Víkurfréttir - 14.06.2018, Blaðsíða 3
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
S U Ð U R N E S J A
MAGASÍN
fimmtudagskvöld kl. 20
á Hringbraut og vf.is
AÐAL S ÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝS INGAS ÍM INN 421 0001 ■ FRÉTTAS ÍM INN 421 0002
Sláðu upp mexíkanskri veislu
- Allar flögur frá Santa Maria með 35% afslætti
KJÖTSEL NAUTGRIPAHAKK
FERSKT 8-12% FEITT
1.232 KRKG
ÁÐUR: 1.759 KR/KG-30%
-30%
NAUTAÞYNNUR
FERSKT
1.959 KRKG
ÁÐUR: 2.798 KR/KG
Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið hafa myndað nýjan meirihluta í Reykja-
nesbæ. Nýr meirihluti mun taka við á bæjarstjórnarfundi þann 19. júní nk. Helstu áhersluat-
riði nýs meirihluta eru að áfram verður unnið skv. þeirri aðlögunaráætlun sem í gildi er
og lögbundnu skuldaviðmiði náð fyrir árið 2022. Skattheimtu verði stillt í hóf og áfram
verði unnið að því að bæta og opna stjórnsýslu sem verður endurskoðuð á kjörtímabilinu.
Þrjár nýjar nefndir verða settar á laggirnar,
lýðheilsunefnd, framtíðarnefnd og mark-
aðs-, atvinnu- og ferðamálanefnd. Þá verður
auknum fjármunum varið í fræðslumál til
þess að bæta aðbúnað og aðstöðu bæði í leik-
og grunnskólum.
Nýr meirihluti hafnar mengandi stóriðju í
Helguvík og mun nýtt Framtíðarráð fjalla
um starfsemina og leita lausna svo tryggja
megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ
sé ávallt í sátt við íbúa. Unnið verði áfram að
atvinnuuppbyggingu í Helguvík með það að
leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki og efla
enn frekar kjarnastarfsemi Reykjaneshafnar.
Kjartan Már Kjartansson, núverandi bæjar-
stjóri, verður endurráðinn. Friðjón Einarsson
frá Samfylkingu verður formaður bæjarráðs
og Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknar-
flokki, tekur við sem forseti bæjarstjórnar
fyrstu tvö ár kjörtímabilsins en Guðbrandur
Einarsson, Beinni leið, verður forseti bæjar-
stjórnar seinni tvö árin.
Nánar má lesa um stefnu nýs
meirihluta á vef Víkurfrétta, vf.is.
Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið
hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjanesbæ
Nýr meirihluti hafnar
mengandi stóriðju
Mikill áhugi var á því að fræðast um tröll og drauga í Reykjanes
Geopark en um 120 göngugestir tóku þátt í göngu Útivistar í Geopark
sl. fimmtudag en hún er sú fyrsta í gönguröð sumarsins.
Eggert Sólberg Jónsson þjóðfræð-
ingur og forstöðumaður Reykjanes
Geopark leiddi gönguna en gengið
var um næsta nágrenni Gunnu-
hvers og Reykjanesvita.
Þetta er annað árið sem Reykja-
nes Geopark stendur fyrir göngu-
ferðum um Reykjanesið en sam-
starfsaðilar verkefnisins eru Bláa
lónið og HS orka. Að sögn Eggerts
Sólberg er markmið verkefnisins
er að kynna einstakt umhverfi og
menningu Reykjanes Geopark fyrir
almenningi gegnum útivist, fróð-
leik og skemmtun.
Næsta ganga sumarsins verður
farin fimmtudaginn 14. júní en
þar verður gengið á Vatnsleysu-
strönd með Minja- og sögufélagi
Vatnsleysustrandar. Þann 23. júní
verður Jónsmesssuganga Bláa
lónsins og Grindavíkurbæjar,
þann 5. júlí verður gengið um
Stóra Skógfell með jarðfræðingi
HS orku, farið verður í fjöruferð
með Náttúrustofu Suðvestur-
lands þann 12. júlí og hjólað um
Reykjanesbæ og nágrenni með
3N 9. ágúst. Lokagangan er tón-
listarganga um gömlu Keflavík
með Söngvaskáldum Suðurnesja
þann 23. ágúst.
Á SLÓÐUM TRÖLLA OG DRAUGA
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
Opnunartími
mán.–fös. frá 9–20
lau.–sun. frá 11–18
Rotary-menn
rækta skóg
við Rósaselsvöt
n
SÍÐA10
fimmtudagur 14. júní 2018 // 24. tbl. // 39. árg.