Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 3
VIKUR-frétfir Fimmtudagur 27. ágúst 1981 3 Sóðaskapurinn við Hafnargötuna: „Kemur að þvi að þolinmæðina þrýtúr“ - segir Steinþór Júlíusson, bæjarstjóri Gangandi vegfarendur eru orönir langþreyttir á þessum sóðaskap. f 3. tbl. Víkur-frétta, sem út kom 11. sept. 1980, var skrifaö um sóðaskapinn við Hafnargöt- una í Keflavík, aðalgötu baejar- ins. Núna, ári síðar, situr allt við það sama, nema hvað ástandið hefur frekar versnað heldur en hitt. Fyrst má nefna aðalsmerki götunnar, bréfaruslið og gler- brotin, sem mest ber á um helgar. f öðru lagi eru nýbygg- ingar Hákons í Stapafelli og Ragnars rakara í gangi, svo og bygging Guðrúnar í Blómastof- unni hinum megin götunnar. Mörgum er orðið gramt í geði hve eigendur þessara bygginga geta leyft sér að bjóða samborg- urum sínum, án þess að skamm- ast sín hið minnsta, og er þá átt við gangstéttirnar framan við byggingarnar, sem eru illfærar gangandi fólki og stórhættu- legar. Við slógum á þráðinn til Stein- þórs bæjarstjóra, og spurðum hann hvort tillitsleysi þessara aðila væri ekki orðið einum of langt gengið: ,,Ég tel það,“ sagði Steinþór. Hefur ekkert verið gert til að ýta við þeim? „Jú, það hefur verið talað við þá og þeim sent bréf, og það síð- asta sem skeði var það að við skrifuðum þeim bréf og óskuð- um eftir úrbótum, annars yrði það gert á þeirra kostnað. Þá bað Hákon um frest, þar sem hann væri að klára og myndi síðan lagfæra allt, og létum við það gott heita ef hann gerði það fljót- Herbergi óskast Umg stúlka óskar eftir herbergi og fæði, frá og með 1. sept. Uppl. í síma 94-3689. (búð óskast Lítil íbúð óskast til leigu í Kefla- vík eða Njarðvík. Uppl. í síma 3734 eftir kl. 19. lega, en frá Ragnari höfum við engin viðbrögð fengið, og ég sé ekki annað en við komum til með að laga gangstéttina á þeirra kostnað." Hvenær? ,,Ég get ekki svarað því ná- kvæmlega, en það kemur að því að þolinmæðina þrýtur." Nú er þetta ástanda að by rja að skapast hinum megin göturtnar líka? ,,Já, það byrjaði nú þokkalega, en ég sé núna að það hefur heldur hallað á verri veginn." Hvað með bréfaruslið og gler- brotin? „Þetta er sífellt vandamál, en við höfum reynt eftir megni að hreinsa þetta með vélsópunum. Það tekur þó alltaf nokkurn tíma og t.d. eftir helgar er ekki hægt að komast hjá þvi að þetta sjáist, nema að gengið sé á eftir þeim sem sóða út. Mér finnst ástæða til þess að vekja athygli á þeim sem sóða út, en ekki að gera þaö að aðalatriði, að þeir séu trassar sem ekki eru nógu fljótir að þríf eftir þá, eins og oftvill verða. Það er til háborinnar skammar hvernig fólk gengur um umhverfi sitt, eins og í þessu tilfelli, og mætti verða hér mikil breyting á,“ sagði Steinþór að lokum. , .Kíktu a gluggaiia hjá okkur Eftir 15 ára framleiðslu í gluggasmíði getum við fullyrt að vió vitum nákvæmlega hvað best hentar í íslenskri veðráttu. Notfærðu þér þessa reynslu. Sendu okkur teikningar, við gerum þér verðtilboð um hæl. i !W hf L-,___ij glugga og hurðaverksmiðja NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluskrifstofa í Reykjavík. IÐNVERKHF. Nóatúni 17 Sími25930

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.