Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 12
VÍKUR-fréttir 12 Fimmtudagur 19. nóvember 1981 Handknattleikur: Eyðileggja dómarar íslandsmótið? Laugardaginn 17. okt. sl. áttu að fara fram handknattleikir á milli (BK og Reynis í Sandgerði í 3. deild karla, og ÍBK og UBK í 2. deild kvenna. Áhorfendur voru 250 talsins og hafa ekki verið ^ FRÚARSTÓLL ^ Aðeins kr. 3.300. - 3 litir. fleiri í annan tíma í handbolta- leikjum í Keflavík. Dómararnir í þessum leik, þeir Alf Pedersen og Erlingur Krist- ensen, sáu hins vegar ekki ástæðu til að mæta í þessa leiki. Eftir mikla eftirgrennslan og leit að þeim félögum (m.a. var leitað á Reykjanesbrautinni vegna hugsanlegrar bilunar í bíl), fund- ust þeir í íþróttahúsinu í Hafnar- firði, þar sem þeir fylgdust með leik í 1. deild karla, og tjáðu þeir talsmanni ÍBK að þeir ætluðu sér ekki að mæta í Keflavík til að dæma umrædda leiki. 45 mín. eftir auglýstan tíma neyddust (BK-menn til að til- kynna fjölmörgum þolinmóðum áhorfendum sem margir voru komnir úr Sandgerði, að af óvið- ráðanlegum orsökum gætu leik- irnir ekki farið fram. Þegar hér var komið sögu voru mættar til Keflavíkur með rán- dýrum langferðabíl, stúlkurnar frá UBK. Urðu þær frá að hverfa við svo búið. Öll félögin sem hér komu við sögu urðu fyrir miklum fjárútlátum og er spurningin því: Hver á að greiða? Áhorfendum viljum við þakka mikla þolin- mæði. Miðvikudaginn 4. nóv. kl. 20 keyrðu stúlkur úr 2. deild kvenna (BK sem leið liggur í Mosfells- sveit og áttu þá að leika við UMFA. Til þessararferðarvarað venju leigður langferðabíll. Skemmst er frá því að segja að þegar leikurinn átti að hefjast voru þeir Guðmundur Óskars- son og Þórður Óskarsson dóm- arar, ekki mættir. Máttu þá stúlk- urnar gjöra svo vel að setjast út í rútu og aka heim á leið eftir eina fýluferðina enn. Það er lágmarks krafa að HS( sjái svo um með einhverju móti, að dómarar láti sig ekki vanta í leiki. Leikmenn og aðstandend- ur liðanna leggja á sig ómælda NJARÐVÍKURBÆR Útsvar Aðstöðugjald Fjórði gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda var 1. nóv. sl. Dráttarvextir eru 4.5% pr. mánuð. Athygli skal vakin á því að lögtök eru hafin á vangreiddum gjöldum. Greiðið reglulega til að forðast kostnað og frekari innheimtuaðgerðir. Bæjarsjóður - Innheimta vinnu við æfingar og undirbún- ing leikja og er það sárgrætilegt að sjá allan undirbúning renna þannig út í sandinn. Við gerum okkur grein fyrir að aðstaða HS( er ekki góð, því þeir eiga erfitt með að fylgjast með öllum leikj- um. Hitt er annað mál, að tími er kominn til að endurskipuleggja dómarakerfið. Dómarar vinna ákaflega vanþakklátt starf og eiga þeir menn heiður skilið sem gefa sér tíma til að hlúa að íþrótt sinni á þennan hátt, oftmeðskammirog leiðindi sem einu laun fyrir erfiði sitt. En þeir dómarar sem upp- vísir verða að því að mætaekki til leiks, eiga að skammast sín og bæta ráð sitt, eða hætta ella, því þeir skemma fyrir þeim dómur- um sem vel vilja gera. Virðingarfyllst, f.h. Handknattleiksráðs Keflavíkur, Ragnar Marinosson Jón Olsen Grétar Grétarsson Magnús Jónsson Þuríður Jónasdóttir Jóhanna Reynisdóttir BEIÐNI SYNJAÐ Framh. af 8. síðu ísbúð á lóð Ólafs Lárussonar hf. að hafnargötu 57. Því málefni varsynjað þarsem staðsetningin uppfyllir ekki reglugerð Brunavarna Suður- nesja. Talco Hefur selt 200 talstöðvar á árinu Fyrir u.þ.b. tveimur árum stofnuðu þeir Júlíus Högnason, Keflavik, og Stefán Tómasson, Grindavík, fyrirtækið Talco sf. Fyrirtæki þetta annast um- boðssölu á 40 rása talstöðvum til notkunar í bílum og heimahús- um. Þá annast það innflutning á loftnetum og fylgihlutum frá Noregi, auk þess sem þaðereina fyrirtækið á landinu sem flytur inn fiber loftnet til uppsetningar utanhúss, en þau eru flutt inn frá Bandaríkjunum. Að sögn Júlíusar annast Talco sf. sjálft uppsetningu og alla við- gerðarþjónustu á þessum stöðv- um, auk þess sem það hefur á umboðsmenn á (safirði, Akureyri og Eskifirði til dreifingar á vör- unni, sem einnig er dreift með póstkröfu um land allt. Júlíus sagði einnig að mjög hefði færst í vöxt að fyrirtæki kaupi stöðvar í bíla sína og noti þær við rekstur sinn. Það sem af er þessu ári eru þeir félagar búnir að selja um 200 tal- stöðvar, en frá upphafi hefur verið geysimikil sala. Stöðvar þessar eru mikil öryggistæki og eru dæmi fyrir þvi að þær hafi komið í veg fyrir mannskaða. Auglýsingasíminn er 1760

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.