Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 9. apríl 1981 VÍKUR-fréttir Fjölskyldunámskeið haldið í Keflavík Fyrlr nokkrum dögum var drelft I hús á Suöurnesjum auglýslngabæklingi um fjölskyldunámskelð, sem fyrlrhugaö er aö halda aö Bllkabraut 21 Keflavfk, dagana 13. aprfl tll 28. maf n.k. Stjómandl námskeiösins er dr. Ámi Hólm, uppeldls- og ráögjafarsálfræölngur. Viö áttum viðtal vlö Áma og spuröum hann fyrst I hverju námskelð þetta væri fólglð: „Já, þetta námskeiöerfræðslu námskeið þar sem veitt veröur kennsla og leiðsögn um hvernig auka megi hag og velgengni fjöl- skyldulífsins. Ég mun kynna ýmsar meginreglur sem rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt í Ijós. Þær verða út- skýrðar í máli og myndum, þannig að þátttakendurfái nægi- lega innsýni til að geta beitt þeim í sínum eigin kringumstæðum. Sú fræðsla sem veitt verður mið- ar þannig að því að veita foreldr- um aðstoðviðaðgegna hlutverki sínu á árangursríkari og ánægju- legri hátt. Hefur þú haldlö svona nám- skelð áöur, og hver er þá reynsla þln af þelm? „Nei, námskeið af þessu tagi hef ég ekki haldið áður. Fjöl- skyldunámskeið í svipuðum dúr hafa orðið vinsæl í Bandaríkjun- um og Noregi, t.d., og hef ég mik- inn áhuga á að koma þeim í gang hér á landi. Viðtöl mín við ýmsar leiðandi persónur hér heima eftir að ég kom upp i haust sem leið, hafa styrkt mig í þeirri skoö- un að hér sé þörf fyrir slík fjöl- skyldunámskeið. Margir hafa hvatt mig óspart til að koma þeim af staö á fslandi, og telja að þau eigi eftir að verða vinsæl héreins og erlendis." „Stress" hefur verlö mlklð rætt hér á landl. Kemur þetta nám- skelö fólkl aö gagni i að forðast stress? ,,Að vissu marki, já. Stress, eða streita, á sér margar og ólíkar or- sakir, en flestum tegundum streitu er það sameiginlegt að eiga rætur sínar að einhverju leyti að rekja til einhverra þátta fjölskyldulífsins. Með því að fá betri innsýn í eöli og gildi þess- ara þátta, getur það auðveldlega orðið til þess að minnka streitu sem er tengd þeim á einhvern hátt.“ Meö tillltl tll reynslu þinnar, hver eru helstu vandamál sem fjölskyldan á viö aö glima I dag? ,,(hinumvestrænaheimierum að ræða nokur vandamál, sem nútímafjölskylda stendur and- spænis og eru vandleyst. Flestir þeirra sem láta fjölskyldumál til sín taka, eru sammála um að áfengisvandamálið sé eitt stærsta vandamál fjölskyldunn- ar i dag. Tengt þvi vandamáli er svo eiturlyfjavandamálið sem er miklu víðtækara og alvarlegra en flestir gera sér grein fyrir. Ungl- ingar á Islandi verða t.d. meir og meir fyrir ágengni alþjóðlegra eiturlyfjasala sem nú teygja sig inn í öll lönd heimsins í leit að nýjum fórnarlömbum. Óskar Þórmundsson, rannsóknarlög- reglumaður hér i Keflavík, mun flytja erindi á námskeiðinu þar sem hann mun m.a. ræða um ástand þessara mála á Suður- nesjum. Annað vandamál hvað likam- lega velferð fjölskyldumeðlim- anna snertir, er hreyfingarleysi og áreynsluleysi sem siglt hefur í auknum mæli í kjölfar vélvæð- ingarinnar. Margir í nútíma þjóð- félagi, bæði ungir og fullorðnir, fá ekki nægilega þjálfun fyrir vöðvakerfi líkamans og árangur- inn er skert þol og geta. Helgi Hólm, sem er öllum Keflvíking- um vel kunnur fyrir þátt sinn í iþróttastarfsemi, mun flytja erindi um líkamsrækt. Enn annað vandamál tengt lík- amlegu heilbrigði, er fæðuval. Ætla mætti að á tímum sívaxandi þekkingar á sambandinu milli næringar og heilbrigðis væri öll- um vel borgið hvað næringu snertir. Þvi er nú hins vegar ekki þannig varið og er þar einfald- lega um vanhugsað fæðuval að ræða. Snorri Ólafsson, læknirfrá Reykjavík, mun koma á nám- skeiðið og ræða þennan þátt. Eitt af stærstu félagslegu vandamálum fjölskyldunnar í dag er fækkun sameiginlegra samverustunda fjölskyldumeð- lima almennt. Þar koma til margar orsakir sem ég mun ræða um á námskeiðinu. Einnig mun ég leiðbeina um leiðir til að sporna við þessari þróun." Eru þaö elnhverjlr sérstakir aldurshópar Innan fjölskyldunn- ar, sem þurfa leiöbeiningar meö í dag? ,,Já, tvímælalaust, en það er ekki sá aldurshópur sem flestum kemur í hug. Við vitnum oft í „unglingavandamálið", og sann- arlega þarfnast unglingarnir leið- beininga og verða að fá þær ein- hvers staðar frá. (þróttafélögin, skátahreyfingin, ungmennafé- lög kaupstaða og sveita og æskulýðsstarf hinnaýmsu kirkju deilda í landinu vinna ómetan- legt gagn á þessu sviði. En sá aldurshópur sem þarfn- ast mestrar leiðbeiningar hvað hlutverk fjölskyldunnar sjálfrar snertir, er aldurshópurinn 0-7 ára. Rannsóknir sem sálfræð- ingar í Bandaríkjunum hafagert á persónuleika mannverunnar hafa ótvírætt leitt í Ijós, að allir grunnþættir persónuleikans hafa þegar verið lagðir þegar dr. Árnl Hólm barnið er orðið þriggja ára og fastmótast svo á næstu þremur til fjórum árum. Það er því þessi aldurshópur, 0-7 ára, sem þarfn- ast mestrar leiðbeiningar í dag í formi fyrirbyggjandi uppeldis- legra leiðbeininga. Að sjálf- sögðu er ég að tala um innræt- ingu heilbrigðis- og siðferðis- venja, ekki innrætingu hug- myndafræðilegra stefna; það verður einstaklingurinn sjálfur að fá að kjósa þegar hann hefur aldur til.“ Er þaö eitthvaö sérstakt aö lokum? „Já, ég vil leggja áherslu á, að þó að fjölskyldunámskeiðið sé fyrst og fremst sniðið fyrir for- eldra og verðandi foreldra, þá er hverjum sem er heimill aðgang- ur að þeim. Við þökkum Árna fyrir upplýs- ingarnar og hvetjum alla þá sem áhuga hafa á fjölskyldunám- skeiði hans, að leita sér upplýs- inga í síma 1355 á virkum dögum frá kl. 9-11 og eftir 6 á kvöldin. Félagasamtök í Keflavík sem áhuga hafa á að standa fyrir skemmtunum 17. júní, sendi fulltrúa til viðtals við þjóðhátíðar- nefnd í fundarsal bæjarskrifstofu Keflavíkurbæjar, Hafnargötu 12, þriðjudaginn 28. aþríl kl. 20.30. Þjóðhátíðarnefnd -^yyynnnrr ryy) ; > ; FATAVAL VINSÆLDALISTINN 26. marz til 9. apríl 1. (3) GREATEST HITS - Dr. Hook 2. (1) Hl INFIDELITY - R.E.O. Speedwagon 3. (-) LOVERBOY - Loverboy 4. (-) ÝMSIR - Hit Machine 5. (7) CAPTURED - Journey 6. (-) BULLY FOR YOU - B. A. Robertson 7. (-) ZEBOP - Santana 8. (8) GHOAST RIDERS - Outlaw 9. (-) CRIME OF PASSION - Pat Benatar 10. (-) DOC HOLLIDAY - Doc Holliday. FERMINGARSKE

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.