Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 1
21. tbl. 2. árg. Fimmtucfprrr muR f O r*'' ~ ~ <-----------f r\ f»' FCtT l ii * * I l i l í t i í Flugvallargirðingin aðeins fjarlægð við Kaupfélagið Töluverö óánægja er meöal íbúa í Móahverfi í Njarövík vegna þeirra framkvæmda sem hafnar eru við flugvallargirðinguna, en eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum verður girðingin nú fjarlægð milli Keflavíkur og Njarðvikur og oliuleiðslurnar þaktar jarðvegi. Óánægjan stafar af þvi, að ein- ungis er fyrirhugaö að fjarlægja totuna er aðskilur stórmarkað kaupfélagsins, frá Keflavík, en ekki þann hlutagiröingarinnarer liggur í gegnum lóðir við efstu húsin i Móahverfinu. Mun girð- ingin því framvegis'ná niður á móts við Hringbraut 136 en verða óbreytt að öðru leyti. Girðmgin sem liggur i gegnum lóðir viðefstu húsin i Moahverfi verður ekki fjarlægð. Sameiginlegf prófkjör? Leiðslan hefur verið urðuð Sameiníng Kefiavíkur og Njarövíkur Á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur nýlega var samþ. með öllum atkvæðum eftirfarandi til- laga: „Bæjarstjórn Keflavíkur samþ að fela þæjarráði að leita sam- starfs við bæjarráð Njarövíkur um að kjósa sameiginlega 4 manna nefnd til þess að gera hlutlausa úttekt á hagkvæmni (kostum og ókostum) samein- ingar bæjarfélaganna Stefnt skuli að því að úttekt þessari verði lokiö eigi síðar en 1. febrú- ar n k og niðurstöður hennar gefnar út til upplýsinga fyrir al- menning." Eins og lesendur Víkur-frétta hafa orðið varir við, eru ýmsir farnir að huga að næstu bæjar- stjórnarkosningum. Nokkrir ó- ánægðir ungliðar liggja undir feldi og veltafyrir sér aðferð til að komast í bæjarstjórn. Liklega velta flokkarnir fyrir sér, hvernig þeir geti best haldið sinum mönnum inni og helst hvernig auka megi fylgiö. En það verk- efni sem allir huga nú að, er röðun á listana. Alþýðuflokksfélag Keflavíkur hefur sent hinum stjórnmála- flokkunum bréf þar sem ferið er þess á leit að efnt verði til sam- eiginlegs prófkjörs. Hugmyndin a bakviðþátilhögunersúaðfólk geti ekki tekið þátt í fleiri próf- kjörum en eins flokks. Sam kvæmt upplýsingum fráAlþýðu- flokksmanni nokkrum sem við höfðum samband við, mun Al- þýðuflokkurin efna tíl prófkjörs í janúar, hvort sem hinir flokkarn- ir verða meö eða ekki. Síðustu fregnir hermaað Sjálf- stæðisflokkurinn í Keflavík hafi svarað þessari málaleitan já- kvætt. Eru fisk- verkunar- Enn eykst skattheimtan Nú eru það sorpgjöld Nýlega var borin í hús sam- þykkt, undirrituð af Heilbrigðis- málaráðuneytinu, þar sem segir hvernig á að losa sig við sorp. Samþykkt þessi mun vera runn- in undan rifjum þeirra manna er stjórna yfirstjórnstöð Suöur- nesjamanna, nefnilega SSS, ráðuneytið var einungis sam- þykkjandi. Við, íbúarnir, erum þolendur eins og svo oft áður. Samþykkt þessi kveður m.a. á um að Suðurnesjamenn skuli framvegis ganga með ruslið sitt út á götu. og þar skal það hirt þegar vel liggur á starfsmönnum Sorpeyðingarstöðvarinnar. Bæjarstjórn Keflavíkur hetur, af sinni alkunnu miskunnsemi, ákveðið að sleppa bæjarbúum við að ganga með rusliö sitt út á götu. En til hvers? Af góðvild? Nei, einungis til þess að koma oggulitlum skatti á bæjarbúa, svona í tilefni af komandi kosn- ingum. Þetta bragð, eða trikk, stjórn- málamanna er oröið alþekkt á fs- landi. Fyrst setja þeir afarkosti, þ.e. að menn gangi með sorp sitt út á gotu, en siðan draga þeir í land og bjóðast til þess að inna sömu þjónustu af hendi, sem þeir höfðu áður gerl (og viö vit- anlega borgað fyrir), en núna gegn gjaldi! Þetta er vissulega aumt og lág- kúrulegt bragð, en samt er það leikið aftur og aftur. Hver var annars að segja að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti aukinni skattheimtu? húsin öli ónýt? Fyrir nokkrum vikum bárust kvartanir til verkalýðsfélaganna frá starfsfólki Keflavíkur hf. yfir slæmum aðbúnaði í skreiöar- og saltfiskverkunarhúsum fyrirtæk- isins og miklum músagangi. Eftir að fulltrúar félaganna höfðu skoðað vinnustaðinn, var sent kvörtunarbréf til forráðamanna Keflavíkur hf Viðbrögð þeirra voru engin og því var Vinnueftir- liti ríkisins falið málið. Eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins kom á staðinn og gaf upp þann úrskurð að húsin væru öll ónýt og þeim yrði lokað sem vinnu- staður, ef úrbætur hefðu ekki fariö fram innan eins árs. Hætt er við aö ef þetta er stefn- an í vinnuverndarmálum, megi búast við að þeim fækki brátt fiskverkunarhúsunum h.ÖT á landi, því mörg þeirra eru í svip- uðum gæðaflokki eða lakari en húsin hjá Keflavik hf. Eru sum þeirra ekki mönnum bjóðandi sem vinnustaður. Mávurinn lendir oft i dýrindis veislu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.