Víkurfréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 13
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 9. apríl 1981 13
Tvennir glæsilegir tónleikar framundan:
Vortónleikar Tónlistar-
skólans og Messlas
Miövikudaginn 15. apríl kl. 20
verða hinir árlegu vortónleikar
Tónlistarskóla Keflavikur haldn-
ir í Keflavíkurkirkju. Efnisskráin
er mjög fjölbreytt, en þar koma
fram 20 nemendur úr ýmsum
deildum skólanssem einleikarar,
einsöngvarar og í samspili. Til
hinna árlegu vortónleika skólans
er mjög vandað og vonast for-
ráðamenn skólans til þess að fé-
lagar Tónlistarfélagsins, sem fá
senda heim miða, og allir aðrir
tónlistarunnendur hér á Suður-
nesjum, sýni skólanum þann
heiður að mæta á þessa tónleika.
Þetta er 23. starfsár skólans
sem lýkur meðskólauppsögn 10.
maí. Aðsókn að skólanum hefur
verið hin mesta frá stofnun hans,
og þurfti skólinn að taka á leigu
annað húsnæði í grennd við
skólann til að anna eftirspurn.
öllum nemendum sem vilja
trygggja sér pláss við skólann
næsta vetur, er góðfúslega bent
á að leggja inn umsókn sem
fyrst.
Einnig hefur verið blómlegt lif í
Forskólanum, sem nú skiptist í
þrjá áfanga, Börnin geta byrjað
nám 5áraog lokiðforskólanum9
ára. Á þessum árum kynnast þau
flestum hljóðfærum með því að
kennarar kynna tiltekin hljóð-
færi fyrir nemendum. Þeir velja
sér hljóðfærin sjálfir og reyna að
nota þau, en forskólanum lýkur
með því að nemandinn sjálfur
ákveður endanlegt val þess
hljóðfæris sem hann hefur
mestan áhuga á. Þetta form for-
skólans flýtir mjög fyrir áfram-
haldandi námi ÍTónlistarskólan-
um og er afar góður undirbún-
ingur fyrir unga hljóðfæranem-
endur. Þetta fyrirkomulag á for-
skólanáminu er frábrugðið tón-
menntakennslu í almennum
skólum, þar sem aðallega er
kenndur söngur og eitthvað á
blokkflautu, er yfirleitt vegna
kennaraskorts. Við reynum með
þessari nýjung að kenna yngstu
nemendunum á ýmis hljóðfæri
frá upphafi náms í Tónlistarskól-
anum.
Tónlistin er alþjóðamál og
hefur engin landamæri. Gildi
tónmentakennslu er fyrst og
fremst fólgið í tónlistinni sjálfri
og iðkun hennar. Tónlistariðkun
hefur þar að auki víðtækt félags-
legt gildi. Meö markvissu tón-
menntauppeldi geta nemendur
öðlast meiri lífsfyllingu og
innsýn í fagurfræðileg verðmæti
sem eru menningarlega mark-
tæk og veita persónulega
ánægju. Tónlist höfðar sterkt til
tilfinninganna. Iðkun hennar
gefur möguleika á að láta í Ijós
tilfinningar, en krefst um leið
sjálfsaga og samvinnu.
Þriðjudaginn 21. apríl n.k. kl.
20 verður flutt óratorían Messías
eftir Handel. Flytjendur eru kór
Langholtskirkju í Reykjavík
ásamt hljómsveit, Elín Sigurvins-
dóttir, Ruth Magnússon, Garðar
Cortes og Halldór Vilhelmsson
sem einsöngvarar, undir stjórn
Jóns Stefánssonar organleikara.
Hér er um að ræða 100 manna
hóp, sem mun flytja þetta stór-
verk, sem Handel skrifaði árið
1741 á rúmum þrem vikum.
Þetta mun vera i fyrsta sinn
sem svo stórt verk er flutt í Kefla-
vík, og ber þar fyrst og fremst að
þakka tónlistarfélögum í Kefla-
vík og Njarðvík, sem tekið hafa
saman höndum, með aðstoð
fleiri góðra manna í þágu tónlist-
arinnar, fyrir það framtak sem
gerir flutning þessa tónverks
mögulegan.
Herbert H. Ágústsson
Nemdur undirbúningsdeildar ásamt kennara og skólast|ora
Keflvíkingar
athugið
Innheimtuaðgerðir eru hafnar vegna van-
skila útsvara og aðstöðugjalda til Bæjar-
sjóðs Keflavíkur.
Gerið skil strax og forðið yður þannig frá
óþarfa aukakostnaði sem af innheimtuað-
gerðum hlýst.
Innheimtustjóri
HÚSBYGGJENDUR
SUÐURNESJUM
Tökum að okkur alhliða
múrverk, svo sem flísalögn,
járnavinnu, steypuvinnu,
viðgerðir, og auðvitað
múrhúðun.
•
Tökum að okkuralhliðatré-
smíðavinnu, svo sem móta-
uppslátt, klæðningu utan-
húss, einnig viðgerðir og
endurbætur. Smíðum
einnig útihurðirog bílskúrs-
hurðir og erum með alla
almenna verkstæðisvinnu.
•
Gerum föst tilboð. Einnig
veitum við góð greiðslu-
kjör. Komið, kannið málið
og athugið möguleikana.
Verið velkomin.
Skrifstofan er opin milli
kl. 10-12 alla virka daga
nema föstudaga.
u Slmi 3966
Hafnargötu 71 - Keflavlk
Hermann, slmi 3403
Halldór, sfml 3035
Maraeir. siml 227?
HITAVEITA
SUÐURNESJA
Þjónustu-
síminn er
3536
fbúð til ieigu
Ný 3ja herb. íbúð i fjölbýlishúsi í
Njarðvik til leigu. Fyrirframgr.
æskileg. Uppl. I s. 1544 e. kl. 18.
ibúð óskast
Ungt barnlaust par óskar eftir að
taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem
fyrst, helst i Keflavík. Góðri
umgengni og reglusemi heitið.
Uppl. i sima 3279 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Völundarsmið til sölu
Til sölu er útidyrahurð með
karmi (sveinsstykki). Uppl i síma
2368 eftir kl. 19.
Kvikmyndaleiga
Leigi út 8 mm kvikmyndafilmur
bæði þöglar og tónmyndir. Einn-
ig sýningarvélar. Tilvalið í barna-
afmælið. Kaupi vel með farnar
filmur. Uppl. i síma 3445 alla
daga til kl, 22.
i