Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.08.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 27. ágúst 1981 ___________ VÍKUR-fréttir Felgu og varadekki stoiið Einn morguninn nýlega erstarfsmenn Bifreiða- og vélaverkstæðis Kristófers Þorgrímssonar við Iðavelli i Keflavík, komu til vinnu, sáu þeir að einhverjir óprúttnir náungar höfðu stolið felgu undan Subaru- bifreið, sem hafði verið til viðgerðar og stóð þar úti fyrir. Var bíllinn skilinn eftir á tjakknum, eins og myndin sýnir, og við nánari athugun kom í Ijós að varadekkið var einnig farið. Fyrir 3 mánuðum var stolið tveim felgum undan bifreið sem stóð þarna fyrir utan, og eru þeirsem verða varir við grunsamlegar mannaferðir í kringum verkstæðið, beðnir að tilkynna það lögreglunni tafarlaust. Sló Duus-túnið með orfi og Ijá Hætt er við að ýmsar gamlar minningar hafi rifjast upp hjá mörgum gömlu mannanna nú um daginn, er þeirsáu að Hilmar Eyberg var farinn að slá Duus- túnið með orfi og Ijá. Túnið liggur milli Vesturbrautar og Grófar í Keflavík og hefur ekki verið slegið í fjölda ára, og því í mikilli órækt. Hilmar á að sögn um 40 rollur og um tug hesta, og með því að sláallttúnið vonast hann til að fá af því fóður þriggja hesta í vetur. Auglýsið VlKUR-fréttum Lofsvert framtak körfuknattleiksmanna ÍBK Úrvalsdeildarkandidatarnir í körfuknattleiksdeild ÍBK, ásamt yngri og eldri stuðnings- og leik- mönnum, stóðu í stórræðum helgina 15.-16. þ.m. Þá rifu þeir niður bragga í Heiðarbyggð og fengu samkvæmt samkomulagi 15.000 kr. í laun frá bænum. Pen- ingarnir renna í vetrarstarfið. Mættir voru á staðinn Axel traktor og Jón skófla með frítt föruneyti manna og véla. Niðurrifiðföruneyti manna og Niðurrifið gekk fljótt og vel fyrir sig og er það mál manna, að ef ætti að stofna niðurrifsdeild hjá bænum, séu kapparnir í körfu- boltanum þar sjálfkjörnir. Ætlunin er að fáfleiri braggatil niðurrifs, þvi eins og alþjóð veit þá er alltaf tómahljóð í peninga- kössum íþróttafélaganna. Einnig er þetta skemmtilegt fyrir strák- ana fyrir þær sakir, aö þeir gera þetta sjálfir og reyna þannig að afla peninga í sjóð, í stað þess að vera sífellt með betlistaf hjá íbúum bæjarins, eins og einn þeirra komst að orði. Víkur-fréttir senda íþrótta- mönnum Suðurnesja baráttu- kveðjur í tilefni þéss að nú fer vertíð innanhússíþrótta að hefj- ast. Að verki loknu Laus staða Staða bókara við embættið er laus til umsóknar. Upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu minni. Starfsumsóknirskulu hafa borist mérfyrir 15. sept- ember n.k. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 11. ágúst 1981. Þorgeir Þorsteinsson 1 Baðvörður stúlkna óskast Baðvarðarstaða stúlkna við ípróttahús Barnaskól- ans í Keflavík er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir skólastjóri í síma 1450. Umsóknir sendist bæjarstjóra fyrir 1. sept. n.k. Bæjarstjóri É=S3 ■Bi Keflavíkurbær Ritarastarf Starf ritara á skrifstofu Keflavíkurbæjar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfsreynslu og góða vélritunarkunnáttu. Laun samkv. 11. launaflokki STKB. Umsóknum beraðskilatil undirritaðsfyrir 1. sept- ember n.k., sem veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn í Keflavik Fyrirtækismót í utanhússknattspyrnu verður haldið laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. september n.k. á grasvellinum í Njarðvík. Þátttökugjald er 500 kr. og tilkynnist fyrir 1. sept. 7 leikmenn + skiptimenn. Leiktími 2x15 mín. Uppl. og þátttökutilkynningar í símum 3353, 3440, 3062 og 3882. Knattspyrnudeild UMFN Hitaveita Suðurnesja Þjónustusíminn er 3536

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.