandsstofu og tók bæði Moskvu og Sankti Pétursborg út. Ég tók heilan dag í að rölta um Moskvu þvera og endilanga og undir lok dags var ég farinn að rata og átta mig á kennileitum í þessari glæsi- legu borg. Ef einhvern vantar leið- sögumann í ferð sína til Rússlands þá er hægt að hringja í mig. Mín upplifun af borginni er góð og ég mæli með henni við hvern þann sem spyr mig,“ sagði Hermann um upplifun sína af Moskvu. „Ég er alveg kominn yfir það að geta ekki leikið á þessu getustigi lengur. Það var til að mynda frábær skemmtun að vera partur af þeirri flottu umgjörð sem var í kringum Evrópumótið. Hitta gamla félaga úr boltanum, hressa stuðnings- menn íslenska liðsins og drekka í sig stemmingu frá stuðningsmönn- um annarra þjóða. Ég verð illa svikinn ef umgjörðin verður ekki í sama gæðaflokki hjá Rússunum,“ sagði Hermann þegar hann var spurður að því hvernig tilfinningin væri að horfa á íslenska liðið úr stúkunni. „Ég er alveg ofboðslega spenntur fyrir þessu móti, en ég hef ávallt verið límdur við skjáinn á meðan á mótinu stendur og það verður að öllum líkindum alveg magnað að vera viðstaddur. Við erum að sjálf- sögðu í ofboðslega erfiðum riðli og það verður þrautin þyngri að komast upp úr honum. Argentína fór í úrslit síðast og margir telja að þetta sé síðasti möguleiki fyrir Lionel Messi til þess að vinna mótið og hann verði afar mótíver- aður nú. Við vitum það vel hvað Króatía getur eftir að hafa mætt þeim fjölmörgum sinnum undan- farin ár og Nígería er með öflugt lið. Ég hef hins vegar fulla trú á íslenska liðinu og tel að það geti vel farið upp úr riðlinum,“ sagði Hermann um möguleika íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. Þegar Ísland tekst á við besta leikmann heims, það er Lionel Messi, þá er ekki hægt að láta sig vanta, þannig að ég ætla að sjá leikinn gegn Argentínu í Moskvu. Hermann Hreiðarsson Spenntur að sjá lifandi goðsögn mæta Íslandi Hermann Hreiðarsson lék í fimmtán ár með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en náði aldrei að spila á stórmóti. Hermann fór á Evrópumótið árið 2016 sem eldheitur stuðningsmaður og ætl- ar að gera slíkt hið sama á heimsmeistaramótinu. Hermann er öllum hnútum kunnugur í Moskvu. Hermann Hreið- arsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu á móti Þýskalandi. Hermann lék 89 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim leikjum fimm mörk. Hermann þjálfar nú lið í indversku ofur- deildinni ásamt David James, fyrrverandi liðsfélaga sínum hjá Portsmouth. Hermann ætlar að fara til Rúss- lands og styðja íslenska liðið með ráðum og dáð. Hermann er spennt- astur fyrir því að sjá leikmenn Íslands mæta Lionel Messi. Magnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi hjarta, vöðva og nýrna. Magnesíum Recovery er sérstaklega þróað með íþróttafólk í huga. Getur hindrað krampa og flýtt fyrir endurheimti vöðva eftir mikil átök. Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Magnesíum Recovery fyrir íþróttafólk Magnesíum Recovery er staðalbúnaður í maraþonhlaupum. Hraðvirkt og áhrifaríkt. Hefur slegið á krampa eftir hlaup á aðeins 10 sekúndum! - Sigurjón Sigurbjörnsson, langhlaupari Recovery 5x10.pdf 1 07/06/2018 14:33 6 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÁFRAM ÍSLAND 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -D D 8 8 2 0 2 1 -D C 4 C 2 0 2 1 -D B 1 0 2 0 2 1 -D 9 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.