Víkurfréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 9. apríl 1981
VÍKUR-fréttir
Sandgerði:
Dæmalaus sóðaskapur hjá
Miðnesi hf. og Rafni hf.
S.l. haust var all nokkuð rætt
um sóðaskap við ýmis fyrirtæki í
Keflavík og Njarðvík hér í
blaðinu, enda veitti ekki af. En
heldur brá okkur í brún blaða-
mönnum Víkur-frétta er við
vorum á ferð í Sandgerði nú ný-
lega. Því sá sóðaskapur er blasir
viö í kring um húsnæöi Miðness
h.f. og er þá alveg sama hvar í
kringum fyrirtækið er litið alls-
staðar blasir við sami sóðaskap-
urinn.
Hjá fiskimjölsverksmiðju
Drasl við Tjarnargötu - eign Miðness hf.
Sólbaðstofan SÓLEY
SÓL ALLAN DAGIN ALLA DAGA.
Þú verður brúnn á 6-12 dögum.
Mikið úrval af baðvörum. - Opið ki. 10-22.
Góð baðaðstaða með vatnsnuddi.
„Hvers vegna við stundum
BEL-0-SOL-lampann?“
Til að iosna við.pigt og vöðvabólgu.
Laga bólótta húð.
Halda psoriasis-exemi í lágmarki.
Fá brúnan lit.
SÓLEY Heiðarbraut 2, Keflavík, sími 2764
Njarðar h.f. er ástandið lítið betra
þar mætti svo sannarlegataka til
hendinni. Drasl það sem þarna er
hefur aðallega komið frá Rafni
hf. og einmitt þegarviðvorumað
taka myndir þarna kom fram-
kvæmdastjóri Rafns hf. ásamt
starfsmanni, með meira drasl í
hauginn, og því má segja að
hann hafi verið „tekinn í land-
helgi", eins og séstáeinni mynd-
inni.
Er slæmt til þess að vita að
þrátt fyrir margar ályktanir og
tilskrif frá heilbrigðisnefnd,
fegrunarnefnd og hreppsnefnd
Miðneshrepps skulu þessi fyrir-
tæki standa aö öðrum eins
sóðaskap og þarna á sér stað,
annars er best aö láta myndirnar
tala sínu máli, því sjón er sögu
ríkari.
Skrílslæti í kirkjunni
Það er af sem áður var, datt
manni í hug við fermingarguðs-
þjónustu í Keflavíkurkirkju sl.
sunnudag, því þau skrilslæti sem
kirkjugestir urðu þar vitni að,
voru viðkomandi ungmennum til
stórskammar.
Kirkjan hlýtur að vera það hús
sem skrílslæti eiga ekki að eiga
sérstað í. Atburðursásem þarna
átti sér stað var sá, að er prestur-
inn var að ferma eina stúlkuna,
notuðu unglingar sér það
tækifæri að blístra hátt og hvellt,
svo undir tók i kirkjunni. Ef þetta
eru ekki skrílslæti - hvað þá?
Enda hafði þetta þær afleiðingar
að hálfgerður glundroði varð í
kirkjunni, kirkjugestir stóðu upp
er þeir áttu að setjast og öfugt,
og einnig hafði þetta þauáhrif að
fermingarbörnin voru ekki látin
fara með trúarjátninguna.
Það er illt að vita til þess að
sóknarnefndin þurfi að taka það
til bragðs að hafa gæslumenn til
þess aö passa skrílinn, í sjálfu
guðshúsinu.
Kirkjugestur
Keflavík - Njarðvík
Starfskraftur óskast á matsölustað. Nafn og heim-
ilisfang, ásamt síma, leggist inn á afgreiðslu blaðs-
ins fyrir 15. apríl.
AUGLÝSINGASÍMINN ER 1760