Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 27. ágúst 1981 11 t Kjartan Ólafsson héraðslæknir - Minning Kveðjustund samferðarmanns leiðir oft hugann að fyrstu kynn- um. Vini mínum, Kjartani Ólafs- syni, héraðslækni í Keflavík, veitti ég fyrst athygli á framboðs- fundi til Alþingiskosninga vorið 1959. Þaö ár var að því leyti óvenjulegt, að tvennar Alþingis- kosningar fóru fram. Á þeim árum var meira en nú um sam- eiginlega framboðsfundi er kosningar voru i nánd. Við Kjartan læknir áttum það gjarnan sameiginlegt, að sækja alls kyns fundi er tóm gafst til, hlýða á mál manna og gjarnan að skiptast á skoðunum við fundar- menn, en stjórnmálaleg afskipti held ég að við höfum lítil haft önnur en að fylgja sitt hvorum flokknu að málum. Á umræddum framboðsfundi voru frambjóðendur allra flokka. Atburðarásin á fundinum var að venju hefðbundin, frambjóðend- ur allir lýstu áformum sínum um stórkostlega framtíðar uppbygg- ingu á Suðurnesjum, fengju þeir tilskilið kjörfylgi. Að þvi loknu tók hinn almenni borgari gjarn- an til máls. Það sem mér er sérstaklega minnisstætt frá umræddum fundi var að þá heyrði ég Kjartan lækni fyrst taka til máls. Það sem einkenndi alla tíð málflutning Kjartans læknis var það viðsýni hans til allra þátta atvinnulífsins og mannlegra samskipta, hann talaði ekki eins og stjórnmála- maður því hann talaði ekki í þeim tilgangi að vinna einhverjum flokki atkvæði, hann talaöi af reynslu sinni og sannfæringu. Mér er sérstaklega minnisstætt á umræddum fundi fyrir rúmum 22 árum, hvatti hann m.a. stjórn- málamenn sérstaklega, til að gera sér grein fyrir því að sú höfn sem ætti mesta framtíð á Suður- nesjum væri höfnin í Grindavík, að þangað þyrfti að veita veru- legu fjármagni til hafnarmann- virkja og hraðbrautar, til að nýta þá möguleika sem Grindavíkur- svæðið hefði fyrir þjóðarheild- ina. Því er þetta rifjað upp, því framtíð þessa byggðarlags hafði ekki fyrr borið á góma á þessum fundi. Ég held að Kjartan læknir hafi þá einn haft þessa skoðun, en hún sannar nú víðsýni hans. Síðaráttum við Kjartanofteftir að hittast og skiptast á skoðun- um, bæði á fundum og í einka- viðtölum. Það sérstæða við Kjartan lækni var, að hann hugsaði og talaöi sem Suöurnesjamaður, því hér hafði hann fest rætur, hann taldi möguleika okkar liggja í því að virkja Suðurnesin sem eina heild, bæði félagslega og at- hafnalega, að fyrir þeirri þróun mætti ekki standa persónulegur metnaður einkaaðila í bæjum og hreppum. Það var þetta óvenju- lega við Kjartan lækni, hvað hann gat verið víðsýnn í skoðanaskiptum og því ekki alltaf á sama máli og síðasti ræðumaður. Hann mat hags- muni heildarinnar meira en úr- ræöi fámennra hagsmunahópa. En lengst munu Suðurnesja- menn samtimans minnast Kjart- ans sem hins fórnfúsa læknis síns á þriðja áratug. Kjartan læknir var mikill félagshyggju- maður sem fórnaði kröftum sín- um í þágu hinna ýmsu félaga sem höfðu mannúöar- og líknarmál á stefnuskrá sinni. Fyrir hönd Krabbameinsvarna- félags Keflavíkur og nágrennis vil ég flytja innilegar þakkirfyrir að það félag naut starfskrafta Kjartans sem formanns í nær 20 ár, en það kom einmitt fram í okkar síðasta einkaviðtali, með hverjum hætti við gætum lagt hönd á plóginn til að efla það félag þannig að störf þess næðu á farsælan hátt til sem flestra Suðurnesjamanna. Ég áttieinnig þvi láni að fagna að vera með Kjartani í þeim góða félagsskap, Rotaryklúbbi Keflavíkur og nágrennis. Það var einmitt á Rotaryfundi 6. ágúst sl., sem ég hitti Kjartan lækni í síðasta sinn, þá glaðan og hressan. Er mér barst andlátsfregn Kjartans læknis 11. ágúst sl. kom upp í hugann hve við öll höfum lítið vald yfir þvi hve lengi við dveljum meðal ástvina og sam- ferðarmanna. Þótt við mennirnir vitum harla lítið fyrirfram hver örlög bíða okkar á langri eða skemmri lifsleið, þá er okkur öll- um Ijóst að dauðinn er í raun og veru sá eini þáttur í tilveru okkar, sem er öruggur og viss. Þrátt fyrir þá staðreynd kemur dauð- inn okkur oftast nístandi á óvart, ekki síst þegar við heyrum um andlát vina og vandamanna. Ég samhryggist nánustu ást- vinum, Ásdísi og börnunum, sökum þess hve missir þeirra er mikill. En ég þakka minninguna um góðan dreng og samferðar- mann. Eyþór Þóröarson Keflavík Útsvör Aðstöðugjöld Annar gjalddagi eftirstöðva útsvara og aðstöðu- gjalda er 1. september n.k. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttar- vexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar Lögtaks- úrskurður Keflavík - Grindavík - Njarðvík og Gullbringusýsla Það úrskurðast hér með, að lögtök geta farið fram fyrir vangoldnum þinggjöldum skv. þinggjalds- seðli 1981, er féllu í eindaga hinn 15. þessa mán- aðar og eftirtöldum gjöldum álögðum árið 1981 í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, Slysatryggingargjald at- vinnurekanda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971 um al- mannatryggingar, Iffeyristryggingargjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingargjald, launaskattur, skipaskoðunargjald, lesta- og vita- gjald, bifreiðaskattur, slysatryggingargjald öku- manna, vélaeftirlitsgjald, skemmtanaskattur og miðagjald, vörugjald, gjöld af innlendum tollvöru- tegundum, matvælaeftirlitsgjald, gjald til styrktar- sjóðs fatlaðra, aðflutnings- og útflutningsgjöld, skráningargjöld skipshafna, skipulagsgjald af ný- byggingum, gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti ársins 1981 svo og nýálögðum hækkunum sölu- skatts vegna fyrri ára, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Ennfremur nær úrskúrðurinn til skatt- sekta, sem ákveðngr hafa verið til ríkissjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessararauglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Keflavík, 19. ágúst 1981. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Jón Eysteinsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.