Víkurfréttir - 26.03.1981, Side 2
2 Fimmtudagur 26. marz 1981
VIKUR-fréttir
Míkur
fCETTIC
Útgefandi: Vasaútgáfan
Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, srtni 2968
Blaðamenn: Steingrimur Lilliendahl, sími 3216
Elias Jóhannsson, sími 2931
Emil Páll Jónsson, sími 2677
Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavik, sími 1760
Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik
Loftpressa
Tek að mér
múrbrot,
fleygun
og borun fyrir
sprengingar.
Geri föst
verðtilboð.
SÍMI 3987
Sigurjón Matthíasson
Brekkustíg 31 c - Y-Njarðvík
Prjónakonur
Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og
hnepptar.
Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudagana
1., 15. og 29. apríl kl. 13-15.
Híslenzkur markadur hf.
mmims
Videoking klúbbur Suðurnesja
Leigjum myndsegulbönd í Keflavík, Njarðvík og
nágrenni.
Fjöldinn allur af góðum myndum við allra hæfi,
m.a.:
The Graduate - Funny Girl
Jesus Christ Superstar - Hárið
The Incredible Hulk o.fl. o.fl.
Upplýsingar í síma 1828 milli kl. 19-21.
Áhaldavörður
Starf áhaldavarðar hjá Áhaldahúsi Keflavíkurbæj-
ar er laust til umsóknar.
Laun samkv. kjarasamningum S.T K.B.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir yfirverkstjóri, Ellert
Eiríksson.
Áhaldahús Keflavíkurbæjar
Sími 1552
Myndin er tekin á æfingu hjá kórnum í síðustu viku, en hann æfir i
húsnæði Tónlistarskóla Njarðvíkur. Söngstjórinn, Margrét Pálma-
dóttir, er lengst til hægri.
Kór Fjölbrautaskólans
Stofnaður hefur verið kór í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Auglýst var
eftir stjórnanda i desember sl. og var Margrét Pálmadóttir ráðin sem
stjórnandi kórsins frá 1. janúar. Hún er einnig söngkennari í Sand-
gerði og stjórnar einnig kór í Hafnarfirði. I kór Fjölbrautaskólans eru
25 nemendur, en hann kom í fyrsta sinn fram opinberlega á tónlistar-
hátíð I Félagsbíói sl. föstudagskvöld, sem Nemendafélag FS hélt.
Margir frábærir tónlistarmenn komu þar fram, en með þessari tónlist-
arhátíð lauk starfsviku FS, sem stóð frá 16.-20. marz.
Ungmennafélag Keflavíkur:
Meðlimir á sl. ári voru 980
Eins og sagt var frá í síðasta
blaði var aðalfundur UMFK hald-
inn 5. marz sl. f skýrslu stjórnar
kemur fram, að meðlimir í félag-
inu á síðasta ári voru um 980 og
flestir starfandi í hinum ýmsu
iþróttagreinum sem félagið
býður upp á, en nokkrir starfa
eingöngu að félagsmálum.
Knattspyrna
er lang fjölmennasta íþrótta-
greinin innan UMFK. Á vegum
félagsins voru æfingar yfir vetr-
armánuðina fyrir drengi og
stúlkur. Einnig eru æfingar fyrir
yngstu drengina stundaðar yfir
sumarmánuðina.
Tekið var þátt í nokkrum
mótum á árinu og varárangurinn
nokkuð góður, t.d. í Keflavikur-
mótinu o.fl.
Farið var í ferðalag með yngri
flokkana til Sauðárkróks og
Siglufjarðar ásamt nokkrum
styttri ferðum.
Handknattlelkur
Nokkurgróskavarí handknatt-
leiknum á síðasta ári. Einkum
hafa verið haldnar æfingar fyrir
yngstu flokkastúlkna. Hefurorð-
ið töluverð framför á síðasta ári,
en þó ekki nógu mikil, og verður
að leggja betri rækt við hand-
boltann til þess að viðhalda þeim
framgangi sem hann hefurverið í
árin á undan.
Borötennis
hefur verið í svolítilli lægð að
undanförnu, en þó á UMFK
nokkra góða einstaklinga sem
eru í fremstu röð hérlendis.
Þokkalegur árangur náðist í
hinum ýmsu mótum áárinu. Það
sem einna helst háir borðtennis
hér á landi er skortur á menntuö-
um þjálfurum í greininni.
Júdó
I júdóinu á félagið harðsnúinn
kjarna sem náð hefurágætum ár-
angri. Sl. vetur réði deildin ensk-
an þjálfara og var þá starfsemin
mjög mikil. Júdóið viröist vera í
uppgangi ífélaginuogerþaðvel.
Sund
Sundæfingar fóru að öllu leyti
fram á vegum (BK og keppt var
undir merki bandalagsins. Sund-
fólkið hefur tekið þátt í mörgum
mótum við ágætan árangur.
Helst þyrfti að gera átak í ungl-
ingastarfseminni og ná I fleiri
meðlimi.
Skiöi
Skíðanefnd var starfandi inn-
an félagsins og var þetta fjórða
starfsár hennar. Starfsemi nefnd-
arinnar er nú komin í fastar
skorður. Gekkst nefndin fyrir
fjölda skíðaferða, aðallega í Blá-
fjöll, en skíðaáhugi hér í bæ
virðist vera geysi mikill um þess-
ar mundir.
fþróttahúsiö
Á árinu var tekiö í notkun nýtt
og glæsilegt íþróttahús hér í bæ,
sem gerbreytir allri aðstöðu fyrir
innanhússíþróttir. Þar hefur fé-
lagið 5 tíma á viku sem einkum
eru notaðir fyrir knattspyrnu.
Einnig hefur félagið töluvert af
tímum í íþróttahúsi Barnaskól-
ans. I Ungó eru líka æfingar á
vegum félagsins, einkum þá í
júdó og borðtennis. (þróttatímar
á vegum félagsins eru sennilega
til samans um 40-50 tímaráviku I
hinum ýmsu íþróttagreinum.
Landsmót U.M.F.f.
Þrjár umsóknir bárust um að
halda Landsmót UMF( 1984, en
Framh. á 10. sföu