Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Síða 3

Víkurfréttir - 24.09.1981, Síða 3
VÍKUR-fréttir „Sex ára deildin aldrei verið stærri“ Spjallað við Vilhjálm Ketilsson, skólastjóra Eitt óbrigðult merki þess að sumri sé lokið, er byrjun skóla- ársins. I tilefni af þessum árlegu tímamótum spjölluðum við hér á blaðinu stuttlega við Vilhjálm Ketilsson, skólastjóra Barna- skólans í Keflavík. Til að byrja með spurðum við hann hversu margir nemendur væru í skól- anum. ,,Það eru um 700 nemendur," sagði Vilhjálmur, ,,á aldrinum 6-11 ára. Það sem er e.t.v. sér- stakt við þetta ár sem nú er að hefjast er, að 6ára deildin er mun stærri en áður hefur verið. Fjöldi 6 ára barna hefur verið á bilinu 105-120 undanfarin ár, en er nú um 140, það er að segja sem sækja skólann. Árgangurinn er mun stærri, en sumir eru í skóla hjá öðrum." Þá spurðum við Vilhjálm hvernig gengi aðakakrökkunum í skólann. Minntumst við á um- ræður sem fram fóru fyrir nokkr- um árum og snerust um bygg- ingu nýs skólahúsnæðis, - eða keyrslu. Hann svaraði því til, að þegar á heildina væri litið kæmi þetta vel út. „Hins vegar kemur það fyrir að einn og einn hópur fær ekki akstur um leið og skóla lýkur. Þá þurfa krakkarnir að bíða í svona klukkutíma. Þetta er auðvitað ekki gott, en bíllinn er Hluti 6 ára barna í skólanum við Skólaveg Fimmtudagur 24. september 1981 3 nánast á stanslausri ferð allan daginn." Þá spurðum við Vilhjálm hvort þessi akstur gæti skoðast sem framtíðarlausn. ,,Ef ræða á þessi mál í sambandi við skólabygg- ingu, þá verður að byggja hana i nýrri hverfunum. Þaðerauðvitað framtiðarlausn, ekki aksturinn. Þetta mál er ávallt á dagskrá og um þessar mundir er unnið að hugmyndum að nýjum skóla. Það má líka benda á að þetta mál er allt flókið og snertir ýmsar spurningar. T.d. spá um fólksfjölda, þær eru erfiðar og snerta atvinnumöguleika og möguleika á húsnæði, þannig að málið er afskaplega flókið." Framh. á 14. slðu Vilhjálmur Ketilsson íþróttaunnendur í vetur verða leigðir út tímar í íþróttahúsi Barnaskólans í Keflavík á laugar- og sunnu- dögum frá kl. 10-15. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 1450. Bæjarstjóri VIDEOKING VIDEOKING ViDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDE BETA KERFIÐ ERW BETRA KERFIÐ Kf á Suðurnesjum kusu FISHER eða SANYO. ÓTRÚLEGT VERÐ! Greiðsluskilmálar sem þú ræður við. Um sértilboð á spólum sjá framhald á síðu 14. z o ViDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOK -

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.