Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Qupperneq 12

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Qupperneq 12
12 Samstarfsverkefni Kiwanis- klúbbanna í Ægissvæði er útgáfa og dreifing bókamerki „Lífs-vísir, Vörn gegn sjálfsvígum“ verkefnið varð til í framhaldi af setningu umdæmisþings Kiwanis í Reykja- nesbæ árið 2000 þar sem séra Ólafur Oddur Jónsson gerði sjálfsvíg að umtalsefni á svo eft- irminnilegan hátt við setningu þingsins í Keflavíkurkirkju. Í framhaldi var samþykkt á svæð- isráðfundi Ægissvæðis að vinna að verkefninu og skipaði verk- efnishóp frá öllum klúbbum svæðisins og hefur Guðbjartur Greipsson úr Brú leitt verkefnið, strax var tekin sú ákvörðun að vinna náið með fagaðilum þar sem málið væri vandmeðfarið og hefur verið unnið í nánu sam- starfi við séra Ólaf Odd Jónsson sem hefur veitt ómetanlega að- stoð og ráðgjöf einnig hefur ver- ið unnið náið með Salvöru Bjarnadóttur forvarnafulltrúa Landlæknisembættisins þar sem við höfum fengið faglega ráðgjöf og eru séra Ólafi Oddi Jónssyni og Salvöru Bjarnadóttur færðar bestu þakkir fyrir ómetanlega aðstoð við verkefnið Stefnt er að dreifingu á Lífs- vísi í samráði og samstarfi við Landlæknisembættið og fagað- ila. Verkefnið var kynnt á um- dæmisþinginu á Selfossi í ágúst sl. Verkefnið er nú í prentvinnslu í Prentsmiðjunni Odda og fer síð- an í kynningu og dreifingu. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafn- arfirði og Kópavogi styrkja verk- efnið. Einnig er rétt að geta að Bragi Einarsson grafískur hönnuður í Keflavík hefur hannað bóka- merkið á einkan smekklegan hátt með skírskotun til verndar og umhyggju og litasamsetning vísar einnig til lita Kiwanis sem er blátt og gult og á hann bestu þakkir fyrir frábæra hönnun á Lífs-vísinum. Það er einlæg von okkar Kiwanismanna að með þessu verkefni sé verið að leggja mikil- vægu og vandmeðförnu máli gott lið til hjálpar fólki í nauð. Með Kiwaniskveðju Gylfi Ingvarsson fráfarandi svæðisstjóra Ægissvæðis. Fréttir frá Ægissvæði Aðventukvöld Kiwanis Sunnudaginn 8. des. kl. 20 verður Aðventu- kvöld Kiwanis Í Dómkirkjunni í Reykjavík Barnakór Dómkirkjunnar syngur og flutt verður hugvekja. Eftir stundina förum við upp á kirkjuloft og fáum okkur kaffi og piparkökur. Mætum nú vel og stillum saman jólastrengina.

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.