Fréttablaðið - 23.08.2018, Síða 44

Fréttablaðið - 23.08.2018, Síða 44
ára s. 511 1100 | www.rymi.is Rafmagnstjakkar Kynningarverð: 282.897 kr. m/vsk gæði... ending… ánægja. skoðaðu úrvalið á Weber.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Amadeus borðstofuhúsgögn Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Komið og skoðið úrvalið VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í ASÍSKRI MATARGERÐ. HOLLUR OG LJÚFFENGUR MATUR. Vietnamese restaurant Laugavegi 27 og Suðurlandsbraut 8 sími: 588 6868 pho.is Netflix Disenchantment HHHHH Höfundar: Matt Groening, Josh Weinstein Aðalhlutverk: Abbi Jacobson, Eric André, Nat Faxon, John DiMaggio Matt Groening á h e i ð u r i n n a f t v e i m u r skemmtilegustu teiknimynda­þáttum í sjón­ varpi síðustu áratuga; The Simp­ sons og Futurama. Fátt jafnast á við þessar tvær þáttaraðir í góðu og hár­ beittu gríni þegar þær risu sem hæst. Árgangar 3–8 af The Simpsons eru klassík sem þola endalausa endur­ skoðun og sama má vel segja um fyrstu fjóra árganga Futurama. Groening mætti í síðustu viku til leiks á Netflix með tíu þætti í nýrri seríu, Disenchantment, og hefur aðeins fengið að kenna á því að það getur verið kalt í eigin skugga. Samanburður við The Simp­ sons og Futurama er vitaskuld óhjákvæmilegur og heldur hallar á Disenchantment í þeim efnum í þessari fyrstu umferð. Skyldleiki Disen chantment og Futurama er mun augljósari en tengingar við gulu vísitölufjölskylduna í Springfield. Disenchantment gerist í miðalda­ ævintýraheimi þar sem álfar, tröll, djöflar og alls konar aðrar furðuverur eru á sveimi innan um misgáfulegar mannskepnur; ruglaða konunga, hrokafulla prinsa og allt hring­ snýst þetta síðan um kostulegt tríó; drykkfelldu og óstýrilátu prinsess­ una Bean, hennar persónulega innri djöful Luci og áttavillta flóttaálfinn Elfo. Þáttunum má vel lýsa sem ein­ hvers konar bræðingi af Futurama og Game of Thrones krydduðum með bragðefnum frá Monty Python, Shrek og alls konar súputeningum öðrum í dægurmenningunni. Prinsessan Bean er hress stelpa sem fer sínar eigin leiðir, konung­ inum föður sínum til mikillar mæðu. Hún hefur mun meiri áhuga á að drekka sig fulla yfir fjárhættu­ spilum á knæpum með sauðsvörtum og grálúsugum almúganum frekar en að svífa um hirðina í prinsessuleik. Þegar Bean er kynnt til leiks neytir hún allra bragða til þess að koma sér hjá þvinguðu hagsmunahjónabandi við konungsson úr nágrannaríkinu. Hún svífst einskis í þeirri viðleitni og vílar jafnvel ekki fyrir sér að brugga vonbiðlum sínum banaráð. Kannski ekki furða þar sem hún er nýbúin að kynnast púkan­ um Fulci. Sínum innri djöfli sem losnar skyndi­ lega úr læðingi. Þetta sérkenni­ lega tvíeyki verður síðan óvænt tríó þegar við bætist álfurinn Elfo sem er í mikilli tilvistarkreppu, nýflúinn úr glassúrhúðuðum glimmer heimi sínum, æstur í að kynnast grimmd og ljótleika tilverunnar utan huliðs­ heimsins. Þessi tíu þátta fyrsti hluti sög­ unnar er brokkgengur, ef ekki hreinlega krampakennd­ ur. Sagan er skemmtileg og persónurnar vel flestar ágætar en engin þeirra kemst þó með tærnar þar sem Hómer, Bart, vélmennið Bend­ er, Marge, Fry og Leela voru með hælana í The Simpsons og Futurama. Futurama gerðist í fjarlægri fram­ tíð, árið 3000 nánar tiltekið, en skyldleikinn við þetta miðaldaflipp er þó augljós. Sumar persónurnar eru dauft bergmál af persónum Fut­ urama og í báðum tilfellum er sögð samfelld saga, ólíkt The Simpsons­ þáttunum sem hefjast ætíð á byrj­ unarreit og hafa gert vikulega í 29 ár. Netflix hefur þegar keypt 20 þætti til viðbótar en ef Groening spýtir ekki hressilega í lófana er ansi hætt við að þættirnir af Dis­ enchantment verði ekki fleiri. Brandararnir flæða að vísu í stríð­ um straumi í gegnum þessa tíu fyrstu þætti en ólíkt The Simpsons og Futurama hitta sorglega fáir í mark. Hér er gælt við groddalegt grín, grót­ esku og ýkt Itchy og Scratchy teikni­ myndaofbeldi en í hálfkæringi. Ef hugmyndin var að hafa miðalda­ myrkur yfir stemningunni þá kemur eiginlega ekkert annað til greina en að fara alla leið. Þessir þættir eru alls ekki leiðin­ legir en heldur ekki nógu fyndnir, frumlegir og skemmtilegir til þess að hneppa áhorfendur í milljónavís í álög. En vonandi á Groening eftir að hressast og í því sambandi er ágætt að hafa í huga að The Simpsons og Futurama hrukku ekki í gírinn fyrr en í það minnsta einn árgangur var að baki. thorarinn@frettabladid.is Niðurstaða: Þrátt fyrir góða spretti og á köflum groddalegt grín og teikni- myndaofbeldi standast þessir þættir ekki samanburð við The Simpsons og Futurama þannig að mun betur má ef duga skal. Öfugsnúin álög og Simpsons-bölvunin Matt Groening gerir nú þriðju tilraunina til þess að heilla áhorfendur með teiknuðum furðufígúrum í þáttunum Disenchantment en hneppir fólk ekki í álög í fyrstu tilraun. Ævintýri prinsessunnar Bean, púkans Fulci og álfsins Elfo fer heldur skrykkjótt af stað í Disenchantment á Netflix. Fry, Leela og vélrón- inn Bender héldu fjörinu gangandi í Futurama og bjuggu yfir sjarma sem persónur Dis- enchantment hafa ekki fundið ennþá. Simpsons-fjölskyldan er sjálf- sagt vinsælasta sjónvarpsfjöl- skylda allra tíma og fátt bendir til þess að konungsfjölskyld- an í Disenchantment muni komast úr skugga gulu vísitölufjölskyldunnar. 2 3 . á g ú s t 2 0 1 8 f i M M t u D a g u r28 M e N N i N g ∙ f r É t t a B l a ð i ð Bíó 2 3 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 A 1 -1 6 8 4 2 0 A 1 -1 5 4 8 2 0 A 1 -1 4 0 C 2 0 A 1 -1 2 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.