Fréttablaðið - 23.08.2018, Side 16

Fréttablaðið - 23.08.2018, Side 16
Frá því að staða efnahags-mála tók að batna eftir efna-hagshrunið hefur krafan um að ávinningurinn skili sér í auknum mæli til alls almennings með uppbyggingu samfélagslegra innviða verið hávær. Þó að þeim ríkisstjórnum sem komu í kjöl- far endurreisnarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur hafi tekist ágætlega upp við að fylgja eftir endurreisn efnahagslífsins stóðu eftir óupp- fylltar væntingar um uppbyggingu samfélagslegra innviða. Núverandi ríkisstjórn hefur einsett sér að gera betur og telur slíka uppbyggingu sitt forgangsverkefni. Gott efnahagsástand undanfarin ár og tekjur sem ríkið hefur fengið á grundvelli svokallaðra stöðugleika- samninga hafa gert ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir og styrkt stöðu hans verulega. Þannig hafa skuldir ríkissjóðs lækkað um 88 milljarða á undanförnum tólf mán- uðum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að þessi sterka staða verði nýtt til að ráðast í samfélagslega uppbyggingu sem miðar að því að jafna og bæta lífsgæði landsmanna. Í þeirri vinnu hefur ríkisstjórnin þau leiðarljós að tryggja farsælt efnahagslíf, sam- félagslegan ávinning og framsækni í umhverfismálum. Framar fyrirheitum Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar- innar var að leggja fram fjárlaga- frumvarp sem tryggði aukin fjár- framlög upp á 55 milljarða króna til samfélagslegra verkefna án þess að það kæmi niður á afkomu ríkis- sjóðs. Fjárlögunum var síðan fylgt eftir með fjármálaáætlun til fimm ára sem Alþingi samþykkti síðast- liðið vor og felur í sér að framlög til mikilvægra málaflokka verða aukin jafnt og þétt til ársins 2023. Samtals hefur ríkisstjórnin því tryggt að á sex árum munu árleg framlög til mikilvægra mála verða aukin um 140 milljarða króna, þar af verða árleg framlög til heilbrigðismála um 60 milljörðum hærri en þau voru árið 2017. Til þess að setja þessa innspýt- ingu til samfélagslegra verkefna í samhengi þá lofuðu þeir stjórn- málaflokkar sem lengst gengu fyrir síðustu tvennar kosningar 40-50 milljarða aukningu á fjórum til fimm árum. Við getum líka horft á þessa 140 milljarða aukningu í samhengi við sameiginlegar breyt- ingartillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlög ársins 2016 sem þóttu á þeim tíma róttækar en fólu í sér 16 milljarða aukningu. Það þarf því ekki að deila um að áform ríkis- stjórnarinnar um samfélagslega uppbyggingu ganga framar öllum fyrirheitum sem gefin voru fyrir síðustu tvennar kosningar. Bætt opinber þjónusta og kolefnishlutlaust Ísland Allir landsmenn eiga að geta treyst á örugga heilbrigðisþjónustu þegar eitthvað bjátar á. Styrking heil- brigðis kerfisins hefur verið for- gangsmál í hugum landsmanna þegar viðhorf þeirra hefur verið kannað til mikilvægustu málaflokk- anna fyrir kosningar síðustu ára. Markmið ríkisstjórnarinnar er að tryggja að fólk geti einfaldlega treyst því að fá viðeigandi heilbrigðis- þjónustu þegar á reynir. Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að auka framlög til heilbrigðismála um 19% að raunvirði á næstu fimm árum, til viðbótar við þá 11% aukningu sem ákveðin var í fyrstu fjárlögum ríkis- stjórnarinnar. Mikilvægasta verk- efnið er að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á tímabili fjármálaáætl- unar, þannig að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum. Þetta er samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni ein mikilvægasta jöfn- unaraðgerð sem hægt er að ráðast í. Þá hefur núverandi heilbrigðisráð- herra lagt áherslu á að forgangsraða í þágu geðheilbrigðismála og heilsu- gæslunnar um land allt. Öryggi á þjóðvegum og greiðar samgöngur eru stórmál fyrir alla landsmenn. Það hefur legið fyrir lengi að þörf hefur verið á innspýt- ingu í samgöngumálin. Eitt af fyrstu verkefnum núverandi ríkisstjórnar var að setja strax fjóra milljarða til viðbótar inn í samgöngumál. Settir verða 16,5 milljarðar inn í sam- gönguframkvæmdir til viðbótar við fyrri áætlanir þannig að fjár- festingar í þessum geira munu nema um 124 milljörðum á næstu árum. Samgönguáætlun verður lögð fram í haust og þar munu birtast fyrirætl- anir um úrbætur í samgöngumálum sem munu nýtast um land allt, bæði í almenningssamgöngum og vega- framkvæmdum. Aukin framlög til menntunar, bæði framhaldsskóla en ekki síst háskólastigsins, endurspegla þann skýra vilja ríkisstjórnarinnar að horfa til framtíðar og tryggja atvinnusköpun sem hvílir á hugviti og þekkingarsköpun. Öll sú upp- bygging mun skila sér í samfélags- legum ávinningi fyrir almenning í landinu og tryggja aukinn jöfnuð. Sömuleiðis er mikilvægt að minna á að yfir stendur vinna í samráði við forsvarsmenn heildar- samtaka öryrkja um hvernig unnt er að breyta almannatryggingakerfinu og bæta kjör öryrkja en gert er ráð fyrir alls 6 milljörðum til viðbótar í þann málaflokk í komandi fjárlaga- frumvarpi. Styrk stjórn efnahagsmála og uppbygging samfélagslegra innviða eru mikilvæg verkefni en ekki skipta umhverfismálin minna máli. Ný og framsækin aðgerðaáætl- un í loftslagsmálum verður kynnt nú í haust þar sem fyrstu skrefin í átt að kolefnishlutlausu Íslandi verða kynnt. Þar verða allir aðilar kallaðir að borðinu þannig að Ísland geti skipað sér í hóp framsæknustu ríkja heims í loftslagsmálum. Gerum góða stöðu betri fyrir alla Þegar lykiltölur eru skoðaðar fyrir Ísland má ljóst vera að ólíkt mörg- um nágrannalöndum hafa Íslend- ingar unnið mjög vel úr hruninu og flestar kennitölur stefna í rétta átt. Skuldastaða ríkissjóðs fer batnandi, kaupmáttur hefur aukist verulega vegna þess að aukin verðbólga hefur ekki fylgt launahækkunum, ekki síst vegna hagfelldra ytri aðstæðna. Ríkisstjórnin hefur þegar gripið til þeirrar jöfnunaraðgerðar að lækka kostnað sjúklinga og var því for- gangsraðað að lækka tannlækna- kostnað aldraðra og öryrkja með nýrri gjaldskrá sem tekur gildi á næstu dögum. Kostnaður sjúklinga verður lækkaður í skrefum þann- ig að hann verði í takt við önnur Norður lönd eða 16,5% í lok tíma- bils fjármálaáætlunar. Opinber fjárfesting er á uppleið sem er afar mikilvægt þegar hægst hefur á hag- vexti til að tryggja áframhaldandi velsæld. Ríkisstjórnin er staðráðin í að halda áfram á þessari braut. Eitt mikilvægasta verkefnið á þeirri leið er gott samstarf stjórnvalda og vinnumarkaðar. Núverandi ríkisstjórn hefur þegar haldið tíu fundi með aðilum vinnumark- aðarins, forsvarsmönnum Sam- bands sveitarfélaga og ríkissátta- semjara þar sem ýmis mál hafa verið rædd. Sum þeirra hafa þegar skilað sér í aðgerðum. Þannig voru atvinnuleysisbætur og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkaðar í vor og kjararáð hefur verið lagt niður eftir ítarlega greinargerð sem unnin var í samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi og þar verður hlustað náið eftir óskum aðila vinnumarkaðarins Fram undan er endurskoðun laga um Seðlabankann sem mun styrkja umgjörð peningastefnunnar. Sömuleiðis stendur yfir vinna til að styrkja umgjörð fjármálakerfisins og síðast en ekki síst er hafin vinna við hvernig við Íslendingar ætlum að takast á við tæknibreytingar sem oft eru kenndar við fjórðu iðnbylt- inguna og hvernig við getum tryggt að hugvit og þekkingariðnaður verði ein af grundvallarstoðunum fyrir íslenskt efnahagslíf til fram- tíðar. Það er þetta mikilvæga jafnvægi samfélags, umhverfis og efnahags sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Það er leiðarljós sem mun verða íslensku samfélagi mikilvægt til framtíðar og tryggja bætt lífskjör alls almennings. Uppbygging fyrir almenning Katrín Jakobsdóttir forsætis­ ráðherra Ekkert er nýtt undir sólinni,“ segir máltækið og „hvað ungur nemur, gamall temur“ er eitt þeirra. Þegar ég var unglingur hlustaði maður á hvað fullorðnir voru að fjalla um sín á milli og hvað var í fréttum, maður las í það sem var uppbyggilegt og spennandi, eins það sem var óhuggulegt og miður skemmtilegt, jafnvel óhugnan- legt eins og náttúruhamfarir, stríð og annað sem ógnaði þeim friði bæði sálar og samfélagslega sem maður var uppalinn við. Sennilega er mín kynslóð uppalin á einum mestu friðartímum í langan tíma. Kalda stríðið og kjarnorkuógnin var mikið í fréttum og sú umræða skelfdi unglingshjartað. Víetnam- stríðið, Kúbudeilan, og o.fl. voru í fréttum. Náttúruhamfarir, eins og eldgosið í Vestmannaeyjum, eru mér í fersku minni, þegar íbúarnir voru fluttir upp á land og allt sem því fylgdi. Hugleiðingar manns um tilgang lífsins, gang sólarinnar og þá staðreynd að lífið hér á jörðinni væri frekar einstakt komu manni í opna skjöldu og sú staðreynd að samspil ýmissa þátta yrði að ganga upp svo það gæti gengið. Þetta fór að vekja bæði áhuga og áhyggjur. Mengun var eitthvað sem við mör- landinn töluðum um að væri bara í útlöndum og þeir yrðu að taka til heima hjá sér, við værum stikkfrí, eða þannig. Þessar minningar hafa poppað mikið upp hjá undirrituðum upp á síðkastið þegar hlýnun jarðar er eins og hún er og talin að hluta til af manna völdum. Ég er frekar tregur í taumi þegar fullyrðingar eru annars vegar og hefur það valdið mér angist í þessari umræðu, kannski vakið upp sektarkennd, en vísindin eru nánast sammála og það hlýtur maður að virða. Eitt er það sem ég finn í kringum mig en það eru áhyggjur unga fólksins af málinu og sú ábyrgðartilfinning þeirra að vinna úr málinu eins og mannlegur máttur getur þegar þau taka við keflinu af okkur fullorðna fólkinu. Hvort sem nýtt Nóaflóð er í vændum eða eitthvað annað finnst mér að tillit til ungu kynslóðarinnar verði að vera í fyrirrúmi þegar þessi mál eru rædd. En að aðgerðum hér á landi, sem ég veit að við Íslendingar í ljósi sög- unnar getum framkvæmt þegar við stöndum saman, í þeirri trú að það sé öllum til heilla. Þar sem þjóðin þarf að fá á tilfinninguna er að hafa trú á verkefninu, þá er enginn vafi í mínum huga að árangur í minnkun útblásturs tækja sem brenna jarð- efna eldsneyti verður hraðari. Nú er kolefnisgjald á bensíni og olíu komið á og mun fara hækkandi. Í svari umhverfisráðherra við einni af spurningum hve mikið kolefnis- gjald hefur dregið úr losun gróður- húsalofttegunda, segir: „Kolefnis- gjald setur verð á losun koldíoxíðs og skapar því fjárhagslegan hvata til þess að draga úr losun og leita til hreinni lausna.“ Gott og vel, til að leita hreinni lausna þurfa þær að vera til taks, en staðreyndin er að hreinar lausnir eru skammt á veg komnar og sérstaklega á lands- byggðinni. Til þess að öll þjóðin hafi trú á verkefninu verða stjórnvöld að standa í lappirnar og fá alla með sér í lið. Unga fólkið sem maður finnur að er áhyggjufullt yrði glaðara ef það fyndi að þjóðin stæði saman í þessum aðgerðum. Ekkert er nýtt undir sólinni Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins í Norðvestur­ kjördæmi Í haust munu 128 börn í Reykja-vík ekki fá þau leikskólapláss sem hafði verið lofað. Þá á eftir að ráða starfsfólk í 84 stöðugildi. Ástandið er vissulega betra en á síðasta ári og því ber að fagna. Stað- reyndin er þó sú að um 9% barna sem var lofað plássi komast ekki að. Það er óásættanleg staða. Lík- lega dugir foreldrum þessara barna skammt að vita að staðan hafi batnað. Foreldrar munu því þurfa að gera aðrar ráðstafanir, með hjálp vina og vandamanna eða hreinlega með því að fresta endurkomu á vinnu- markað. Hluti þessara barna er hjá dagforeldrum eða í ungbarnaleik- skólum ef þau eru það lánsöm að halda plássum sínum, sem losna þá ekki fyrir önnur börn sem bíða eftir að komast að. Foreldrar þeirra þurfa þá einnig að gera ráðstafanir, mögu- lega að vera heima við lengur en til stóð. Í mörgum tilfellum þýðir þetta umtalsvert tekjutap eða kostnað við dýrari úrræði. Staðan bitnar því miður helst á tekjulægri foreldrum. Jafnréttismál Rannsóknir sýna að barneignir hafa jákvæð áhrif á laun karla en nei- kvæð á laun kvenna. Mæður barna eru mun lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir barneignir. Konur eru því, enn sem komið er, mun líklegri til að vera heima með börnin komist þau ekki að í dagvistun. Lengri fjar- vera frá vinnumarkaði hefur einnig áhrif á starfsframa. Skilvirkt kerfi dagvistunar er því ekki síst jafnréttis- mál. Það er því mikilvægur þáttur í að jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði að Reykvíkingar hafi greiðan og tímanlegan aðgang að dagvistun. Þá má ekki gleyma hversu mikil- vægt það er fyrir börnin sjálf að komast tímanlega í leikskóla, fyrsta skólastigið, að fá þá örvun sem felst í því að eyða deginum með fagfólki, hafa aðgang að góðum útisvæðum og vera innan um börn á sama aldri. Árangur hefur náðst en það þarf að gera miklu betur. Það gengur ekki að 9% barna fái ekki leikskólaplássin sín, að líf þessara fjölskyldna og aðstandenda sé í ákveðnu uppnámi. Að líf þeirra sem bíða eftir plássum hjá dagforeldrum og í ungbarnaleik- skólum riðlist líka með þeim afleið- ingum, meðal annars, að tækifæri kvenna á vinnumarkaði skerðist. Þetta er langtímaverkefni sem þarf samt að vinnast hratt og það þarf að halda áfram vel á spöðunum. Við megum aldrei sofa á verðinum. Börnin 128 Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis­ flokksins Gott efnahagsástand undan- farin ár og tekjur sem ríkið hefur fengið á grundvelli svo- kallaðra stöðugleikasamn- inga hafa gert ríkissjóði kleift að greiða niður skuldir og styrkt stöðu hans verulega. Þá má ekki gleyma hversu mikilvægt það er fyrir börn- in sjálf að komast tímanlega í leikskóla, fyrsta skólastigið, að fá þá örvun sem felst í því að eyða deginum með fag- fólki, hafa aðgang að góðum útisvæðum og vera innan um börn á sama aldri. 2 3 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R16 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A 1 -0 C A 4 2 0 A 1 -0 B 6 8 2 0 A 1 -0 A 2 C 2 0 A 1 -0 8 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.