Fréttablaðið - 23.08.2018, Síða 18

Fréttablaðið - 23.08.2018, Síða 18
Golf Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumanna- mótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP- meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síð- ustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttöku- réttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stiga- listanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnis- réttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í rás- hóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af E v r ó p u m ó t a - röðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frá- bærir kylfingar á borð við Lee W e s t w o o d , Danny Will- ett, Padraig Harrington og Thomas Piet- ers skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma. – kpt Ólafía og Birgir hefja leik í dag fótbolti Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins, hefur byrjað vel í frönsku deildinni með Dijon eftir vistaskipti frá FC Nordsjælland í sumar. Var hann keyptur til félagsins meðan á HM stóð og greiddi franska félagið met- upphæð fyrir íslenskan markvörð. Dijon byrjaði tímabilið á tveimur sigrum og er ásamt Reims, Nimes og stjörnum prýddu liði PSG á toppi deildarinnar. Tókst Rúnari Alex að halda hreinu í öðrum leiknum og var verðlaunað- ur með sæti í liði vikunnar í Frakk- landi. Hann kveðst vera búinn að koma sér vel fyrir í Frakklandi og frönsku- kunnátta hans úr skólagöngunni hjálpi honum að koma sér fyrir. „Þetta hefur verið ansi gott hing- að til. Við erum komin með allt sem við þurfum og fengum góða íbúð svo við erum búin að koma okkur vel fyrir. Ég lærði frönsku í grunn- og menntaskóla þannig að ég er með grunnkunnáttu í tungumálinu og skil margt sem er sagt við mig. Ég er ekki byrjaður í tímum en þá verður þetta fljótt að koma,“ segir Rúnar og að það hjálpi honum á æfingum. „Þetta hefur hjálpað mér þvílíkt, ég skil flest af því sem þjálfarinn segir strax. Ef það gengur ekki eru nokkrir í liðinu sem tala góða ensku og geta aðstoðað,“ segir Vestur bæingurinn. Frábært að halda strax hreinu Gengið var frá félagsskiptunum meðan á HM stóð og var Rúnar því afar spenntur að hefja æfingar á ný eftir sumarfríið. „Auðvitað var maður alltaf spenntur fyrir því að hefja nýtt ævintýri. Fyrst og fremst fann ég fyrir tilhlökkun yfir að koma og byrja að æfa með liðinu.“ Eins og búast mátti við eru meiri gæði og meiri hraði í franska bolt- anum en þeim danska. „Helsti munurinn á deildunum og á æfingunum er að hér er allt hrað- ara og leikmenn eru fjölhæfari. Í Danmörku eru leikmenn oft hraðir eða sterkir en ekki margir sem hafa báða eiginleikana. Það eru meiri gæði í leikjum og á æfingum, við það verð ég að stíga upp og bæta minn leik.“ Dijon, sem er aðeins tuttugu ára gamalt félag eftir sameiningu tveggja liða í borginni Dijon, var að hefja þriðja tímabil sitt í röð í efstu deild. Félagið náði besta árangri sínum í efstu deild í fyrra þegar það lenti í ellefta sæti og byrjar tímabilið af krafti í ár. „Þetta er góð byrjun, auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna alla leiki en það var kannski framar björtustu vonum að ná í sex stig. Við byrjuðum á erfiðum útivelli gegn Montpellier þar sem sigur- markið kom í uppbótartíma sem gerði heilmikið fyrir liðið og sjálfs- traustið. Svo var flott að ná að halda hreinu strax í annarri umferð, það tók ellefu umferðir í fyrra,“ segir Rúnar sem var valinn í lið umferðar- innar af L’Equipe eftir að hafa haldið hreinu gegn Nantes. „Það gerir heilmikið fyrir mig til að fá strax virðingu frá stuðnings- mönnunum og andstæðingunum. Ég fékk strax traustið frá þjálfar- anum og öllum í liðinu, það veitti manni sjálfstraust en það þýðir ekkert að verða saddur núna. Ég verð að æfa vel, bæta mig og standa undir traustinu.“ Spennandi verkefni fram undan Rúnar Alex var hluti af HM-hópnum hjá Heimi Hallgrímssyni og verður eflaust í fyrsta leikmannahópnum hjá Erik Hamrén í fyrsta leiknum undir stjórn þess sænska. „Heimir vann frábært starf með landsliðið og það var ótrúlega gaman að þetta endaði vel hjá honum með því að komast í loka- keppni HM. Góður endasprettur hans munu vonandi hjálpa Erik að taka við keflinu og vonandi getum við haldið áfram þessu góða gengi landsliðsins.“ Hann kveðst spenntur fyrir því að mæta til æfinga og kynnast því að æfa undir stjórn Hamrén. „Ég myndi ekki halda að það verði stórtækar breytingar en það kemur í ljós í Sviss. Þetta verður áhuga- vert, það er alltaf gaman að prófa og kynnast einhverju nýju. Ég fékk ekki að vinna með Lars á sínum tíma þannig að það verður gaman að kynnast sænskum þjálfunar- aðferðum og læra vonandi eitthvað nýtt.“ Hann horfði meðal annars til þess hvað félagsskiptin til Frakklands myndu þýða fyrir landsliðsferilinn. „Auðvitað spilaði það inn í ákvörðunina að fara í stærri deild til að auka möguleika mína á að spila fyrir landsliðið en það eru margir þættir sem hafa áhrif. Ég verð að standa mig með félagsliðinu mínu og þetta verður alltaf undir þjálfar- anum komið. Auðvitað dreymir mann eins og alla um að spila reglu- lega fyrir hönd íslensku þjóðarinnar en það verður að koma í ljós.“ kristinnpall@frettabladid.is Mun meiri hraði í Frakklandi Rúnar Alex Rúnarsson er búinn að koma sér vel fyrir hjá liði Dijon í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og hélt hann hreinu í síðasta leik sem skilaði honum sæti í liði vikunnar. Það tók Rúnar Alex Rúnarsson aðeins tvo leiki að halda hreinu í fyrsta sinn í Frakklandi, eitthvað sem tók liðið ellefu umferðir í fyrra. Hér sést hann í útileik gegn Montpellier sem Dijon vann 1-2. Sigurmarkið kom á lokasekúndunum. Dijon er með fullt hús í frönsku deildinni eftir tvær umferðir. NoRDicPHotoS/getty Reusch hefur alltaf verið með frábæra markmannshanska Rúnar Alex skrifaði nýlega undir samning við ítalska fyrirtækið Reusch um samstarf þegar kemur að markmannshönskum. Mun hann áfram vera samnings­ bundinn Nike þegar kemur að skófatnaði. Reusch var um árabil eitt þekktasta merki heims í mark­ mannshönskum en minna hefur farið fyrir fyrirtækinu undanfarin ár. Meðal markmanna sem eru á samningi hjá fyrirtækinu eru Julio Cesar, fyrrverandi landsliðsmark­ vörður Brasilíu, og Samir Handano­ vić, markvörður Inter. Rúnari leist best á Reusch af þeim fyrirtækjum sem höfðu samband. „Ég var ekki með samning um markmannshanska og það voru nokkur fyrirtæki sem höfðu sam­ band þegar HM var í gangi. Ég valdi Reusch því mér leið ofboðslega vel í hönskunum þeirra, það skipti mig mestu máli. Þetta hafa alltaf verið frábærir markmannshanskar og ég er bara spenntur fyrir komandi samstarfi.“ Ég fékk strax traustið frá þjálfar- anum og liðsfélögunum og það veitti manni aukið sjálfstraust. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins ÍR - Haukar 2-0 1­0 Shaneka Gordon (11.), 2­0 Hanna Barker (56.). Nýjast inkasso-deild kvenna Ljónin unnu fyrsta titilinn handbolti Guðjón Valur Sigurðsson skoraði níu mörk þegar Rhein-Neck- ar Löwen vann Flensburg, 26-33, í leiknum um þýska Ofurbikarinn í handbolta í gærkvöldi. Guðjón Valur var næstmarka- hæstur í liði Löwen á eftir svissneska leikstjórnandanum Andy Schmid sem skoraði tíu mörk. Alexander Petersson átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk. Löwen varð bikarmeistari á síð- asta tímabili en þurfti að horfa á eftir þýska meistaratitlinum í hendur Flensburg. – iþs Alexander Petersson og félagar fagna eftir sigurinn á Flensburg í gærkvöldi. NoRDicPHotoS/getty 2 3 . á G ú s t 2 0 1 8 f i M M t U d a G U R18 s p o R t ∙ f R É t t a b l a ð i ð sport 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 A 1 -2 0 6 4 2 0 A 1 -1 F 2 8 2 0 A 1 -1 D E C 2 0 A 1 -1 C B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.