Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 09.04.1981, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 9. apríl 1981 7 Körfuknattleiksráð ÍBK: Firmakeppni - Ðlómasala Firmakeppni í körfuknattleik fór fram í íþróttahúsinu í Kefla- vík um síöustu helgi og voru 17 lið í henni sem skipt var í þrjá riöla, 5 lið í tveimur en 4 í einum. Úrslit í riðlunum voru þau, að Verslunarbankinn vann a-riðil- inn, kennarar úr Grindavík unnu b-riðilinn og Lögreglan í Kefla- vík vann c-riðilinn. Úrslitakeppnin fór fram á sunnudaginn. Fyrst kepptu kenn arar við lögregluna og sigraði lögreglan 26:25, þá léku næst Verslunarbankinn og kennarar og sigraði Verslunarbankinn eftir vítakeppni, 41:39, þar sem jafnt var eftir venjulegan leik. Síðast keppti lögreglan við Versl- unarbankann og sigruðu þeir Körfuboltalið Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Vann framhaldsskólamót Körfuboltalið Fjölbrautaskóla Suðurnesja sigraði með yfir- burðum í framhaldsskólamóti KK(, sem haldið var í vetur víðs vegar um land. Er dregið var i riðla í mótinu lendi F.S. í riðli með Menntaskól- anum við Sund, Ármúlaskóla og Fjölbrautaskóla Breiöholts. Keppnisfyrirkomulagið var þannig, að keppt var bæði heima og heiman. Þessa leiki vann FS örugglega og lenti á móti Flens- borg í undanúrslitum, en sá leikur fór fram í Hafnarfirði og lauk með sigri FS, 53:49, eftir hörkuspennandi leik. ( þessum leik skoraði Viðar Vignisson flest stig, eða 18. Úrslitaleikurinn var síðan leik- inn i Hagaskólanum 18. marz gegn lönskóla Reykjavíkur. Bjuggust menn almennt við hörkuleik, en svo varð þó eigi raunin á, þvi FS tók strax afger- andi forystu og hélt henni út leik- inn og sigraði 77:63. Stigahæstir í þessum leik voru Axel Nikulás- son 26 stig, Viðar Vignisson 20 og Jón Kr. 20. Fremri röð f.v.: Stefán Arnarsson, Jón Kr. Gíslason, Albert Eðvalds- son, Hrannar Hólm, Brynjar Jónsson. Aftari röð f.v.: Magnús Elnars- son, Bjarni Sigurösson, Viðar Vignisson, Axel Nikulásson, Stefán Hjálmarsson. A myndina vantar Ingvar Jóhannsson, Stefán Þórlsson og Frey Sverrisson. Frjálsar íþróttir I Keflavík Frjálsar íþróttir hafa hafiö inn- reið sína í Keflavík að nýju. Und- anfarið hefur hópur unglinga mætt á æfingar hjá Frjálsíþrótta- ráði ÍBK. Er mikill hugur í frjáls- íþróttafólki okkar þessa dagana og hefur öflugt starf farið fram á þeirra vegum. Þjálfari þeirra er Stefán Hallgrímsson tugþrautar- maður, og eru æfingar á þriðju- dögum kl. 9.30. Fyrirhugaöerað halda mót núna í apríl, en ekki hefur verið ákveðið hvenær. Frjálsíþróttafólk okkar hefur tekið þátt í nokkrum mótum og staðið sig vel og jafnvel vonum framar, þegar tekið er tillit til þess, að þau hafa langflest ný- hafið æfingar. Formaður frjálsíþróttaráðs er Jóhann Sveinsson, heilbrigðis- fulltrúi. síöarnefndu og þávarstaöan sú, aðöll liðinvoru með2stig. Versl- unarbankinn var með bestu stigaskorun og var hann því sig- urvegarinn, en lögreglan varð í öðru sæti þar sem innbyrðis leik- ur þeirra við kennara var látinn ráða. Körfuknattleiksráð (BK sá um framkvæmd keppninnar. Körfuknattleiksráðið vill vekja athygli bæjarbúa á árlegri blómasölu sinni um páskana. Sala hefst miðvikudaginn 15. apríl n.k. og verður gengið í hús þann dag og einnig á skírdag, og blóm boðin til sölu. Bæjarbúar eru beðnir um að taka vel á móti sölumönnum ráðsins. Litla bikar- keppnin Nú er Litli bikarinn kominn á fulla ferð hjá knattspyrnumönn- um okkar. Keflvíkingar hafa leikið tvo leiki. Sá fyrri við Akur- nesinga hér í Keflavík. Var það mikiil markaleikurog spennandi. Lauk honum með sigri Akurnes- inga sem sigruðu með 4:3. Annar leikur Keflvíkinga í keppninni var síðan við Breiöablik í Kópavogi. Lauk honum með jafntefli, 1:1. Lofa þessir leikir góðu fyrir sumarið og þurfa knattsþyrnu- aðdáendur ekki að kvíða sumr- inu. Njarðvík íslandsmeistarar í 4. fl. karla I handknattleik Hafa leikið 35 leiki í röð ðn taps Helgina 28. og 29. marz sl. fór fram úrslitaleikur í 4. fl. karla í handknattleik, og var leikið í Garðabæ. ( þessum flokki tóku þátt 26 lið og höfðu 7 lið unnið sér rétt til þess að leika í úrslit- um: Ármann, Breiðablik, Stjarn- an, UMFN, Valur, Þór Akureyri og Þór Vestmannaeyjum. Njarðvíkingar sigruðu glæsi- lega, hlutu 11 stigaf 12möguleg- um, unnu 5 leiki og gerðu eitt jafntefli. Breiðablik varö í öðru sæti, hlaut 9 stig og Þór Ak. hafn- aði í þriðja sæti með 8 stig. ( undankeppninni höfðu Njarðvíkingar leikið 15 leiki, unnið 12 og gert 3 jafntefli. og hlotið 27 stig af 30 mögulegum. Næsta lið í þeirra liði, Þór Vest- mannaeyjum, hlaut 19 stig. Drengirnir léku því 21 leik í (s- landsmótinu, unnu 17oggerðu4 jafntefli og skoruðu 218 mörk gegn 144, eða plús 74. Kjarni þessa liðs tók þátt i al- þjóðamóti unglinga í Danmörku sl. sumar og sigruðu þar með glæsibrag. Þjálfari drengjanna frá upp- hafi hefur verið Ólafur Thorder- sen, en ásamt honum þjálfaði Karvel Hreiðarsson drengina einn vetur, og hefur öll þjálfun verið sjálfboðavinna. islandsmelstarar UMFN I 4. fl. karla. Fremri röö f.v.: Jón R. Magnússon, Teitur örlygsson, Kristinn Einarsson, Ólafur Thorder- sen (fyrirliði), Reynir Kristjánsson, Þórður Ólafsson, Ómar Ellerts- son. Aftari röð f.v.: Jóhanna Valgeirsdóttir form. handknattleiksdeild- ar, Guðbjörn Jóhannesson, Friðrik I. Rúnarsson, Hreiðar Hreiðars- son, Guðjón Hilmarsson, Alexander Ragnarsson, Lárus Gunnarsson, Birgir Sanders, Ólafur Thordersen þjálfari. - STYRKIÐ SKÁTASTARFIÐ - Sendið skátaskeyti. Afgreiðslan í Skátahúsinu opin alla fermingardagana kl. 10-19. SKÁTAFÉLAGIÐ HEIÐABÚAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.